Níu barna faðir úr NFL-deildinni að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 22:30 Philip Rivers hefur tekið inn tæpa 28 milljarða íslenskra króna í laun á sínum ferli. Getty/ David Eulitt Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers. NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira