Níu barna faðir úr NFL-deildinni að leita sér að nýju liði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2020 22:30 Philip Rivers hefur tekið inn tæpa 28 milljarða íslenskra króna í laun á sínum ferli. Getty/ David Eulitt Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers. NFL Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Philip Rivers tilkynnti í gær að sextán ára tíma hans með Chargers liðinu sé á enda og að hann sé að leita sér að nýju félagi fyrir næsta tímabil í NFL-deildinni. Philip Rivers hefur spilað með Los Angeles Chargers frá árinu 2004 en lengst af tímanum þá hét liðið þó San Diego Chargers. Rivers á næstum því öll leikstjórnendametin í sögu Chargers en leikmenn liðsins hafa meðal annars skorað 397 snertimörk eftir sendingar frá honum. Philip Rivers to enter free agency, ending 16-year career with Chargers https://t.co/U0y86LpRQG— Guardian sport (@guardian_sport) February 10, 2020 Tímabilið 2019 voru viss vonbrigði fyrir Rivers þar sem hann kastaði boltanum tuttugu sinnum frá sér á móti aðeins 23 snertimarkssendingum. Los Angeles Chargers vildi því fá inn nýjan mann í þessa mikilvægu leikstöðu. Philip Rivers er orðinn 38 ára gamall en hann er ekki tilbúinn að setja skóna sína upp á hillu og ætlar að leita sér að nýju liði fyrir 2020 tímabilið. Þegar Chargers flutti frá San Diego til Los Angeles fyrir tæpum fjórum árum þá ákvað Philip Rivers að halda áfram heimili í San Diego en keyra sjálfur á milli. Það var kannski ekkert skrýtið enda með átta börn og flest þeirra á skólaaldri. Rivers og kona hans Tiffany Rivers hafa síðan bætt níunda barninu við en það var stúlka sem fékk nafnið Anna. Fyrir áttu þau Halle (16 ára), Caroline (13), Grace (12), Gunner (10), Sarah (8), Peter (7), Rebecca (5) og Clare (3). Fjölskyldan flutti frá San Diego til Flórída í desember og það er líklegast að Rivers reyni að finna sér lið þar nálægt. Atvinnuleysi pabbans mun þó ekki hafa teljanleg áhrif á peningastöðu heimilisins enda Philip Rivers búinn að fá 218,9 milljón Bandaríkjadala í laun á ferlinum eða tæpa 28 milljarða íslenskra króna. The end of an era. After 16 years, Philip Rivers and the Chargers have mutually agreed to part ways. (via @Chargers) pic.twitter.com/jbEYwuU7Dr— ESPN (@espn) February 10, 2020 Það eru fleiri leikstjórnendur sem eru mögulega með lausan samning í sumar en það eru kappar eins og Drew Brees, Tom Brady, Jameis Winston og Teddy Bridgewater. Liðin sem vantar leikstjórnanda ættu því að hafa úr nógu að velja ef þeir vilja reynslubolta sem kunna vel á NFL-deildina. Lið sem gætu mögulega fengið til sín eru Tampa Bay Buccaneers og Carolina Panthers.
NFL Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti