Landsvirkjun tapar milljörðum á samdrætti Rio Tinto Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2020 18:30 Álverið í Straumsvík. Vísir/vilhelm Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessarar ákvörðunar. Ljóst er að hún mun hafa talsverð áhrif á rekstur Landsvirkjunar. „Áhrifin eru fyrst og fremst það að raforkusalan okkar dregst saman um sem því nemur sem eru um 3,5 prósent ef við horfum til heildarframleiðslunnar. Tekjuáhrifin á okkur eru um 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.Í fyrra þurfti að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna ljósboga sem myndaðist þar. Tekjutap Landsvirkjunar vegna þeirrar stöðvunar í fyrra nam um 1,24 milljörðum króna. Hörður segir að Landsvirkjun ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að sýna aðhald í rekstri svo lágmarka megi áhrifin sem minni álframleiðsla hjá Rio Tinto mun hafa í ár á fyrirtækið. „Tímabundin áhrif sem eru hjá þeim eftir því sem okkur virðist og kemur okkur ekki á óvart er að staðan á álmörkuðum hefur verið mjög erfið, sérstaklega á síðasta ári. Það var samdráttur í eftirspurn og síðan hefur það það leitt til þess að verð sem að fæst fyrir þær afurðir sem álverin eru að framleiða hefur lækkað umtalsvert þannig að þetta eru kannski eðlileg viðbrögð við lækkandi verði og minnkandi eftirspurn,“ segir Hörður. Hörður bendir á að hægt hafi á hagkerfum heimsins sem valdi minni eftirspurn. Þá hefur álframleiðsla í Kína vaxið úr 10 prósentum frá árinu 2000 og upp í 60 prósent í fyrra. Hörður segir þetta ekki hafa áhrif á virkjanaáform Landsvirkjunar. „Það er mjög algengt að framleiðsluiðnaður eins og áliðnaður sveiflist og við gerum ráð fyrir að hann rétti úr sér og langtímahorfur fyrir iðnaðinn eru góðar.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stjórnendur Rio Tinto í Straumsvík tilkynntu í lok janúar að fyrirtækið stefndi að því að framleiða um 184 þúsund tonn af áli í ár. Í fyrra framleiddi Rio Tinto 212 þúsund tonn af áli og því samdráttur upp á rúm þrettán prósent. Forstjóri Rio Tinto á Íslandi, Rannveig Rist, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna þessarar ákvörðunar. Ljóst er að hún mun hafa talsverð áhrif á rekstur Landsvirkjunar. „Áhrifin eru fyrst og fremst það að raforkusalan okkar dregst saman um sem því nemur sem eru um 3,5 prósent ef við horfum til heildarframleiðslunnar. Tekjuáhrifin á okkur eru um 20 milljónir dollara eða um 2,5 milljarðar króna,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar.Í fyrra þurfti að slökkva á einum af þremur kerskálum álversins í Straumsvík vegna ljósboga sem myndaðist þar. Tekjutap Landsvirkjunar vegna þeirrar stöðvunar í fyrra nam um 1,24 milljörðum króna. Hörður segir að Landsvirkjun ætli að gera allt sem í hennar valdi stendur til að sýna aðhald í rekstri svo lágmarka megi áhrifin sem minni álframleiðsla hjá Rio Tinto mun hafa í ár á fyrirtækið. „Tímabundin áhrif sem eru hjá þeim eftir því sem okkur virðist og kemur okkur ekki á óvart er að staðan á álmörkuðum hefur verið mjög erfið, sérstaklega á síðasta ári. Það var samdráttur í eftirspurn og síðan hefur það það leitt til þess að verð sem að fæst fyrir þær afurðir sem álverin eru að framleiða hefur lækkað umtalsvert þannig að þetta eru kannski eðlileg viðbrögð við lækkandi verði og minnkandi eftirspurn,“ segir Hörður. Hörður bendir á að hægt hafi á hagkerfum heimsins sem valdi minni eftirspurn. Þá hefur álframleiðsla í Kína vaxið úr 10 prósentum frá árinu 2000 og upp í 60 prósent í fyrra. Hörður segir þetta ekki hafa áhrif á virkjanaáform Landsvirkjunar. „Það er mjög algengt að framleiðsluiðnaður eins og áliðnaður sveiflist og við gerum ráð fyrir að hann rétti úr sér og langtímahorfur fyrir iðnaðinn eru góðar.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31 Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53 Mest lesið Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Hundurinn tannlaus og unglingarnir vaktir með diskaglamri Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tvö ker í kerskála þrjú ræst á undan áætlun Slökkt var á umræddum kerskála þann 21. júlí af öryggisástæðum vegna ljósboga sem myndaðist inni í einu kerinu. 31. ágúst 2019 11:31
Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. 25. janúar 2020 07:53