Breskur skátaforingi talinn hafa smitað allt að ellefu manns af Covid19-veirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 07:00 Steve Walsh starfar í viðskiptum en er líka skátaforingi. Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Maðurinn heitir Steve Walsh, er 53 ára gamall og starfar í viðskiptum auk þess að vera skátaforingi. Walsh smitaðist af veirunni í Singapúr þar sem hann var staddur á viðskiptaráðstefnu. Áður en hann hélt heim til Bretlands fór hann á skíðahótel í frönsku Ölpunum. Er talið að Walsh hafi smitað ellefu aðra Breta af veirunni en þeir dvöldu á sama hóteli og hann í Frakklandi. Fimm þeirra eru nú í Bretlandi, fimm eru í Frakklandi og einn á Spáni en sjálfur hefur Walsh verið í sóttkví á spítala í London eftir að hann greindist með veiruna þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá var hann kominn heim til Bretlands. Alls hafa átta manns greinst með Covid19-veiruna í Bretlandi og eru öll tilfellin fyrir utan tvö tengd við Walsh. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins (NHS) fyrir umönnunina. Hugur Walsh hjá öðrum sem hafa smitast „Mig langar til að þakka NHS fyrir hjálpina og umönnunina. Þótt ég hafi náð fullum bata þá er hugur minn hjá öðrum sem smitast hafa af veirunni. Um leið og ég vissi að ég hefði verið í kringum manneskju sem var smituð af veirunni hafði ég samband við heimilislækninn minn, spítalann og bresku lýðheilsustofnunina,“ segir í yfirlýsingu Walsh. Hann hafði engin einkenni veirunnar en fór engu að síður í sóttkví heima hjá sér. „Þegar smitið var staðfest var ég sendur í einangrun á spítalann, þar sem ég er enn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð var fjölskyldan mín einnig beðin um að einangra sig. Ég vil einnig þakka vinum, fjölskyldu og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn undanfarnar vikur og bið fjölmiðla um að virða einkalíf okkar.“ Yfir 1100 manns látið lífið vegna veirunnar Kínverjar greindu frá því í morgun að fjöldi nýsmitaðra af völdum kórónuveirunnar sem nú hefur fengið nafnið Covid19 hafi dregist saman í gær, annan daginn í röð. Alls hafa tæplega 45 þúsund manns greinst með veiruna. 97 létust af völdum veirunnar í gær sem þýðir að rúmlega 1100 manns hafa nú dáið vegna veirunnar sem rekja má til kínversku stórborgarinnar Wuhan. Faraldurinn er enn sem komið er langalvarlegastur í Kína. Utan Kína hafa einungis tveir látið lífið vegna veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filipseyjum. Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24 Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Breskur maður sem talið er að hafi smitað allt að ellefu samlanda sína af Covid19-veirunni hefur verið nafngreindur í breskum fjölmiðlum. Maðurinn heitir Steve Walsh, er 53 ára gamall og starfar í viðskiptum auk þess að vera skátaforingi. Walsh smitaðist af veirunni í Singapúr þar sem hann var staddur á viðskiptaráðstefnu. Áður en hann hélt heim til Bretlands fór hann á skíðahótel í frönsku Ölpunum. Er talið að Walsh hafi smitað ellefu aðra Breta af veirunni en þeir dvöldu á sama hóteli og hann í Frakklandi. Fimm þeirra eru nú í Bretlandi, fimm eru í Frakklandi og einn á Spáni en sjálfur hefur Walsh verið í sóttkví á spítala í London eftir að hann greindist með veiruna þann 6. febrúar síðastliðinn. Þá var hann kominn heim til Bretlands. Alls hafa átta manns greinst með Covid19-veiruna í Bretlandi og eru öll tilfellin fyrir utan tvö tengd við Walsh. Hann sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann þakkaði starfsfólki breska heilbrigðiskerfisins (NHS) fyrir umönnunina. Hugur Walsh hjá öðrum sem hafa smitast „Mig langar til að þakka NHS fyrir hjálpina og umönnunina. Þótt ég hafi náð fullum bata þá er hugur minn hjá öðrum sem smitast hafa af veirunni. Um leið og ég vissi að ég hefði verið í kringum manneskju sem var smituð af veirunni hafði ég samband við heimilislækninn minn, spítalann og bresku lýðheilsustofnunina,“ segir í yfirlýsingu Walsh. Hann hafði engin einkenni veirunnar en fór engu að síður í sóttkví heima hjá sér. „Þegar smitið var staðfest var ég sendur í einangrun á spítalann, þar sem ég er enn. Sem fyrirbyggjandi aðgerð var fjölskyldan mín einnig beðin um að einangra sig. Ég vil einnig þakka vinum, fjölskyldu og samstarfsfélögum fyrir stuðninginn undanfarnar vikur og bið fjölmiðla um að virða einkalíf okkar.“ Yfir 1100 manns látið lífið vegna veirunnar Kínverjar greindu frá því í morgun að fjöldi nýsmitaðra af völdum kórónuveirunnar sem nú hefur fengið nafnið Covid19 hafi dregist saman í gær, annan daginn í röð. Alls hafa tæplega 45 þúsund manns greinst með veiruna. 97 létust af völdum veirunnar í gær sem þýðir að rúmlega 1100 manns hafa nú dáið vegna veirunnar sem rekja má til kínversku stórborgarinnar Wuhan. Faraldurinn er enn sem komið er langalvarlegastur í Kína. Utan Kína hafa einungis tveir látið lífið vegna veirunnar, einn í Hong Kong og annar á Filipseyjum.
Bretland Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24 Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48 Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Embættismenn látnir taka pokann sinn vegna útbreiðslu veirunnar Rúmlega þúsund Kínverjar hafa nú látið lífið af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. 11. febrúar 2020 06:24
Kórónaveiran komin með nafn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin kallaði sérfræðinga á fund í Genf í dag til þess að ræða um nýju kórónaveiruna sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan. 11. febrúar 2020 19:48
Tveir þriðju íbúa heimsins gætu smitast af Wuhan-veirunni Gabriel Leung, prófessor og forseti lýðheilsusviðs í Hong Kong-háskóla og einn helsti sérfræðingur Hong Kong í sóttvarnalækningum, telur að tveir þriðju hlutar mannkyns, eða alls 60 prósent, gætu smitast af Wuhan-veirunni, takist ekki að halda veirunni í skefjum. 11. febrúar 2020 12:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent