Viðskipti erlent

Heimsins stærstu farsímasýningu aflýst vegna Covid19-veirunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Enginn sýning þetta árið.
Enginn sýning þetta árið. Vísir/EPA

Skipuleggjendur Mobile World Congress, stærstu farsímasýningar heimsins, hafa ákveðið að aflýsa sýningunni vegna Covid19-veirunnar, nýju kórónaveirunnar sem greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan.

Í yfirlýsingu frá skipuleggjendum segir að ómögulegt hafi verið að láta sýninguna fara fram en stórfyrirtæki á borð við Facebook, Nokia, Sony, LG og Vodafone höfðu hætt við þátttöku vegna kórónaveirunnar.

Sýningin átti að vera haldin í Barcelona á Spáni dagana 24. til 27. febrúar næstkomandi en vanalega sækja 100 þúsund manns hátíðina heim, sem haldin er árlega. Þar af um sex þúsund gestir frá Kína, að því er segir í frétt BBC.

Alls hafa tveir greinst með Covid19-veiruna á Spáni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×