Rukkaðir um 400 þúsund vegna ferðalags Þórs | "Hafið skömm fyrir“ Sindri Sverrisson skrifar 13. febrúar 2020 07:00 Hörður leikur í 2. deild karla en tók einnig þátt í bikarkeppninni í vetur. Facebook/@hordur.isafjordur Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Liðin mættust á Ísafirði í 1. umferð bikarkeppninnar og unnu Þórsarar 39-16. Samkvæmt reglum HSÍ eiga félög að skipta ferðakostnaði aðkomuliðs á milli sín og segir í pistli Ísfirðinga að aldrei hafi Hörður þurft að borga meira en 140.000 krónur vegna ferðakostnaðar mótherja sinna í gegnum tíðina. Hins vegar hafi Þórsarar metið ferðakostnað sinn á rétt rúmlega 800.000 krónur, og því sé kostnaður Harðar 400.000 krónur vegna eins leiks.Samkvæmt pistlinum komst mótanefnd HSÍ að þeirri niðurstöðu að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Þórsarar ferðuðust í leikinn með flugi en Harðarmenn spyrja sig hvort að sú ákvörðun eigi að bitna á þeim, sem ferðist sjálfir akandi að minnsta kosti 445 kílómetra í alla sína útileiki. Það að borga 400.000 krónur sligi lítið félag eins og Hörð. „Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar,“ segir í pistli Harðar, þar sem að lokum segir: „Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ. Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunni er farin.“ Í svari á Facebook-síðu Harðar segir Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, að lýsingar Ísfirðinga séu mjög einhliða og upplýsingar ekki réttar, án þess þó að fara nánar út í það að hvaða leyti þær séu rangar. Bendir Þorvaldur á að Þórsarar fari eftir formúlu frá HSÍ og að þeir hafi sjálfir þurft að greiða svipaða upphæð þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í næstu umferð bikarkeppninnar: „Þannig að ef þetta er rangt, þá þarf hreinlega að endurskoða uppgjör fleiri bikarleikja. Kannski er það eina rétta. En það verður sambandið að segja til um. Vill árétta, Þór hefur ekkert rangt gert. Bara farið eftir formúlu sem fengin var frá HSÍ,“ skrifar Þorvaldur. Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Forráðamenn handknattleiksdeildar Harðar frá Ísafirði vanda kollegum sínum hjá Þór Akureyri ekki kveðjuna í pistli á Facebook-síðu sinni vegna máls sem tengist bikarleik liðanna í október. Liðin mættust á Ísafirði í 1. umferð bikarkeppninnar og unnu Þórsarar 39-16. Samkvæmt reglum HSÍ eiga félög að skipta ferðakostnaði aðkomuliðs á milli sín og segir í pistli Ísfirðinga að aldrei hafi Hörður þurft að borga meira en 140.000 krónur vegna ferðakostnaðar mótherja sinna í gegnum tíðina. Hins vegar hafi Þórsarar metið ferðakostnað sinn á rétt rúmlega 800.000 krónur, og því sé kostnaður Harðar 400.000 krónur vegna eins leiks.Samkvæmt pistlinum komst mótanefnd HSÍ að þeirri niðurstöðu að þessi kostnaður væri réttlætanlegur. Þórsarar ferðuðust í leikinn með flugi en Harðarmenn spyrja sig hvort að sú ákvörðun eigi að bitna á þeim, sem ferðist sjálfir akandi að minnsta kosti 445 kílómetra í alla sína útileiki. Það að borga 400.000 krónur sligi lítið félag eins og Hörð. „Það er ágætt að það komi fram að Hörður spilaði leik við ÞórU í janúar á útivelli. Akstur til Akureyrar, gisting og akstur heim kostaði 120.000 kr eða rétt tæpum 480.000 kr. minna en ferðakostnaður Þórs til Ísafjarðar. Áhugasömum skal bent á að um er að ræða jafnlanga leið frá Akureyri til Ísafjarðar eins og frá Ísafirði til Akureyrar,“ segir í pistli Harðar, þar sem að lokum segir: „Handboltinn er sjálfum sér verstur. Ömurleg niðurstaða mótanefndar sem er staðfest af stjórn HSÍ. Svona vex handboltinn ekki. Svona deyr hann. Hafið skömm fyrir þeir sem tóku ákvörðun um þetta hjá Þór og mótanefnd. Afsökunarbeiðnir eða eftiráskýringar skila engu úr þessu. Leiðréttingar eða lagfæringar eru að litlu gagni því tjónið er orðið. Ánægja okkar af þátttökunni er farin.“ Í svari á Facebook-síðu Harðar segir Þorvaldur Sigurðsson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, að lýsingar Ísfirðinga séu mjög einhliða og upplýsingar ekki réttar, án þess þó að fara nánar út í það að hvaða leyti þær séu rangar. Bendir Þorvaldur á að Þórsarar fari eftir formúlu frá HSÍ og að þeir hafi sjálfir þurft að greiða svipaða upphæð þegar þeir fengu Selfoss í heimsókn í næstu umferð bikarkeppninnar: „Þannig að ef þetta er rangt, þá þarf hreinlega að endurskoða uppgjör fleiri bikarleikja. Kannski er það eina rétta. En það verður sambandið að segja til um. Vill árétta, Þór hefur ekkert rangt gert. Bara farið eftir formúlu sem fengin var frá HSÍ,“ skrifar Þorvaldur.
Akureyri Ísafjarðarbær Íslenski handboltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti