Ráðning Stefáns kostaði Ríkisútvarpið tvær og hálfa milljón Jakob Bjarnar skrifar 13. febrúar 2020 10:49 Kostnaður vegna ráðningar Stefáns Eiríkssonar er liðlega tvær og hálf milljón en ekki er séð fyrir enda á kostnaði vegna hennar. Útlát Ríkisútvarpsins ohf. vegna ráðningar nýs útvarpsstjóra hljóða upp á 2.554.254 krónur. Þetta kemur fram í svari Margrétar Magnúsdóttur starfandi útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Þjónusta Capacent vegna þessa tiltekna verkefnis kostaði stofnunina 1.587.600 krónur segir í sama svari sem byggir á samantekt bókhaldsdeildar fyrirtækisins. Þó er vert að hafa í huga að ekki er loku fyrir það skotið að þessi ráðning kunni að kosta meira þegar upp er staðið. Í farvatninu eru kærumál. Víst er að ráðning Stefáns Eiríkssonar borgarritara og fyrrverandi lögreglustjóra hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Umdeild var ákvörðun stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. að leynd yrði um hverjir væru umsækjendur en fram kom að þeir voru 41 talsins. Vísir kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í nafni þess að stofnunin er í eigu almennings sem hlýtur þá að eiga fullan rétt á að vita hverjir eru í pottinum svo hann geti tekið upplýsta afstöðu til ráðningarinnar; hvernig fjármunum almennings er ráðstafað og þá lagt fyrir sig hvort óeðlileg sjónarmið liggi til grundvallar. Auk þess sem það kann að heita óheppilegt fyrir stofnun hvers starfsemi snýst um aukið gagnsæi að telja það ekki eiga við sig. Pukur stjórnar og afvegaleiðsla Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að stjórninni væri heimilt að pukrast með lista yfir umsækjendur. Blaðamaður Vísis leitaði til Umboðsmanns Alþingis vegna þess úrskurðar á þeim forsendum að sú túlkun stangist á við anda laganna; sannarlega hafi verið ætlan löggjafans að stofnunin lyti upplýsingalögum sem miða að því að upplýsingar sem þessar séu aðgengilegar almenningi. Umboðsmaður krafði nefndina svara en í því bréfi er vafi talinn leika á um lagatúlkunina sem niðurstaðan byggir á. Er nú málið til umfjöllunar hjá umboðsmanni. Umboðsmaður Alþingis er nú með afgreiðslu erindi Vísis og metur nú hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi verið á réttu róli með að leggja blessun sína yfir pukur stjórnar Ríkisútvarpsins ofh. með lista nafna umsækjenda. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að stjórn hafi verið einhuga um val á Stefáni; talið var að það myndi þjóna betur hagsmunum stofnunarinnar. Hins vegar komst Vísir á snoður um að svo hafi alls ekki verið heldur varð samkomulag um það innan stjórnar að koma þannig fram út á við. Reyndin var sú að í stjórn var tekist á um hvort Stefán eða Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri yrði fyrir valinu. Féllu atkvæði þannig að Kolbrún hlaut 4 atkvæði innan stjórnar og Stefán fjögur en þar réði atkvæði formanns stjórnar, skipuðum af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, Kára Jónassyni, úrslitum. Kolbrún íhugar að kæra Kolbrún hefur áður sótt um stöðu útvarpsstjóra og stóð valið þá á milli hennar og Magnúsar Geirs Þórðarsonar nú Þjóðleikhússtjóra. Hún metur það svo að hún uppfylli öll skilyrði og hefur farið fram á rökstuðning vegna valsins. Samkvæmt heimildum Vísis hefur sá rökstuðningur verið sendur Kolbrúnu. Samkvæmt sömu heimildum telur Kolbrún ekki mikið hald í þeim rökstuðningi og íhugar hún nú hvort hún mun kæra niðurstöðuna. Ekki er um annað að ræða í þeim efnum en vísa slíkri kæru til kærunefndar jafnréttismála. Sú kæra yrði þá á þeim forsendum að gengið hafi verið fram hjá hæfari konu í starfið og vanhæfari karl ráðinn. Þó því hafi verið haldið leyndu var tekist á um Stefán og Kolbrúnu innan stjórnar. Kolbrún íhugar nú að kæra ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Er ekki ólíklegt að fleiri kærumál séu í farvatninu. Mikil óánægja er meðal kvenna sem sóttu um stöðuna með ráðningarferlið allt. Eru þar á meðal konur sem telja sig hafa miklu meiri reynslu en Stefán af fjölmiðlum og eru nefnd nöfn í því sambandi auk Kolbrúnar svo sem Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi aðalritstjóri 365, Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lagaprófessor, Elín Hirst frétta- og dagskrárgerðarmaður og Þóra Arnórsdóttir frétta- og dagskrárgerðarmaður en ekki hefur þó fengist staðfest að hún hafi verið meðal umsækjenda. Bullandi óánægja meðal kvenna Víst er að bullandi óánægja er með það hvernig staðið var að málum í Efstaleitinu. Þannig ritar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands harðorðan pistil þar sem hún gerir málið að umtalsefni og segir meðal annars: Lengi var talið að kona myndi setjast í sæti útvarpsstjóra eftir að karlar hafa einokað þá stöðu. Svo fór þó ekki en kærumál til kærunefndar jafnréttismála eru í farvatninu. „Og konurnar sem þóttu „ekki hæfar“ og komu aldrei til álita eru meðal annars fyrrverandi ritstjóri, lagaprófessor og sérfræðingur í tjáningarfrelsi fjölmiðla, fyrrverandi ritstjóri og útgáfustjóri fjölmiðlafyrirtækisins 365 sem var fréttamaður á RÚV til margra ára, fyrrverandi fréttastjóri á RÚV og fyrrverandi ritstjóri Kastljóssins. Fjórum konum í stjórn RÚV og fulltrúum margra flokka sem hafa kynjajafnrétti í stefnuskrá sinni, þóttu þær ekki nógu merkilegar til að fara í lokaúrslit um stöðuna. Það var því ákveðið að tala frekar við löggu,“ skrifar Þóra háðslega. Og Þóra Kristín skrifar áfram með penna sinn sem vönd: „Þegar gengið var á stjórnina og hún spurð af hverju gengið var framhjá fjölmiðlareynslu umsækjenda var svarið að lögreglustjórinn hafi haft betur vegna frumkvöðlastarfs síns við að efla Facebook-síðu lögreglunnar. Síðunni var ætlað það hlutverk á sínum tíma að koma í stað hefðbundinnar upplýsingagjafar lögreglu til fjölmiðla, þar sem hægt var að spyrja gagnrýninna spurninga og fá svör.“ Alþingi Fjölmiðlar Jafnréttismál Ráðning útvarpsstjóra Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Stjórnin tókst á um Stefán eða Kolbrúnu Atkvæði féllu jöfn en oddaatkvæði Kára Jónassonar réði úrslitum. 29. janúar 2020 11:33 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Útlát Ríkisútvarpsins ohf. vegna ráðningar nýs útvarpsstjóra hljóða upp á 2.554.254 krónur. Þetta kemur fram í svari Margrétar Magnúsdóttur starfandi útvarpsstjóra við fyrirspurn Vísis. Þjónusta Capacent vegna þessa tiltekna verkefnis kostaði stofnunina 1.587.600 krónur segir í sama svari sem byggir á samantekt bókhaldsdeildar fyrirtækisins. Þó er vert að hafa í huga að ekki er loku fyrir það skotið að þessi ráðning kunni að kosta meira þegar upp er staðið. Í farvatninu eru kærumál. Víst er að ráðning Stefáns Eiríkssonar borgarritara og fyrrverandi lögreglustjóra hefur ekki gengið þrautalaust fyrir sig. Umdeild var ákvörðun stjórnar Ríkisútvarpsins ohf. að leynd yrði um hverjir væru umsækjendur en fram kom að þeir voru 41 talsins. Vísir kærði þá ákvörðun til úrskurðarnefndar um upplýsingamál í nafni þess að stofnunin er í eigu almennings sem hlýtur þá að eiga fullan rétt á að vita hverjir eru í pottinum svo hann geti tekið upplýsta afstöðu til ráðningarinnar; hvernig fjármunum almennings er ráðstafað og þá lagt fyrir sig hvort óeðlileg sjónarmið liggi til grundvallar. Auk þess sem það kann að heita óheppilegt fyrir stofnun hvers starfsemi snýst um aukið gagnsæi að telja það ekki eiga við sig. Pukur stjórnar og afvegaleiðsla Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að stjórninni væri heimilt að pukrast með lista yfir umsækjendur. Blaðamaður Vísis leitaði til Umboðsmanns Alþingis vegna þess úrskurðar á þeim forsendum að sú túlkun stangist á við anda laganna; sannarlega hafi verið ætlan löggjafans að stofnunin lyti upplýsingalögum sem miða að því að upplýsingar sem þessar séu aðgengilegar almenningi. Umboðsmaður krafði nefndina svara en í því bréfi er vafi talinn leika á um lagatúlkunina sem niðurstaðan byggir á. Er nú málið til umfjöllunar hjá umboðsmanni. Umboðsmaður Alþingis er nú með afgreiðslu erindi Vísis og metur nú hvort úrskurðarnefnd um upplýsingamál hafi verið á réttu róli með að leggja blessun sína yfir pukur stjórnar Ríkisútvarpsins ofh. með lista nafna umsækjenda. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að stjórn hafi verið einhuga um val á Stefáni; talið var að það myndi þjóna betur hagsmunum stofnunarinnar. Hins vegar komst Vísir á snoður um að svo hafi alls ekki verið heldur varð samkomulag um það innan stjórnar að koma þannig fram út á við. Reyndin var sú að í stjórn var tekist á um hvort Stefán eða Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri yrði fyrir valinu. Féllu atkvæði þannig að Kolbrún hlaut 4 atkvæði innan stjórnar og Stefán fjögur en þar réði atkvæði formanns stjórnar, skipuðum af Lilju Dögg Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, Kára Jónassyni, úrslitum. Kolbrún íhugar að kæra Kolbrún hefur áður sótt um stöðu útvarpsstjóra og stóð valið þá á milli hennar og Magnúsar Geirs Þórðarsonar nú Þjóðleikhússtjóra. Hún metur það svo að hún uppfylli öll skilyrði og hefur farið fram á rökstuðning vegna valsins. Samkvæmt heimildum Vísis hefur sá rökstuðningur verið sendur Kolbrúnu. Samkvæmt sömu heimildum telur Kolbrún ekki mikið hald í þeim rökstuðningi og íhugar hún nú hvort hún mun kæra niðurstöðuna. Ekki er um annað að ræða í þeim efnum en vísa slíkri kæru til kærunefndar jafnréttismála. Sú kæra yrði þá á þeim forsendum að gengið hafi verið fram hjá hæfari konu í starfið og vanhæfari karl ráðinn. Þó því hafi verið haldið leyndu var tekist á um Stefán og Kolbrúnu innan stjórnar. Kolbrún íhugar nú að kæra ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála. Er ekki ólíklegt að fleiri kærumál séu í farvatninu. Mikil óánægja er meðal kvenna sem sóttu um stöðuna með ráðningarferlið allt. Eru þar á meðal konur sem telja sig hafa miklu meiri reynslu en Stefán af fjölmiðlum og eru nefnd nöfn í því sambandi auk Kolbrúnar svo sem Kristín Þorsteinsdóttir fyrrverandi aðalritstjóri 365, Herdís Kjerúlf Þorgeirsdóttir lagaprófessor, Elín Hirst frétta- og dagskrárgerðarmaður og Þóra Arnórsdóttir frétta- og dagskrárgerðarmaður en ekki hefur þó fengist staðfest að hún hafi verið meðal umsækjenda. Bullandi óánægja meðal kvenna Víst er að bullandi óánægja er með það hvernig staðið var að málum í Efstaleitinu. Þannig ritar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og fyrrverandi formaður Blaðamannafélags Íslands harðorðan pistil þar sem hún gerir málið að umtalsefni og segir meðal annars: Lengi var talið að kona myndi setjast í sæti útvarpsstjóra eftir að karlar hafa einokað þá stöðu. Svo fór þó ekki en kærumál til kærunefndar jafnréttismála eru í farvatninu. „Og konurnar sem þóttu „ekki hæfar“ og komu aldrei til álita eru meðal annars fyrrverandi ritstjóri, lagaprófessor og sérfræðingur í tjáningarfrelsi fjölmiðla, fyrrverandi ritstjóri og útgáfustjóri fjölmiðlafyrirtækisins 365 sem var fréttamaður á RÚV til margra ára, fyrrverandi fréttastjóri á RÚV og fyrrverandi ritstjóri Kastljóssins. Fjórum konum í stjórn RÚV og fulltrúum margra flokka sem hafa kynjajafnrétti í stefnuskrá sinni, þóttu þær ekki nógu merkilegar til að fara í lokaúrslit um stöðuna. Það var því ákveðið að tala frekar við löggu,“ skrifar Þóra háðslega. Og Þóra Kristín skrifar áfram með penna sinn sem vönd: „Þegar gengið var á stjórnina og hún spurð af hverju gengið var framhjá fjölmiðlareynslu umsækjenda var svarið að lögreglustjórinn hafi haft betur vegna frumkvöðlastarfs síns við að efla Facebook-síðu lögreglunnar. Síðunni var ætlað það hlutverk á sínum tíma að koma í stað hefðbundinnar upplýsingagjafar lögreglu til fjölmiðla, þar sem hægt var að spyrja gagnrýninna spurninga og fá svör.“
Alþingi Fjölmiðlar Jafnréttismál Ráðning útvarpsstjóra Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11 Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30 Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30 Stjórnin tókst á um Stefán eða Kolbrúnu Atkvæði féllu jöfn en oddaatkvæði Kára Jónassonar réði úrslitum. 29. janúar 2020 11:33 Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Telur óskynsamlegt að taka RÚV af auglýsingamarkaði Stefán Eiríksson, sem í dag var tilkynnt um að hefði verið ráðinn í stöðu útvarpsstjóra, segir að í sínum huga sé hlutverk Ríkisútvarpsins að miðla til íslensku þjóðarinnar gæðaefni sem kallað er eftir hverju sinni. Hann telur ekki að RÚV eigi að hverfa af auglýsingamarkaði. 28. janúar 2020 18:11
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri Borgarritari og fyrrverandi lögreglustjóri kominn í Efstaleitið. 28. janúar 2020 14:30
Krefst þess að nefndin rökstyðji niðurstöðu sína í RÚV-málinu Umboðsmaður Alþingis efast um að lög um Ríkisútvarpið ohf. kveði á um leynd vegna umsókna. 11. desember 2019 15:30
Stjórnin tókst á um Stefán eða Kolbrúnu Atkvæði féllu jöfn en oddaatkvæði Kára Jónassonar réði úrslitum. 29. janúar 2020 11:33
Frumkvöðlastarf á Facebook kom Stefáni í Efstaleitið Frumkvöðlastarf Stefáns Eiríkssonar á sviði upplýsingagjafar lögreglu um sjálfa sig, sem miðaði að því að bæta ímynd hennar, var eitt af því sem vó þungt í afstöðu stjórnar Ríkisútvarpsins til umsóknar hans 28. janúar 2020 16:45
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent