Bað kviðdóminn að vera óhræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. febrúar 2020 00:07 Weinstein mætir í dómsal í New York 3. febrúar. Hann hefur notast við göngugrind síðan réttarhöldin hófust. Vísir/getty Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni við réttarhöldin. Þá bað hún kviðdóminn að vera ekki hræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Weinstein neitar sök í fimm ákæruliðum. Sjá einnig: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, lagði áherslu á að konurnar væru fullorðnar. Ákæruvaldið hefði með málflutningi sínum við réttarhöldin búið til nokkurs konar „hliðarveruleika“, þar sem konur bæru ekki ábyrgð á samkvæmunum sem þær sæktu, karlmönnunum sem þær döðruðu við – og þaðan af síður eigin ákvörðunum. Donna Rotunno, aðalverjandi Harvey Weinstein.Vísir/EPA Hún kvaðst meðvituð um að hún væri að biðja kviðdóminn um að taka „óvinsæla ákvörðun“. Kviðdómurinn væri jafnframt síðasta vígið gegn „ofstækisfullum“ fjölmiðlum og ákæruvaldi, sem hefði teiknað upp mynd af Weinstein sem „svo óaðlaðandi og feitum að engin kona myndi nokkurn tímann sofa hjá honum sjálfviljug“. „Ykkur þarf ekki að líka við Weinstein,“ sagði Rotunno er hún ávarpaði kviðdóminn. „Þetta er ekki vinsældakeppni. […] Það er óvinsæla fólkið sem þarfnast kviðdómanna mest í þessu landi. Óvinsæla manneskjan þarfnast ykkar sárast.“ Flestar konurnar sem borið hafa vitni gegn Weinstein eiga það sameiginlegt að hafa verið að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
Aðalverjandi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein freistaði þess í lokaræðu sinni í dómsal í New York í dag að sá efasemdafræi í huga kviðdómenda og kasta rýrð á trúverðugleika kvennanna sem báru vitni við réttarhöldin. Þá bað hún kviðdóminn að vera ekki hræddan við að taka „óvinsæla ákvörðun“. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í byrjun janúar. Tvær konur saka hann um nauðgun en hinar fjórar um annars konar kynferðisofbeldi. Weinstein neitar sök í fimm ákæruliðum. Sjá einnig: „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Donna Rotunno, aðalverjandi Weinstein, lagði áherslu á að konurnar væru fullorðnar. Ákæruvaldið hefði með málflutningi sínum við réttarhöldin búið til nokkurs konar „hliðarveruleika“, þar sem konur bæru ekki ábyrgð á samkvæmunum sem þær sæktu, karlmönnunum sem þær döðruðu við – og þaðan af síður eigin ákvörðunum. Donna Rotunno, aðalverjandi Harvey Weinstein.Vísir/EPA Hún kvaðst meðvituð um að hún væri að biðja kviðdóminn um að taka „óvinsæla ákvörðun“. Kviðdómurinn væri jafnframt síðasta vígið gegn „ofstækisfullum“ fjölmiðlum og ákæruvaldi, sem hefði teiknað upp mynd af Weinstein sem „svo óaðlaðandi og feitum að engin kona myndi nokkurn tímann sofa hjá honum sjálfviljug“. „Ykkur þarf ekki að líka við Weinstein,“ sagði Rotunno er hún ávarpaði kviðdóminn. „Þetta er ekki vinsældakeppni. […] Það er óvinsæla fólkið sem þarfnast kviðdómanna mest í þessu landi. Óvinsæla manneskjan þarfnast ykkar sárast.“ Flestar konurnar sem borið hafa vitni gegn Weinstein eiga það sameiginlegt að hafa verið að stíga sín fyrstu skref í kvikmyndabransanum þegar hann á að hafa brotið gegn þeim. Alls hafa yfir hundrað konur sakað Weinstein um kynferðisofbeldi eða kynferðislega áreitni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Tengdar fréttir „Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35 Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34 Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Sjá meira
„Þetta þurfa allar leikkonur að gera til að slá í gegn“ Sjötta konan, og jafnframt sú síðasta í röðinni, sem sakar kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein um kynferðisofbeldi bar vitni gegn honum í dómsal í New York í Bandaríkjunum í gær. 6. febrúar 2020 08:35
Fékk óstjórnlegt grátkast í réttarsal eftir að verjandi Weinstein þjarmaði að henni Gera þurfti skyndilegt hlé á réttarhöldum yfir fyrrverandi kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein þegar kona, sem sakar hann um að hafa nauðgað sér í tvígang, fékk áfall í réttarsal og gat ekki hætt að gráta. 4. febrúar 2020 08:34
Segir Weinstein hafa boðið sér hlutverk í skiptum fyrir kynlíf: „Svona virkar bransinn“ Leikkonan Dawn Dunning bar vitni gegn Harvey Weinstein í dag og lýsti þar meintu kynferðisofbeldi kvikmyndaframleiðandans. 29. janúar 2020 20:47
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent