Lazio vann Inter og komst þar með í 2. sæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. febrúar 2020 21:45 Immobile jafnaði metin fyrir Lazio í kvöld. vísir/getty Lazio gerði sér lítið fyrir og vann Inter í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 fyrir Lazio sem voru 1-0 undir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var vægast sagt hrútleiðinlegur en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 44. mínútu og kom heldur betur úr óvæntri átt. Ashley Young skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið er hann fylgdi eftir skoti Antonio Candreva sem Thomas Strakosha í marki Lazio sló út í vítateiginn. Heimamenn í Lazio jöfnuðu hins vegar metin strax í upphafi en þeir fengu vítaspyrnu á 50. mínútu sem Ciro Immobile tók. Honum brást ekki bogalistin staðan því oðrin 1-1. Var þetta 25. mark Immobile á leiktíðinni en þar af hafa 10 komið af vítapunktinum. Það var svo Serbinn stóri og stæðilegi Sergej Milinkovic-Savic sem tryggði Lazio stigin þrjú með góðu skoti eftir þunga sókn Lazio á 69. mínútu. Inter gerðu hvað þeir gátu til að sækja jöfnunarmark en allt kom fyrir ekki og sigurinn því Lazio manna. Lokatölur 2-1 og Lazio þar með komið upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnra með 56 stig, stigi á eftir ríkjandi mesturum í Juventus. Inter Milan eru svo í 3. sæti með 54 stig. Serie A Table: Juventus -- 57 points Lazio -- 56 points Inter -- 54 points The Serie A title race is pic.twitter.com/5TaeuBlmE8— WhoScored.com (@WhoScored) February 16, 2020 Ítalski boltinn
Lazio gerði sér lítið fyrir og vann Inter í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni. Lokatölur 2-1 fyrir Lazio sem voru 1-0 undir í hálfleik. Fyrri hálfleikur var vægast sagt hrútleiðinlegur en fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 44. mínútu og kom heldur betur úr óvæntri átt. Ashley Young skoraði þá sitt fyrsta mark fyrir félagið er hann fylgdi eftir skoti Antonio Candreva sem Thomas Strakosha í marki Lazio sló út í vítateiginn. Heimamenn í Lazio jöfnuðu hins vegar metin strax í upphafi en þeir fengu vítaspyrnu á 50. mínútu sem Ciro Immobile tók. Honum brást ekki bogalistin staðan því oðrin 1-1. Var þetta 25. mark Immobile á leiktíðinni en þar af hafa 10 komið af vítapunktinum. Það var svo Serbinn stóri og stæðilegi Sergej Milinkovic-Savic sem tryggði Lazio stigin þrjú með góðu skoti eftir þunga sókn Lazio á 69. mínútu. Inter gerðu hvað þeir gátu til að sækja jöfnunarmark en allt kom fyrir ekki og sigurinn því Lazio manna. Lokatölur 2-1 og Lazio þar með komið upp í 2. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnra með 56 stig, stigi á eftir ríkjandi mesturum í Juventus. Inter Milan eru svo í 3. sæti með 54 stig. Serie A Table: Juventus -- 57 points Lazio -- 56 points Inter -- 54 points The Serie A title race is pic.twitter.com/5TaeuBlmE8— WhoScored.com (@WhoScored) February 16, 2020
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti