Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 20:30 Guðrún fagnaði vel og innilega í leikslok. „Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
„Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Sjá meira
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30