Guðrún: Sætasti sigur sem ég hef unnið ísak Hallmundarson skrifar 15. febrúar 2020 20:30 Guðrún fagnaði vel og innilega í leikslok. „Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
„Tilfinningin er hrikaleg sæt, þetta var svakalegur leikur og ég er fyrst og fremst stolt af liðinu. Við komum út tilbúnar í verkefnið og þetta er bara hrikalega sætt,‘‘ sagði Guðrún Ámundadóttir þjálfari Skallagríms í viðtali eftir leik. Guðrún vann nokkra titla sem leikmaður en aldrei með heimaliðinu. Er þetta sætasti titill hennar hingað til?„Já ég myndi segja það, að gera þetta með heimaliðinu mínu eru algjör forréttindi, fá bikarinn loksins í Borgarnesið. Ég myndi segja að þetta væri sætasti sigurinn sem ég hef unnið,‘‘ sagði Guðrún glöð í bragði. Guðrún er á sínu fyrsta ári með Skallagrímsliðið og er nú strax búin að færa þeim titil, hún segist vona að þetta sé það sem koma skal. „Já vonandi, eins og ég segi þá er ég soldið mikill nýliði í þessu en ég er með mjög marga sem styðja við bakið á mér, flotta stjórn, flotta leikmenn, flottan aðstoðarþjálfara og góðan sjúkraþjálfara, þetta er allt hluti af liðinu. Svakalegt lið hérna í áhorfendum, þeir eru klárlega sjötti maðurinn. Við trúðum þessu bara allan tímann.‘‘ KR náði ekki nema 49 stigum á töfluna en það hlýtur að teljast mikið varnarafrek fyrir þjálfarann:„Það er mjög flott afrek og bæði liðin voru að spila mjög flotta vörn. Áherslan hjá okkur var vörnin. Við fórum vel yfir KR-liðið í gær, alla varnartaktík, öll kerfin hjá þeim og það tókst mjög vel.‘‘ Keira Robinson var valin mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins og skoraði 32 stig. Hún átti einnig stórleik í undanúrslitum með 44 stig. Guðrún segir algjör forréttindi að hafa hana í sínu liði. „Það eru forréttindi að vera með svona leikmann í sínu liði, hún og allar hinar stelpurnar, við erum allar á sömu blaðsíðunni og ætlum að gera þetta saman. Það eru bara forréttindi að fá að vera hluti af þessu.‘‘ Næsta verkefni Skallagríms verður að tryggja sig í úrslitakeppni Íslandsmótsins. „Við erum að berjast enn þá um að komast í úrslitakeppnina og nú þarf það bara að halda áfram. Við megum ekki gefa eftir núna, það eru tvö sæti þarna sem er verið að slást um og við þurfum að fókusera á það að ná úrslitakeppninni,‘‘ sagði Guðrún að lokum. Sigrún Sjöfn fagnaði vel og innilega í leikslok.Vísir/Daníel Sigrún Sjöfn: Ólýsanleg tilfinning Sigrún Sjöfn Ámundadóttir fyrirliði Skallagríms var í skýjunum eftir leik.„Þetta er bara geggjað, ólýsanleg tilfinning. Við lögðum mikið á okkur, komum vel undirbúnar og þetta var verðskuldaður sigur fannst mér, bara geggjað.‘‘Sigrún er uppalin Borgnesingur líkt og Guðrún þjálfari systir hennar. Hún hefur unnið Íslands- og bikarmeistaratitla áður en ekki með heimafélaginu.„Þessi er enn þá sætari fyrir vikið, ég fór í Borgarnes því mig langaði að ná í titil. Ég á ekki mikið eftir, er orðin gömul og ég veit ekki hvort þetta sé í síðasta skiptið eða næstsíðasta eða hvort það verði 10 skipti í viðbót, ég veit það ekki. Þannig það er enn þá sætara fyrir vikið að ná í titil fyrir félagið og fara með hann heim í Borgarnes,‘‘ sagði Sigrún sigurreif.„Spennustigið var auðvitað soldið hátt í byrjun leiks þannig það var ekki mikið skorað en við spiluðum samt hörkuvörn og vorum að fara yfir sóknarleik KR rosalega vel. Ég held að Guðrún og Atli hafi ekki verið búin að sofa, þau voru búin að stúdera alla leikmennina og öll þeirra leikkerfi rosalega vel þannig að við vorum vel undirbúnar og þeirra vinna skilaði 49 stigum á okkur í dag, sem telst mjög gott,‘‘ sagði hún um varnarleik liðsins í kvöld.„Þetta gefur okkur gífurlegt sjálfstraust og sýnir bara hvað við getum, þannig þetta hjálpar okkur mikið og gefur okkur risa sjálfstraust,‘‘ sagði hún að lokum.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Skallagrímur bikarmeistari í fyrsta skipti í sögunni Skallagrímur vann öruggan sigur á KR í úrslitum Geysisbikar kvenna. Fyrsti bikarmeistaratitill Skallagríms í sögunni staðreynd eftir öruggan 17 stiga sigur, 66-49. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg. 15. febrúar 2020 19:30
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik