„Tom, ertu tilbúinn að semja?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. febrúar 2020 11:08 Tom Hagen og Anne-Elisabeth Hagen. Vísir/AP Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra. Þetta gerði hann eftir að honum barst bréf í júlí síðastliðnum, þar sem ræningjarnir skerptu á kröfum sínum og upplýstu hann um heilsufar Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Rannsókn á hvarfi hennar er ein sú umfangsmesta í sögu norskrar lögreglu. Í upphafi var gengið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og talið að henni væri haldið í gíslingu. Í janúar var hvarf hennar hins vegar formlega skráð sem óupplýst morðmál og Anne-Elisabeth þannig skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. Komu víða við Norska dagblaðið VG greinir nú fyrir helgi frá efnistökum skeytis, sem barst Hagen-fjölskyldunni stafrænt þann 8. júlí í fyrra. Á þeim tímapunkti hafði ekkert heyrst í hinum meintu mannræningjum í fimm mánuði. VG birtir skilaboðin ekki orðrétt, og virðist raunar ekki hafa þau undir höndum, en kveðst hafa rætt við fólk sem hefur lesið þau. Í frétt blaðsins segir að skilaboðin séu rituð á illlæsilegri samsuðu mismunandi tungumála en megininntak þeirra sé eftirfarandi: Tom, ertu tilbúinn að semja? Það væru mistök að svíkja okkur, skilurðu það? Mannræningjarnir ávarpa þar Tom Hagen, eiginmann Anne-Elisabeth, með nafni. Þá virðist sem þeir geri honum ljóst að það yrðu mistök af hans hálfu að svíkja þá. Þeir upplýsa Tom Hagen jafnframt um heilsufar Anne-Elisabeth; honum er tjáð að Anne-Elisabeth sé á lífi og hafi beðið lengi eftir honum. Þá er hann upplýstur um hvað það myndi kosta að fá sönnun fyrir því að Anne-Elisabeth sé á lífi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem stýrt hefur rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth, staðfestir í samtali við VG að ræningjarnir hafi komið víða við í skilaboðunum sem bárust þann 8. júlí. Hann geti þó ekki tjáð sig frekar um efni þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tímasetningin grunsamleg Þá greinir VG frá því að fram að þessu hafi Tom Hagen fylgt fyrirmælum lögreglu í samskiptum við mannræningjana. Hann hafi reitt fram nokkrar greiðslur í rafmynt, allar tiltölulega lágar, líkt og ræningjarnir fóru fram á í kröfubréfinu sem skilið var eftir á heimili Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Heildarkrafa þeirra var þó um hundrað milljónir Bandaríkjadalir í rafmyntinni Monero. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí fór Tom Hagen hins vegar á svig við ráðleggingar lögreglu og sendi ræningjunum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Sú upphæð var samkvæmt nýjum kröfum ræningjanna sem útlistaðar voru í skilaboðunum Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum síðan en lögreglu hefur reynst ómögulegt að rekja skilaboðin. Þá segir Brøske tímasetningu þeirra grunsamlega, í ljósi þess sem á undan var gengið. Ein kenning lögreglu er sú að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna 8. júlí vegna þess að rúmri viku áður hafði lögregla tilkynnt að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Tom Hagen, eiginmaður Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf frá heimili þeirra hjóna í Noregi haustið 2018, fór á svig við ráðleggingar lögreglu og greiddi meintum mannræningjum konu sinnar 1,3 milljónir evra í fyrra. Þetta gerði hann eftir að honum barst bréf í júlí síðastliðnum, þar sem ræningjarnir skerptu á kröfum sínum og upplýstu hann um heilsufar Anne-Elisabeth. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan 31. október 2018. Rannsókn á hvarfi hennar er ein sú umfangsmesta í sögu norskrar lögreglu. Í upphafi var gengið frá því að Anne-Elisabeth hefði verið rænt og talið að henni væri haldið í gíslingu. Í janúar var hvarf hennar hins vegar formlega skráð sem óupplýst morðmál og Anne-Elisabeth þannig skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. Komu víða við Norska dagblaðið VG greinir nú fyrir helgi frá efnistökum skeytis, sem barst Hagen-fjölskyldunni stafrænt þann 8. júlí í fyrra. Á þeim tímapunkti hafði ekkert heyrst í hinum meintu mannræningjum í fimm mánuði. VG birtir skilaboðin ekki orðrétt, og virðist raunar ekki hafa þau undir höndum, en kveðst hafa rætt við fólk sem hefur lesið þau. Í frétt blaðsins segir að skilaboðin séu rituð á illlæsilegri samsuðu mismunandi tungumála en megininntak þeirra sé eftirfarandi: Tom, ertu tilbúinn að semja? Það væru mistök að svíkja okkur, skilurðu það? Mannræningjarnir ávarpa þar Tom Hagen, eiginmann Anne-Elisabeth, með nafni. Þá virðist sem þeir geri honum ljóst að það yrðu mistök af hans hálfu að svíkja þá. Þeir upplýsa Tom Hagen jafnframt um heilsufar Anne-Elisabeth; honum er tjáð að Anne-Elisabeth sé á lífi og hafi beðið lengi eftir honum. Þá er hann upplýstur um hvað það myndi kosta að fá sönnun fyrir því að Anne-Elisabeth sé á lífi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth.Vísir/EPA Tommy Brøske, yfirlögregluþjónn sem stýrt hefur rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth, staðfestir í samtali við VG að ræningjarnir hafi komið víða við í skilaboðunum sem bárust þann 8. júlí. Hann geti þó ekki tjáð sig frekar um efni þeirra á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Tímasetningin grunsamleg Þá greinir VG frá því að fram að þessu hafi Tom Hagen fylgt fyrirmælum lögreglu í samskiptum við mannræningjana. Hann hafi reitt fram nokkrar greiðslur í rafmynt, allar tiltölulega lágar, líkt og ræningjarnir fóru fram á í kröfubréfinu sem skilið var eftir á heimili Hagen-hjónanna daginn sem Anne-Elisabeth hvarf. Heildarkrafa þeirra var þó um hundrað milljónir Bandaríkjadalir í rafmyntinni Monero. Eftir að skilaboðin bárust 8. júlí fór Tom Hagen hins vegar á svig við ráðleggingar lögreglu og sendi ræningjunum 1,3 milljónir evra, um 180 milljónir íslenskra króna. Sú upphæð var samkvæmt nýjum kröfum ræningjanna sem útlistaðar voru í skilaboðunum Ekkert hefur heyrst frá ræningjunum síðan en lögreglu hefur reynst ómögulegt að rekja skilaboðin. Þá segir Brøske tímasetningu þeirra grunsamlega, í ljósi þess sem á undan var gengið. Ein kenning lögreglu er sú að mannræningjarnir hafi sett sig í samband við fjölskylduna 8. júlí vegna þess að rúmri viku áður hafði lögregla tilkynnt að gengið væri út frá því að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36
Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Mál Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar í Noregi, telst nú óupplýst morðmál. 22. janúar 2020 13:08