Voru ekki búin undir miklar vinsældir Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 14:30 Frá sýningu Shoplifter í Hafnarhúsinu. vísir/sigurjón Listasafn Reykjavíkur var ekki endilega búið undir miklar vinsældir sýningarinnar Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Guðrúnardóttur, kynningar- og markaðsstjóra safnsins, við fyrirspurn Vísis en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafa Íslendingar, bæði fullorðnir og börn, flykkst á þessa sýningu Hrafnhildar Arnardóttur/Shoplifter undanfarnar vikur. Þá fór blaðamaður Vísis á sýninguna um helgina og þurfti, eins og aðrir gestir, að bíða í röð eftir að komast inn í sýningarsalinn, svo mikil var aðsóknin. Áslaug segir að alls hafi 17.500 gestir komið á sýninguna frá því hún opnaði í Hafnarhúsinu þann 23. janúar síðastliðinn. Það sé mjög mikil aðsókn en enn hafi sýningin þó ekki toppað sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem var í Hafnarhúsinu árið 2004. Sú sýning sló öll aðsóknarmet að sögn Áslaugar.Sjá einnig: 500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu Aðspurð hvort miklar vinsældir Chromo Sapiens hafi komið á óvart segir Áslaug að vinsældirnar hafi kannski ekki komið á óvart. Þannig hafi sýningin verið mjög vinsæl á Feneyjatvíæringnum í fyrra og vitað var að hún væri mjög myndræn. „Samt sem áður verð ég að segja að við vorum ekki endilega búin undir þessar vinsældir hjá barnafjölskyldum. Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að hlutfall innlendra gesta í húsið hefur hækkað mikið og sýningin hefur laðað að fjölda nýrra gesta,“ segir Áslaug. Sýningin stendur til 19. mars en á vef Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars um sýninguna: „Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.“ View this post on Instagram Það hlýtur að vera skylda að birta mynd af öllum sem líta inn á #chromosapiens í @reykjavikartmuseum. Mögnuð upplifun! A post shared by Andrés Ingi (@andresingi) on Feb 1, 2020 at 7:40am PST View this post on Instagram Immersed in a world of colour and loving it #chromosapiens #shoplifter #darrkell #ág A post shared by Lovísa Árnadóttir (@lovisaarna) on Jan 26, 2020 at 2:09pm PST View this post on Instagram Chromo sapiens í Listasafni Reykjavíkur #chromosapiens A post shared by Dagur B. Eggertsson (@daguregg) on Jan 23, 2020 at 1:23pm PST View this post on Instagram Nóra was amazed! And wants her room to be by @shoplifterart #chromosapiens A post shared by Eva Dögg ~ Adi Chandjot Kaur (@evadoggrunars) on Jan 26, 2020 at 12:46pm PST Myndlist Reykjavík Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Listasafn Reykjavíkur var ekki endilega búið undir miklar vinsældir sýningarinnar Chromo Sapiens hjá barnafjölskyldum. Þetta kemur fram í svari Áslaugar Guðrúnardóttur, kynningar- og markaðsstjóra safnsins, við fyrirspurn Vísis en ef marka má myndir á samfélagsmiðlum hafa Íslendingar, bæði fullorðnir og börn, flykkst á þessa sýningu Hrafnhildar Arnardóttur/Shoplifter undanfarnar vikur. Þá fór blaðamaður Vísis á sýninguna um helgina og þurfti, eins og aðrir gestir, að bíða í röð eftir að komast inn í sýningarsalinn, svo mikil var aðsóknin. Áslaug segir að alls hafi 17.500 gestir komið á sýninguna frá því hún opnaði í Hafnarhúsinu þann 23. janúar síðastliðinn. Það sé mjög mikil aðsókn en enn hafi sýningin þó ekki toppað sýningu Ólafs Elíassonar, Frost Activity, sem var í Hafnarhúsinu árið 2004. Sú sýning sló öll aðsóknarmet að sögn Áslaugar.Sjá einnig: 500 fermetra hárkolla í Hafnarhúsinu Aðspurð hvort miklar vinsældir Chromo Sapiens hafi komið á óvart segir Áslaug að vinsældirnar hafi kannski ekki komið á óvart. Þannig hafi sýningin verið mjög vinsæl á Feneyjatvíæringnum í fyrra og vitað var að hún væri mjög myndræn. „Samt sem áður verð ég að segja að við vorum ekki endilega búin undir þessar vinsældir hjá barnafjölskyldum. Það er líka mjög skemmtilegt að segja frá því að hlutfall innlendra gesta í húsið hefur hækkað mikið og sýningin hefur laðað að fjölda nýrra gesta,“ segir Áslaug. Sýningin stendur til 19. mars en á vef Listasafns Reykjavíkur segir meðal annars um sýninguna: „Chromo Sapiens er þakið miklu magni af einkennisefniviði Hrafnhildar; gervihári. Litir, hljóð og aðlaðandi áferð leiða gesti í gegnum þrjú ólík rými, sem umlykja þá í myndrænum og hljóðrænum samruna.“ View this post on Instagram Það hlýtur að vera skylda að birta mynd af öllum sem líta inn á #chromosapiens í @reykjavikartmuseum. Mögnuð upplifun! A post shared by Andrés Ingi (@andresingi) on Feb 1, 2020 at 7:40am PST View this post on Instagram Immersed in a world of colour and loving it #chromosapiens #shoplifter #darrkell #ág A post shared by Lovísa Árnadóttir (@lovisaarna) on Jan 26, 2020 at 2:09pm PST View this post on Instagram Chromo sapiens í Listasafni Reykjavíkur #chromosapiens A post shared by Dagur B. Eggertsson (@daguregg) on Jan 23, 2020 at 1:23pm PST View this post on Instagram Nóra was amazed! And wants her room to be by @shoplifterart #chromosapiens A post shared by Eva Dögg ~ Adi Chandjot Kaur (@evadoggrunars) on Jan 26, 2020 at 12:46pm PST
Myndlist Reykjavík Mest lesið „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Lífið Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Gæðadýnur á frábæru verði! Lífið samstarf Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira