Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 12:11 Kort sem sýnir landamæri Stærra Idaho. Íhaldsmenn í Oregon í Bandaríkjunum vilja breyta landamærum nokkurra ríkja við vesturströnd Bandaríkjanna og færa samfélög íhaldsmanna inni í Idaho. Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. Forsvarsmenn fylkingarinnar segja að um „friðsama uppreisn“ sé að ræða. Fylking þessi ber nafnið Move Oregon‘s Border for a Greater Idaho, eða Færum landamæri Oregon fyrir landamæri Stærra Idaho. Hillary Clinton hlaut naum meirihluta atkvæða í Oregon í forsetakosningunum 2016 en Donald Trump vann í Idaho með nærri því 60 prósent atkvæða. Fylkingin hefur leitað til yfirvalda 18 sýslna í Oregon vegna málsins og er að safna undirskriftum íbúa. Til þess að fá tillöguna í næstu kosningar þarf undirskriftir minnst sex prósenta íbúa. Leiðtogi samtakanna sagði Washington Post að næsta skref yrði að fá sýslur norðurhluta Kaliforníu, þar sem íbúar þykja einnig íhaldssamir, til að ganga sömuleiðis til liðs við hið nýja Idaho. Þing beggja ríkjanna og Bandaríkjanna allra yrðu að samþykkja breytingarnar, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Verulega ólíklegt er að tillögurnar verði nokkurn tímann samþykktar. Þær njóta þó stuðnings minnst eins þingmanns í Oregon. Sá heitir Gary Leif. „Ef Portland er að reyna að splundra ríkinu Oregon, þá eru þeir að standa sig frábærlega og munu ýta frekar undir það að af þessu verði,“ sagði Leif við Washington Post. „Það væri best að leifa Portland að vera Oregon og okkur að ganga til liðs við Idaho.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repúblikanar í Oregon líta til Idaho. Í fyrra fóru þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon í felur þegar til stóð að greiða atkvæði um lög sem sneru að loftslagsbreytingum. Einhverjir þingmannanna flúðu til Idaho. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Íhaldsmenn í Oregon í Bandaríkjunum vilja breyta landamærum nokkurra ríkja við vesturströnd Bandaríkjanna og færa samfélög íhaldsmanna inni í Idaho. Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. Forsvarsmenn fylkingarinnar segja að um „friðsama uppreisn“ sé að ræða. Fylking þessi ber nafnið Move Oregon‘s Border for a Greater Idaho, eða Færum landamæri Oregon fyrir landamæri Stærra Idaho. Hillary Clinton hlaut naum meirihluta atkvæða í Oregon í forsetakosningunum 2016 en Donald Trump vann í Idaho með nærri því 60 prósent atkvæða. Fylkingin hefur leitað til yfirvalda 18 sýslna í Oregon vegna málsins og er að safna undirskriftum íbúa. Til þess að fá tillöguna í næstu kosningar þarf undirskriftir minnst sex prósenta íbúa. Leiðtogi samtakanna sagði Washington Post að næsta skref yrði að fá sýslur norðurhluta Kaliforníu, þar sem íbúar þykja einnig íhaldssamir, til að ganga sömuleiðis til liðs við hið nýja Idaho. Þing beggja ríkjanna og Bandaríkjanna allra yrðu að samþykkja breytingarnar, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Verulega ólíklegt er að tillögurnar verði nokkurn tímann samþykktar. Þær njóta þó stuðnings minnst eins þingmanns í Oregon. Sá heitir Gary Leif. „Ef Portland er að reyna að splundra ríkinu Oregon, þá eru þeir að standa sig frábærlega og munu ýta frekar undir það að af þessu verði,“ sagði Leif við Washington Post. „Það væri best að leifa Portland að vera Oregon og okkur að ganga til liðs við Idaho.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repúblikanar í Oregon líta til Idaho. Í fyrra fóru þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon í felur þegar til stóð að greiða atkvæði um lög sem sneru að loftslagsbreytingum. Einhverjir þingmannanna flúðu til Idaho.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira