Íhaldsmenn í minnihluta vilja flytja landamæri Oregon Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2020 12:11 Kort sem sýnir landamæri Stærra Idaho. Íhaldsmenn í Oregon í Bandaríkjunum vilja breyta landamærum nokkurra ríkja við vesturströnd Bandaríkjanna og færa samfélög íhaldsmanna inni í Idaho. Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. Forsvarsmenn fylkingarinnar segja að um „friðsama uppreisn“ sé að ræða. Fylking þessi ber nafnið Move Oregon‘s Border for a Greater Idaho, eða Færum landamæri Oregon fyrir landamæri Stærra Idaho. Hillary Clinton hlaut naum meirihluta atkvæða í Oregon í forsetakosningunum 2016 en Donald Trump vann í Idaho með nærri því 60 prósent atkvæða. Fylkingin hefur leitað til yfirvalda 18 sýslna í Oregon vegna málsins og er að safna undirskriftum íbúa. Til þess að fá tillöguna í næstu kosningar þarf undirskriftir minnst sex prósenta íbúa. Leiðtogi samtakanna sagði Washington Post að næsta skref yrði að fá sýslur norðurhluta Kaliforníu, þar sem íbúar þykja einnig íhaldssamir, til að ganga sömuleiðis til liðs við hið nýja Idaho. Þing beggja ríkjanna og Bandaríkjanna allra yrðu að samþykkja breytingarnar, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Verulega ólíklegt er að tillögurnar verði nokkurn tímann samþykktar. Þær njóta þó stuðnings minnst eins þingmanns í Oregon. Sá heitir Gary Leif. „Ef Portland er að reyna að splundra ríkinu Oregon, þá eru þeir að standa sig frábærlega og munu ýta frekar undir það að af þessu verði,“ sagði Leif við Washington Post. „Það væri best að leifa Portland að vera Oregon og okkur að ganga til liðs við Idaho.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repúblikanar í Oregon líta til Idaho. Í fyrra fóru þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon í felur þegar til stóð að greiða atkvæði um lög sem sneru að loftslagsbreytingum. Einhverjir þingmannanna flúðu til Idaho. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Íhaldsmenn í Oregon í Bandaríkjunum vilja breyta landamærum nokkurra ríkja við vesturströnd Bandaríkjanna og færa samfélög íhaldsmanna inni í Idaho. Þeir segjast þreyttir á því að atkvæði þeirra drukkni í atkvæðum frjálslyndra kjósenda í fjölmennum borgum ríkisins og þá sérstaklega Portland. Forsvarsmenn fylkingarinnar segja að um „friðsama uppreisn“ sé að ræða. Fylking þessi ber nafnið Move Oregon‘s Border for a Greater Idaho, eða Færum landamæri Oregon fyrir landamæri Stærra Idaho. Hillary Clinton hlaut naum meirihluta atkvæða í Oregon í forsetakosningunum 2016 en Donald Trump vann í Idaho með nærri því 60 prósent atkvæða. Fylkingin hefur leitað til yfirvalda 18 sýslna í Oregon vegna málsins og er að safna undirskriftum íbúa. Til þess að fá tillöguna í næstu kosningar þarf undirskriftir minnst sex prósenta íbúa. Leiðtogi samtakanna sagði Washington Post að næsta skref yrði að fá sýslur norðurhluta Kaliforníu, þar sem íbúar þykja einnig íhaldssamir, til að ganga sömuleiðis til liðs við hið nýja Idaho. Þing beggja ríkjanna og Bandaríkjanna allra yrðu að samþykkja breytingarnar, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Verulega ólíklegt er að tillögurnar verði nokkurn tímann samþykktar. Þær njóta þó stuðnings minnst eins þingmanns í Oregon. Sá heitir Gary Leif. „Ef Portland er að reyna að splundra ríkinu Oregon, þá eru þeir að standa sig frábærlega og munu ýta frekar undir það að af þessu verði,“ sagði Leif við Washington Post. „Það væri best að leifa Portland að vera Oregon og okkur að ganga til liðs við Idaho.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Repúblikanar í Oregon líta til Idaho. Í fyrra fóru þingmenn Repúblikanaflokksins í Oregon í felur þegar til stóð að greiða atkvæði um lög sem sneru að loftslagsbreytingum. Einhverjir þingmannanna flúðu til Idaho.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira