Körfubolti

Körfuboltakvöld: „Ég held að sú dolla sé alveg klár“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar

Í Framlengingunni í Körfuboltakvöldi sem var síðasta föstudag var almennt samþykki að Stjarnan væri orðin deildarmeistari. Þá voru ýmis áhugaverð málefni rætt.

Kjartan Atli Kjartansson spurði þá Hermann Hauksson, Teit Örlygsson og Kristinn Friðriksson spjörunum úr. 

Hvaða Bosman leikmann væruð þið til í að sjá í landsliðinu?

Menn voru ekki alveg sammála hér.

Hefði Teitur Örlygsson tekið Eric Katenda til liðsins?

Mögulega var Teitur á bakvið skiptin en Kjartan Atli grínaðist með það að Teitur væri á bakvið tjöldin hjá Njarðvík.

Besta varnarlið deildarinnar?

Menn reyndust ekki alveg sammála þegar kom að þeirri spurningu og var ákveðið lið af Suðurnesjum óvænt í umræðunni.

Er Stjarnan orðið deildarmeistari?

Menn voru sammála þegar kom að þeirri spurningu.

Eru KR-ingar orðnir líklegastir eftir komu Mike DiNunno? Þá voru þeir spurðir hvort þeir hefði tekið skiptum KR liðsins fyrir tímabil.

Menn voru nú ekki alveg sammála hér þó svo að KR-ingar séu komnir með mjög góðan níu manna leikmannahóp. Aðspurðir hvort þeir hefðu tekið skiptum KR fyrir tímabil þá myndaðist umræða mikil.

KR-ingar misstu þá Julian Boyd, Pavel Ermolinskij og Björn Kristjánsson (í meiðsli) en fengu inn bræðurna Jakob Örn Sigurðarson og Matthías Orra. Þá komu Michael Craion og Brynjar Þor Björnsson aftur í Vesturbæinn.

Innslagið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×