Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 06:42 Frá vinnustöðvun heilbrigðisstarfsfólks í Hong Kong. Vísir/EPA Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Heilbrigðisstarfsfólk í Hong Kong er nú í verkfalli og krefst þess að landamærum sjálfsstjórnarhéraðsins að meginlandi Kína verði lokað. Grunur er um yfir 21 þúsund tilfelli veirunnar og þá eru um 150 þúsund manns undir eftirliti lækna. 475 hafa náð sér af veirunni. Líkt og komið hefur fram hafa nú fleiri smitast af Wuhan-veirunni en Sars-veirunni árin 2002-2003. Dánarhlutfall í tilviki þeirrar fyrrnefndu er þó lægra, sem þykir benda til þess að hún sé ekki jafnbanvæn og Sars. Útbreiðsla veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á kínverskt samfélag. Markaðir í Kína tóku til að mynda dýfu er þeir opnuðu í morgun í fyrsta sinn síðan 23. janúar, þegar aðeins 17 höfðu látist af veirunni. Þá hafa hundruð heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong nú lagt niður störf vegna veirunnar. Verkfallið nær til þeirra sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa allar lestar- og ferjusamgöngur milli Kína og sjálfstjórnarhéraðsins verið stöðvaðar til að stemma stigu við faraldrinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu í Hong Kong í dag en munu leggja niður störf á morgun, verði stjórnvöld ekki að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Alls hafa 15 tilfelli Wuhan-veirunnar greinst í Hong Kong. Kínversk yfirvöld hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna veirunnar. Ráðist var í byggingu neyðarsjúkrahúsa í Wuhan og það fyrra, sem reis á aðeins átta dögum, var opnað í dag. Gert er ráð fyrir að hinn spítalinn verði tekinn í notkun á miðvikudag. Þá var fyrsta andlát af völdum veirunnar utan Kína staðfest í gær á Filippseyjum. Hinn látni var karlmaður á fimmtugsaldri. Mörg ríki heimsins hafa auk þess gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína. Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35 Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína. Heilbrigðisstarfsfólk í Hong Kong er nú í verkfalli og krefst þess að landamærum sjálfsstjórnarhéraðsins að meginlandi Kína verði lokað. Grunur er um yfir 21 þúsund tilfelli veirunnar og þá eru um 150 þúsund manns undir eftirliti lækna. 475 hafa náð sér af veirunni. Líkt og komið hefur fram hafa nú fleiri smitast af Wuhan-veirunni en Sars-veirunni árin 2002-2003. Dánarhlutfall í tilviki þeirrar fyrrnefndu er þó lægra, sem þykir benda til þess að hún sé ekki jafnbanvæn og Sars. Útbreiðsla veirunnar hefur haft víðtæk áhrif á kínverskt samfélag. Markaðir í Kína tóku til að mynda dýfu er þeir opnuðu í morgun í fyrsta sinn síðan 23. janúar, þegar aðeins 17 höfðu látist af veirunni. Þá hafa hundruð heilbrigðisstarfsmanna í Hong Kong nú lagt niður störf vegna veirunnar. Verkfallið nær til þeirra sem ekki teljast „ómissandi“ innan geirans. Þeir krefjast þess að landamærum Hong Kong og meginlands Kína verði lokað til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þegar hafa allar lestar- og ferjusamgöngur milli Kína og sjálfstjórnarhéraðsins verið stöðvaðar til að stemma stigu við faraldrinum. Læknar og hjúkrunarfræðingar mæta til vinnu í Hong Kong í dag en munu leggja niður störf á morgun, verði stjórnvöld ekki að kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Alls hafa 15 tilfelli Wuhan-veirunnar greinst í Hong Kong. Kínversk yfirvöld hafa gripið til víðtækra ráðstafana vegna veirunnar. Ráðist var í byggingu neyðarsjúkrahúsa í Wuhan og það fyrra, sem reis á aðeins átta dögum, var opnað í dag. Gert er ráð fyrir að hinn spítalinn verði tekinn í notkun á miðvikudag. Þá var fyrsta andlát af völdum veirunnar utan Kína staðfest í gær á Filippseyjum. Hinn látni var karlmaður á fimmtugsaldri. Mörg ríki heimsins hafa auk þess gert ráðstafanir til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Rússland hefur þannig lokað landamærum sínum að Kína og Ástralía og Bandaríkin hafa bannað ferðalög erlendra ríkisborgara frá Kína.
Hong Kong Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35 Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13 Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vísað úr flugi eftir að hann neitaði að taka af sér gasgrímu Vísa þurfti manni úr flugi bandaríska flugfélagsins American Airlines þegar hann neitaði ítrekað að taka af sér gasgrímu, sem olli skelfingu meðal annarra farþega. 1. febrúar 2020 15:35
Umræðan um Wuhan-veiruna ekki stormur í vatnsglasi Sóttvarnarlæknir segir umfjöllun um Wuhan-kórónaveiruna ekki vera storm í vatnsglasi. Hana verði að taka alvarlega og deildarstjóri almannavarna tekur í sama streng. 2. febrúar 2020 13:13
Fyrsta andlátið af völdum Wuhan-veirunnar utan Kína staðfest Karlmaður á fimmtugsaldri lést í Filippseyjum af völdum Wuhan-kórónaveirunnar svokölluðu. Andlát hans er það fyrsta af völdum veirunnar utan Kína, en þar á veiran uppruna sinn. 2. febrúar 2020 07:31