Viðskipti innlent

Pósturinn getur ekki sent til Kína vegna Wuhan-veirunnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erlend flugfélög sem þjónusta Póstinn fljúga ekki lengur til Kína, í bili.
Erlend flugfélög sem þjónusta Póstinn fljúga ekki lengur til Kína, í bili. Vísir/Vilhelm

Ekki er hægt að senda sendingar með Póstinum til Kína. Ástæðan er sú að þau flugfélög sem þjónusta Póstinn eru hætt að fljúga til landsins vegna Wuhan-veirunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum þar sem jafnframt kemur fram að erfitt sé að segja til um hversu lengi þetta ástand muni vara.

„Því miður er þessi staða komin upp, það lá í loftinu í síðustu viku að það yrði mjög erfitt að halda uppi þjónustu til og frá Kína en við vonuðumst til þess að við myndum ekki þurfa að loka alveg fyrir póstflutninga þangað. Við getum í raun lítið gert þar sem okkar þjónustuaðilar eru hættir að taka við sendingum til landsins,“ er haft eftir Herði Jónssyni, framkvæmdastjóra rekstarsviðs Póstsins.

Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína.


Tengdar fréttir

Yfir 17 þúsund tilfelli Wuhan-veiru staðfest

Staðfest tilfelli Wuhan-kórónaveirusmits eru nú orðin alls 17.205. Þá hefur 361 látist af völdum veirunnar, samkvæmt nýjum tölum frá heilbrigðisyfirvöldum í Kína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×