Fundu hlýsjó undir viðkvæmri ísbreiðu á Suðurskautslandinu Kjartan Kjartansson skrifar 3. febrúar 2020 13:09 Thwaites-jökullinn á Suðurskautslandinu er risavaxinn og afskekktur. Erfitt hefur reynst að gera beinar mælingar á ísnum þar fram til þessa. NASA/OIB/Jeremy Harbeck Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast. Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Sjór undir risavöxnum og viðkvæmum jökli á Vestur-Suðurskautslandinu reyndist meira en tveimur gráðum ofar frostmarki á þeim slóðum við nýlegar rannsóknir vísindamanna þar. Þetta eru fyrstu beinu mælingar á hitastigi sjávar undir jökli og styður tilgátu um að hlýr sjór stuðli að stórfelldri bráðnun jökla. Áætlað er að Thwaites-jökullinn á vestanverðu Suðurskautslandinu hafi tapað meira en 600 milljörðum tonna íss á undanförnum áratugum og allt að fimmtíu milljörðum tonn árlega síðustu árin. Tilgáta vísindamanna er að hlýr sjór komist að og undir jökulinn og stuðli að bráðnun. Aðgengi að jöklinum er hins vegar erfitt og því hafa beinar athuganir ekki staðfest það fyrr en nú. Bandarískir og breskir vísindamenn boruðu allt að 600 metra í gegnum austanverðan Thwaites-jökulinn á skilunum þar sem berggrunninum sleppir og ísinn byrjar að fljóta á sjónum. Sjávarhitinn þar mældist í kringum núll gráður, meira en tveimur gráðum yfir frostmarki á þessum slóðum. „Þetta er virkilega, virkilega slæmt. Þetta eru ekki sjálfbærar aðstæður fyrir jökulinn,“ segir David Holland, jöklafræðingur við New York-háskóla, við Washington Post. Thwaites-jökullinn er talinn sérstaklega viðkvæmur fyrir bráðnun og því líklegur til að geta valdið umtalsverðri hækkun sjávarstöðu á jörðinni. Jökullinn er sérstaklega breiður og snúa um 120 kílómetrar hans að sjónum. Engir drangar eða fjöll eru heldur til að aftra skriði hans út í hafið. Þá er jökullinn sagður verða enn þykkari inn til landsins sem er talið auka enn á mögulegan óstöðugleika hans og flýta skriði hans. Vísbendingar eru um að Vestur-Suðurskautslandið hafi verið íslaust fyrir um 100.000 árum. Vísindamenn óttast að bráðun vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti hafa hrint af stað ferli sem leiðir til þess að svæðið verði aftur opið haf. Það þýddi veruleg hækkun sjávarstöðu sem ætti sér stað yfir hundruð ára og myndi ógna strandbyggðum á jörðinni. Sjávarstaða við Ísland er viðkvæm fyrir bráðnun á suðurskautinu. Spáð er því að hækkun yfirborðs sjávar við Íslandsstrendur vegna bráðnunar jökla og varmaútþennslu sjávar verði mögulega aðeins 30-40% af hnattrænu meðaltali. Ástæðan er bráðnun Grænlandsjökuls. Jökullinn er svo massamikill að þyngdarsvið hans hífir upp sjávarstöðu í nágrenni hans, þar á meðal við Ísland. Með stórfelldri bráðnun Grænlandsjökuls dregur úr þessum þyngdaráhrifum og yfirborð sjávar lækkar í nágrenni hans á sama tíma og bráðnunarvatnið hækkar yfirborðið sunnar á hnettinum. Verði skyndilegt hrun í ísnum á Suðurskautslandinu gætu spár um sjávarstöðuhækkun við Ísland tvöfaldast.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30 Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15 Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars ósnortnu heimsálfu. 25. janúar 2020 16:30
Risastór ísjaki losnaði á Suðurskautslandinu Jakinn er um 1.600 ferkílómetrar að flatarmáli eða á stærð við stórborgina London og nærliggjandi bæi. 1. október 2019 08:15
Bráðnun Grænlandsjökuls á við allra minni jökla samanlagt Stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu og hvernig þær bregðast við hnattrænni hlýnun af völdum manna ræður nú mestu um þróun sjávarstöðu á jörðinni næstu áratugina og aldirnar. 25. september 2019 15:15