Erlent

Kona lést og sex særðust í skotárás í Kaliforníu

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rúta, með fjörutíu farþegum um borð, var á leið áleiðis til San Francisco þegar árásarmaður hóf skyndilega skothríð í rútunni.
Rúta, með fjörutíu farþegum um borð, var á leið áleiðis til San Francisco þegar árásarmaður hóf skyndilega skothríð í rútunni. Google Maps

Kona lést og sex særðust þegar maður hóf skyndilega skotárás um borð í rútu sem var á leið frá Los Angeles til San Francisco.

Árásin átti sér stað klukkan hálf tíu í morgun að íslenskum tíma þegar rútan var komin skammt frá Los Angeles. Í rútunni voru um fjörutíu farþegar.

Þegar skothríðin var yfirstaðin nam rútubílstjórinn staðar nærri Fort Tejon. Árásarmaðurinn skildi skotvopnið eftir í einu sætanna og hélt út en hann var handtekinn skömmu síðar og hnepptur í gæsluvarðhald.

Lögregluyfirvöld í Kaliforníu eru að svo stöddu einskis vísari um tilefni árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×