Enski boltinn

Sungu nafn Kobe undir lok leiksins í sigrinum á San Antonio | Mynd­band

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron fagnar í nótt.
LeBron fagnar í nótt. vísir/getty

Los Angeles Lakers var í eldlínunni í NBA-körfuboltanum í nótt er þeir unnu sterkan heimasigur gegn San Antonio Spurs, 129-102.

Þetta var þriðji leikur Lakers eftir fráfall Kobe Bryant og annar sigurinn en þeir töpuðu fyrsta leiknum eftir að Kobe féll frá.

LeBron James lék á alls oddi. Hann skoraði 36 stig, gaf níu stoðsendingar og tók sjö fráköst en Kyle Kuzma og Anthony Davis gerðu 18 stig hvor.







Gríska fríkið, Giannis Antetokounmpo, átti enn einn stórleikinn fyrir Milwaukee sem vann 120-108 sigur á New Orleans á útivelli.

Giannis skoraði 34 stig og tók 17 fráköst en Ben Ingram skoraði 32 stig fyrir New Orleans. 43. sigur Milwaukee í 50 leikjum.

Houston er búið að vinna þrjá leiki í röð en þeir unnu 125-110 sigur á Charlotte í nótt. Enn eina ferðina skoraði James Harden 40 stig eða meira en hann skoraði 40 stig í nótt og gaf tólf stoðsendingar.







Öll úrslit næturinnar:

Milwaukee - New Orleans 120-108

Charlotte - Houston 110-125

Portland - Denver 99-127

San Antonio - LA Lakers 102-129




Fleiri fréttir

Sjá meira


×