Reðasafnið flytur undir H&M Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. febrúar 2020 16:15 Nýju heimkynni reðasafnsins verða á Hafnartorgi. Vísir/Vilhelm Hið íslenzka reðasafn flytur með vorinu, eftir að hafa staðið við Hlemm undanfarin níu ár. Hjörtur Gísli Sigurðsson, reðurfræðingur og safnstjóri, segir gamla húsnæðið við Laugaveg 116 varla hafa staðið lengur undir starfseminni. Undirbúningur flutninga sé því hafinn og stendur til að opna á nýjum stað á Hafnartorgi innan nokkurra mánaða. Á fasteignavef Vísis er búið að auglýsa gamla rými Reðasafnsins til sölu; 590 fermetrar húsnæði og þar af 340 fermetra kjallari. Þangað flutti Reðasafnið árið 2011 frá Húsavík, að frumkvæði Hjartar sem hafði þá nýtekið við stjórnartaumunum á safninu af föður sínum, Sigurði Hjartarsyni. Sjá einnig: Búrhvalstyppið stendur upp úr Nú er aftur komið að flutningum að sögn Hjartar. Safninu býðst 700 fermetra rými á Hafnartorgi sem býður upp á útvíkkun starfseminnar. Til að mynda hafi lengi verið í myndinni að opna kaffiaðstöðu á safninu, sem gamla húsnæðið bauð ekki upp á, auk þess sem sýningargripirnir munu fá meira andrými. Nýja rýmið er í kjallara, undir H&M, og verður gengið inn á safnið frá nýju göngugötunni. Hjörtur kveðst spenntur fyrir flutningunum og segir góðan gang í framkvæmdum. Hann segist því vonast til að geta tekið á móti gestum á nýja staðnum í mars eða apríl næstkomandi. Reykjavík Söfn Tengdar fréttir Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur „Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. 13. apríl 2011 08:00 Áttavilltir ferðamenn í leit að typpum komu þingkonu á kortið Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, deildi mynd af skondinni tilkynningu til ferðamanna á Twitter-reikningi sínum en yfir hundrað þúsund notenda hafa nú "líkað við“ færsluna. 14. mars 2018 20:00 Búrhvalstyppið stendur upp úr Hið íslenzka reðasafn varð tuttugu ára í síðustu viku. Safnið er alltaf jafn vinsælt, sérstaklega meðal útlendinga. Limurinn af búrhval og mannslimurinn vekja einna mestu athygli. 28. ágúst 2017 13:45 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Hið íslenzka reðasafn flytur með vorinu, eftir að hafa staðið við Hlemm undanfarin níu ár. Hjörtur Gísli Sigurðsson, reðurfræðingur og safnstjóri, segir gamla húsnæðið við Laugaveg 116 varla hafa staðið lengur undir starfseminni. Undirbúningur flutninga sé því hafinn og stendur til að opna á nýjum stað á Hafnartorgi innan nokkurra mánaða. Á fasteignavef Vísis er búið að auglýsa gamla rými Reðasafnsins til sölu; 590 fermetrar húsnæði og þar af 340 fermetra kjallari. Þangað flutti Reðasafnið árið 2011 frá Húsavík, að frumkvæði Hjartar sem hafði þá nýtekið við stjórnartaumunum á safninu af föður sínum, Sigurði Hjartarsyni. Sjá einnig: Búrhvalstyppið stendur upp úr Nú er aftur komið að flutningum að sögn Hjartar. Safninu býðst 700 fermetra rými á Hafnartorgi sem býður upp á útvíkkun starfseminnar. Til að mynda hafi lengi verið í myndinni að opna kaffiaðstöðu á safninu, sem gamla húsnæðið bauð ekki upp á, auk þess sem sýningargripirnir munu fá meira andrými. Nýja rýmið er í kjallara, undir H&M, og verður gengið inn á safnið frá nýju göngugötunni. Hjörtur kveðst spenntur fyrir flutningunum og segir góðan gang í framkvæmdum. Hann segist því vonast til að geta tekið á móti gestum á nýja staðnum í mars eða apríl næstkomandi.
Reykjavík Söfn Tengdar fréttir Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur „Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. 13. apríl 2011 08:00 Áttavilltir ferðamenn í leit að typpum komu þingkonu á kortið Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, deildi mynd af skondinni tilkynningu til ferðamanna á Twitter-reikningi sínum en yfir hundrað þúsund notenda hafa nú "líkað við“ færsluna. 14. mars 2018 20:00 Búrhvalstyppið stendur upp úr Hið íslenzka reðasafn varð tuttugu ára í síðustu viku. Safnið er alltaf jafn vinsælt, sérstaklega meðal útlendinga. Limurinn af búrhval og mannslimurinn vekja einna mestu athygli. 28. ágúst 2017 13:45 Mest lesið Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Sjá meira
Ætlar að flytja Reðursafnið til Reykjavíkur „Ég á þrjár dætur og einn son og það voru allir sammála um að hann tæki við þessu þegar ég hætti,“ segir Sigurður Hjartarson, stofnandi og starfsmaður Reðasafnsins á Húsavík. 13. apríl 2011 08:00
Áttavilltir ferðamenn í leit að typpum komu þingkonu á kortið Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingkona Pírata, deildi mynd af skondinni tilkynningu til ferðamanna á Twitter-reikningi sínum en yfir hundrað þúsund notenda hafa nú "líkað við“ færsluna. 14. mars 2018 20:00
Búrhvalstyppið stendur upp úr Hið íslenzka reðasafn varð tuttugu ára í síðustu viku. Safnið er alltaf jafn vinsælt, sérstaklega meðal útlendinga. Limurinn af búrhval og mannslimurinn vekja einna mestu athygli. 28. ágúst 2017 13:45