Farþegar lýsa aðstæðum um borð í tyrknesku vélinni: „Það voru hróp og öskur“ Eiður Þór Árnason skrifar 6. febrúar 2020 20:00 Rannsókn á aðdrögum slyssins stendur enn yfir. Vísir/AP Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Tyrklandi í gær þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum í Istanbúl. 183 voru um borð í vélinni frá tólf löndum. Tyrknesk yfirvöld segja að hinir látnu séu allir tyrkneskir ríkisborgarar. Farþegar þotunnar, sem var að gerð Boeing 737, lýsa því hvernig þeim fannst vélin lækka flug sitt með óvenjumiklum hraða sem hafi leitt til ofsahræðslu um borð. Mikil rigning og vindasamt var á flugvellinum við lendingu og rann flugvélin um fimmtíu til sextíu metra áður en hún lenti í þrjátíu metra djúpum skurði, að sögn yfirvalda. „Á þessum hraða held ég að hún hafi ekki náð að stöðva. Þetta gerðist allt á tveimur til þremur sekúndum,“ sagði Engin Demir, einn þeirra slösuðu, í samtali við AP-fréttastofuna. Hann segist um tíma hafa verið fastur undir braki sem féll á hann úr farangurshólfi vélarinnar. „Það voru hróp og öskur. Ég reyndi að róa fólkið í kringum mig niður. Hjálp barst fljótlega,“ bætti Demir við. Alper Kulu, annar farþegi vélarinnar, greindi frá því að vélin hafi sveiflast til og frá á flugbrautinni eftir lendingu áður en hún lenti í djúpum skurðinum. „Það voru hróp og ofsahræðsla. Allir voru að kalla eftir aðstoð. Ég heyrði tilkynnt um það að vélin gæti sprungið.“ Kulu var fljótur að koma sér úr vélinni þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og klifraði upp úr skurðinum af ótta við að vélin myndi springa. Slysið átti sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Þrír eru nú látnir og 180 taldir slasaðir eftir flugslysið í Tyrklandi í gær þar sem farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. Síðast var greint frá því í gærkvöldi að 157 væru taldir slasaðir eftir slysið sem átti sér stað á Sabiha Gokcen flugvellinum í Istanbúl. 183 voru um borð í vélinni frá tólf löndum. Tyrknesk yfirvöld segja að hinir látnu séu allir tyrkneskir ríkisborgarar. Farþegar þotunnar, sem var að gerð Boeing 737, lýsa því hvernig þeim fannst vélin lækka flug sitt með óvenjumiklum hraða sem hafi leitt til ofsahræðslu um borð. Mikil rigning og vindasamt var á flugvellinum við lendingu og rann flugvélin um fimmtíu til sextíu metra áður en hún lenti í þrjátíu metra djúpum skurði, að sögn yfirvalda. „Á þessum hraða held ég að hún hafi ekki náð að stöðva. Þetta gerðist allt á tveimur til þremur sekúndum,“ sagði Engin Demir, einn þeirra slösuðu, í samtali við AP-fréttastofuna. Hann segist um tíma hafa verið fastur undir braki sem féll á hann úr farangurshólfi vélarinnar. „Það voru hróp og öskur. Ég reyndi að róa fólkið í kringum mig niður. Hjálp barst fljótlega,“ bætti Demir við. Alper Kulu, annar farþegi vélarinnar, greindi frá því að vélin hafi sveiflast til og frá á flugbrautinni eftir lendingu áður en hún lenti í djúpum skurðinum. „Það voru hróp og ofsahræðsla. Allir voru að kalla eftir aðstoð. Ég heyrði tilkynnt um það að vélin gæti sprungið.“ Kulu var fljótur að koma sér úr vélinni þrátt fyrir að vera handleggsbrotinn og klifraði upp úr skurðinum af ótta við að vélin myndi springa. Slysið átti sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi.
Fréttir af flugi Tyrkland Tengdar fréttir 120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39 Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02 Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Talið er að 177 manns hafi verið um borð í farþegaflugvél sem rann út af flugbrautinni við Istanbúl í Tyrklandi. 5. febrúar 2020 16:39
Einn nú látinn eftir flugslysið í Istanbúl og 157 slasaðir Einn er nú sagður látinn eftir flugslysið sem átti sér stað á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta. 5. febrúar 2020 21:02