Viðskipti innlent

Fasteignasölur sameinast

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Júlíus Jóhannesson og Monika Hjálmtýsdóttir eru nýir meðeigendur.
Júlíus Jóhannesson og Monika Hjálmtýsdóttir eru nýir meðeigendur.

Fasteignasölurnar Landmark og Kaupsýslan hafa sameinast undir heitinu Landmark/ Kaupsýslan fasteignamiðlun. Monika Hjálmtýsdóttir og Júlíus Jóhannesson eru nýir meðeigendur í sameinuðu félagi. Aðrir eigendur eru Andri Sigurðsson, Sigurður Samúelsson, Sveinn Eyland Garðarsson og Þórey Ólafsdóttir .

Landmark, sem hóf starfsemi árið 2010, sameinaðist Smáranum fasteignamiðlun árið 2017 sem stofnað var árinu áður. Kaupsýslan tók til starfa árið 2012. Í sameinuðu félagi Kaupsýslunnar og Landmarks munu starfa 16 starfsmenn, að því er fram kemur í tilkynningu frá aðstandendum félagsins. Allir fasteignasalar þess eru jafnframt sagðir meðlimir í Félagi fasteignasala.

Haft er eftir fyrrnefndri Moniku í tilkynningunni að með sameiningunni sé vonast eftir mikilvægum samlegðaráhrifum, sem ætlað er að bæta þjónustu sameinaðs félags við viðskiptavini.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×