Erlent

Fjórar fjallagórillur létust þegar þær urðu fyrir eldingu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Górillurnar voru fjórar og ein þeirra var þunguð.
Górillurnar voru fjórar og ein þeirra var þunguð. getty/Thierry Falise

Fjórar sjaldgæfar fjallagórillur, þar á meðal þungað kvendýr, dóu í Úganda eftir að þær urðu fyrir eldingu. Þetta segja dýraverndunarsamtök.

Þrjú fullvaxta kvendýr voru í hópnum og einn karlkyns górilluungi en þau fundust látin í Mgahinga þjóðgarðinum í Úganda með mikla áverka sem bentu til raflosts.

Náttúruverndarsamtök á svæðinu segja þetta mikinn miss en aðeins eru rétt rúmlega þúsund fjallagórillur eftir. Stofninn heldur sig aðeins til á ákveðnum vernduðum svæðum í Austur-Kongó, Rúanda og Úganda.

Aðeins rétt rúmlega þúsund dýr eru eftir af tegund fjallagórilla.getty/Thierry Falise

Dýrin fjögur sem létust voru hluti af sautján dýra hópi, sem hefur verið kallaður Hirwa fjölskyldan af yfirvöldum.

Hirwa fjölskyldan fluttist yfir landamærin frá Rúanda inn í Úganda í fyrra og hefur síðan búið í Mgahinga þjóðgarðinum. Mgahinga er í Virunga Massif fjallgarðinum sem liggur á landamærum Úganda, Rúanda og Austur-Kongó.

Fjölskyldumeðlimirnir þrettán sem eru eftirlifandi í Hirwa fjölskyldunni eru öll heil á húfi og matast.

Verið er að bíða eftir niðurstöðum úr krufningu til að staðfesta hver dánarorsökin var. Gert er ráð fyrir að það komi í ljós innan þriggja vikna.

Árið 2018 komst tegund fjallagórilla af lista yfir dýr í mikilli útrýmingarhættu í kjölfar drastískra björgunaraðgerða.


Tengdar fréttir

Simpansar og górillur drápust í eldsvoða

Eldsvoði á nýársnótt varð yfir 30 dýrum í Krefeld-dýragarðinum í Þýskalandi að bana á nýársnótt. Lögreglan telur að flugeldar gætu hafa valdið eldinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×