Innlent

Vörubíll hafnaði utan vegar á Reynisfjalli

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Reynisfjalli.
Mynd úr vefmyndavél Vegagerðarinnar á Reynisfjalli.

Stöðva þurfti umferð á Reynisfjalli í skamman tíma seinni partinn í dag þegar vörubíll rann út af veginum á Gatnabrún. Enginn slasaðist en tveir voru í vörubílnum og valt hann ekki. Verið er að hleypa umferð fram hjá slysstaðnum.

Ívar Páll Bjartmarsson, slökkviliðsstjóri á Vík, segir að það muni taka einhvern tíma að koma bílnum aftur upp á veg en umferð verður hleypt áfram á meðan.

Vegagerðin segir hálku eða hálkubletti víðast hvar á landinu. Þar að auki hafi hlýindi síðustu daga víða valdið skemmdum á vegum. Ásþungi hefur víða verið takmarkaður við tíu tonn, vegna hættu á slitlagsskemmdum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×