Íslenski boltinn

Eiður Smári: Tókum Stjörnuna í pínu kennslustund í fyrri hálfleik

Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar
Eiður Smári var ekki sáttur í leikslok.
Eiður Smári var ekki sáttur í leikslok. mynd/stöð 2

Eiður Smári Guðjohnsen, annar af þjálfurum FH í Pepsi Max deildinni í knattspyrnu, var eðlilega mjög svekktur með dramatískt 2-1 tap liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. Halldór Orri Björnsson skoraði sigurmark leiksins þegar leiktíminn var liðinn, það er venjulegur sem og uppgefinn uppbótartími.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Stjarnan vinnur dramatískan sigur í Kaplakrika með marki í uppbótartíma.

„Ótrúlega svekkjandi að hafa fengið á sig mark á 90. mínútu, sérstaklega eftir að hafa jafnað leikinn“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH eftir 2-1 gegn Stjörnunni í kvöld

„Við sýndum okkar besta fótbolta í byrjun leiks, ég held að við höfum bara tekið Stjörnuna í pínu kennslustund. Enn því miður náðum við ekki að nýta okkur það með marki, þá hefði leikurinn líklegast spilast allt öðruvísi.“

„Svona miðað við spilamennskuna okkar á stórum kafla þá fannst mér þetta ekki endilega sanngjörn úrslit en þú færð yfirleitt út úr leikjum það sem þú átt skilið“

FH jafnaði leikinn með marki frá Steven Lennon undir lok leiks þá manni færri eftir að Guðmundur Kristjánsson fékk rautt spjald um miðbik síðari hálfleiks.

„Í svona stórleik er alltaf erfitt að missa mann af velli. Ég hef svo sem ekkert um þau atvik að segja en við sýndum karakter í að koma til baka eftir það og jafna leikinn“

„Enn svekkjandi að fá svo mark í andlitið þegar það eru hvað, sjö sekúndur eftir“ sagði Eiður Smári, vissulega svekktur að leikslokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×