Vilja fjögurra daga vinnuviku til að hindra stórfelldar uppsagnir Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 08:06 Frá verksmiðju Volkswagen í Zwickau. Getty Stærsta stéttarfélag Þýskalands, IG Metall, hefur lagt til að fjögurra daga vinnuviku verði komið á í landinu til að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir í þýskum iðnaði og bílaframleiðslu. Heimsfaraldurinn hefur, líkt og í öðrum löngum, haft mikil áhrif á þýskt efnahagslíf. Þýskir fjölmiðlar greindu frá tillögu IG Metall nú um helgina, en um er að ræða útspil stéttarfélagsins í aðdraganda kjaraviðræðna komandi vetrar. DW segir frá því að áður en til faraldursins kom hafi þýskur bílaiðnaður staðið frammi fyrir því að þurfa að ráðast í kerfislægar breytingar – aukna rafvæðingu, sjálfvirkni og aukna stafræna þróun. Segir Jörg Hoffman, forseti stéttarfélagsins, að styttri vinnuvika gæti reynst „svarið við þeim kerfislægu breytingum sem ráðast þurfi í innan til dæmis bílaiðnaðarins“. „Með þessum hætti verði hægt að viðhalda störfum í geiranum í stað þess að leggja störf niður,“ sagði Hoffman. IG Metall er stéttarfélag verkafólks sem starfar meðal annars hjá bílaframleiðendunum Audi, BMW og Porsche og er um að ræða stærsta stéttarfélag Evrópu. Alls starfa um 830 þúsund manns innan þýskrar bílaframleiðslum og standur geirinn fyrir um fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Þýskaland Kjaramál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stærsta stéttarfélag Þýskalands, IG Metall, hefur lagt til að fjögurra daga vinnuviku verði komið á í landinu til að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir í þýskum iðnaði og bílaframleiðslu. Heimsfaraldurinn hefur, líkt og í öðrum löngum, haft mikil áhrif á þýskt efnahagslíf. Þýskir fjölmiðlar greindu frá tillögu IG Metall nú um helgina, en um er að ræða útspil stéttarfélagsins í aðdraganda kjaraviðræðna komandi vetrar. DW segir frá því að áður en til faraldursins kom hafi þýskur bílaiðnaður staðið frammi fyrir því að þurfa að ráðast í kerfislægar breytingar – aukna rafvæðingu, sjálfvirkni og aukna stafræna þróun. Segir Jörg Hoffman, forseti stéttarfélagsins, að styttri vinnuvika gæti reynst „svarið við þeim kerfislægu breytingum sem ráðast þurfi í innan til dæmis bílaiðnaðarins“. „Með þessum hætti verði hægt að viðhalda störfum í geiranum í stað þess að leggja störf niður,“ sagði Hoffman. IG Metall er stéttarfélag verkafólks sem starfar meðal annars hjá bílaframleiðendunum Audi, BMW og Porsche og er um að ræða stærsta stéttarfélag Evrópu. Alls starfa um 830 þúsund manns innan þýskrar bílaframleiðslum og standur geirinn fyrir um fimm prósent af vergri landsframleiðslu.
Þýskaland Kjaramál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira