Foreldri borgar 150 þúsund krónum minna fyrir frístund í Fjarðabyggð en á Seltjarnarnesi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2020 13:26 Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Vísir/Vilhelm Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ. Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Munurinn á hæstu og lægstu gjöldum fyrir skóladagvistun og skólamat nemur 154.413 kr. á ári. Gjöldin hækkuðu mest hjá Seltjarnarnesbæ eða um 10,1% á einu ári en bærinn var fyrir hækkun með hæstu gjöldin. Ný verðlagskönnun á skóladagvistun og skólamat Alþýðusambands Íslands sýnir að heildargjöldin hækkuðu hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins. Umrædd hækkun sveitarfélaga reyndist þó í öllum tilfellum vera undir 2,5% að undanskildu Seltjarnarnesi sem sker sig út úr með rúmlega tíu prósenta hækkun á skóladagvist og skólamat á einu ári. Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, segir að hækkun hjá stærstu sveitarfélögunum sé ekki í samræmi við það sem um var samið í lífskjarasamningnum í vor. „Það er sérstaklega eitt sveitarfélag sem stendur út og er með alveg gríðarlegar hækkanir og það er Seltjarnarnes. Þar hækka gjöldin um 10,1 prósent á einu bretti á milli ára sem er mjög mikil hækkun á meðan öll hin sveitarfélögin eru þarna um eða undir 2,5%. Minnsta hækkunin er í Mosfellsbæ 0,7%.“ Seltjarnarnesbær var með hæstu gjöldin fyrir umrædda þjónustu áður en til hækkunarinnar kom. Hér hefur verðlagseftirlit ASÍ kortlagt kostnað fyrir eitt barn í skóladagvistun með hressingu og hádegismat.ASÍ „Við erum líka þarna að bera saman hvar hæstu og lægstu gjöldin eru og erum að sjá rosalegan mun á milli sveitarfélaga og ef tekinn er saman munurinn á gjöldum á milli sveitarfélaga á ársgrundvelli þá sjáum við um 150 þúsund króna mun á því hvað fólk borgar fyrir þessa þjónustu eftir því hvar það býr,“ segir Auður en lægstu gjöldin eru í Fjarðabyggð og hæstu hjá Seltjarnarnesbæ. Auður bendir á að fleiri þættir skipti máli í þessu samhengi, systkinaafsláttur sé einn þeirra. „Ef þú ert fleiri börn en eitt í skóladagvistun færðu yfirleitt afslátt fyrir annað og þriðja barn og það er mjög mikill munur á því hversu háir þessir afslættir eru og það getur skipt gríðarlegu máli ef fólk er með fleiri börn en eitt og þarna erum við að sjá að Reykjavíkurborg er með langmesta afsláttinn eða 100% afslátt fyrir hvert barn eftir það fyrsta en lægsti afslátturinn er hjá Reykjanesbæ sem býður 20% afslátt fyrir hvert barn eftir fyrsta,“ segir Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ.
Börn og uppeldi Fjarðabyggð Neytendur Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Skóladagvist og matur dýrust og hækkar mest á Seltjarnarnesi Heildargjöld fyrir skóladagvistun og skólamat hjá fimmtán stærstu sveitarfélögum landsins hækkuðu í öllum tilvikum milli ára. Hækkunin var um eða undir 2,5% nema í tilviki Seltjarnarness þar sem gjöldin hækkuðu um 10,1 prósent. 30. janúar 2020 10:54