Enski boltinn

Arsenal fær varnarmann á láni frá Southampton

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Southampton keypti Cédric Soares frá Sporting Lissabon 2015.
Southampton keypti Cédric Soares frá Sporting Lissabon 2015. vísir/getty

Arsenal hefur fengið Portúgalann Cédric Soares á láni frá Southampton.



Cédric, sem leikur í stöðu hægri bakvarðar, hefur leikið með Southampton síðan 2015, alls 134 leiki.

Hinn 28 ára Cédric hefur leikið 33 landsleiki fyrir Portúgal og var í portúgalska liðinu sem varð Evrópumeistari 2016. Hann byrjaði inn á í úrslitaleiknum gegn Frakklandi.

Áður en Cédric fór til Englands lék hann með Sporting í heimalandinu.

Arsenal er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Burnley á sunnudaginn.

Cédric er annar leikmaðurinn sem Arsenal fær í janúar. Í gær kom spænski miðvörðurinn Pablo Marí á láni frá Flamengo í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×