Hélt 23 börnum í gíslingu eftir að hafa boðið þeim í „afmælisveislu“ Sylvía Hall skrifar 31. janúar 2020 14:06 Lögreglustöðin í Farrukhabad. Vísir/Getty Eftir tíu tíma lögregluaðgerðir var Subhash Batham skotinn til bana á heimili sínu í indversku borginni Farrukhabad. Batham hafði haldið 23 börnum í gíslingu eftir að hafa talið þeim trú um að hann væri að halda afmælisveislu fyrir ársgamla dóttur sína. Lögreglumenn höfðu reynt að fá Batham til þess að láta börnin laus og stóðu viðræður yfir í um það bil tíu klukkustundir. Þegar það bar ekki árangur neyddust þeir til þess að brjóta sér leið inn í bygginguna þar sem hann var skotinn til bana. Kona Batham flúði vettvang en varð fyrir árás borgarbúa sem grýttu hana til dauða. Að sögn lögreglu var kastað í hana steinum og múrsteinum. Hún hafði alvarlega áverka á höfði og hafði misst mikið blóð þegar hún var færð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Kenndi nágrönnum um handtöku í morðmáli Batham hafði haldið börnunum í kjallara hússins að því er fram kemur á vef The Times of India. 22 börnum á aldrinum sex mánaða til fimmtán ára var bjargað og þeim í kjölfarið komið í öruggt skjól. Batham hafði sleppt einu barni fyrr, sex mánaða gamalli stúlku, og var hún látin laus eftir sjö klukkustundir. Í kjallaranum fannst töluvert magn skotvopna en Batham hafði reynt að skjóta á lögreglumenn þegar þeir brutu sér leið inn í húsið. Í samtali við BBC lýsir blaðamaðurinn Deepak Kumar Srivastava aðstæðum á vettvangi. Hann segir íbúa hverfisins hafa verið óttaslegna alla nóttina, en gíslatökunni lauk rétt eftir miðnætti. Hann segir Batham hafa skipulagt gíslatökuna sem hefnd fyrir handtöku í morðmáli. „Hann trúði því að íbúarnir bæru ábyrgð á því að hann hafi verið handtekinn fyrir morð og vildi hefna sín,“ sagði Srivastava en Batham hafði verið látinn laus gegn tryggingu. Indland Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Eftir tíu tíma lögregluaðgerðir var Subhash Batham skotinn til bana á heimili sínu í indversku borginni Farrukhabad. Batham hafði haldið 23 börnum í gíslingu eftir að hafa talið þeim trú um að hann væri að halda afmælisveislu fyrir ársgamla dóttur sína. Lögreglumenn höfðu reynt að fá Batham til þess að láta börnin laus og stóðu viðræður yfir í um það bil tíu klukkustundir. Þegar það bar ekki árangur neyddust þeir til þess að brjóta sér leið inn í bygginguna þar sem hann var skotinn til bana. Kona Batham flúði vettvang en varð fyrir árás borgarbúa sem grýttu hana til dauða. Að sögn lögreglu var kastað í hana steinum og múrsteinum. Hún hafði alvarlega áverka á höfði og hafði misst mikið blóð þegar hún var færð á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Kenndi nágrönnum um handtöku í morðmáli Batham hafði haldið börnunum í kjallara hússins að því er fram kemur á vef The Times of India. 22 börnum á aldrinum sex mánaða til fimmtán ára var bjargað og þeim í kjölfarið komið í öruggt skjól. Batham hafði sleppt einu barni fyrr, sex mánaða gamalli stúlku, og var hún látin laus eftir sjö klukkustundir. Í kjallaranum fannst töluvert magn skotvopna en Batham hafði reynt að skjóta á lögreglumenn þegar þeir brutu sér leið inn í húsið. Í samtali við BBC lýsir blaðamaðurinn Deepak Kumar Srivastava aðstæðum á vettvangi. Hann segir íbúa hverfisins hafa verið óttaslegna alla nóttina, en gíslatökunni lauk rétt eftir miðnætti. Hann segir Batham hafa skipulagt gíslatökuna sem hefnd fyrir handtöku í morðmáli. „Hann trúði því að íbúarnir bæru ábyrgð á því að hann hafi verið handtekinn fyrir morð og vildi hefna sín,“ sagði Srivastava en Batham hafði verið látinn laus gegn tryggingu.
Indland Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira