Björgvin Páll: Síðasta ár gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 21. janúar 2020 12:30 Björgvin Páll einlægur í viðtali við íþróttadeild. vísir/andri marinó Björgvin Páll Gústavsson brotnaði niður á síðasta stórmóti og gekk í gegnum mikið síðasta árið. Hann hefur komið sterkari til baka á EM þar sem hann hefur verið frábær. „Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að detta út úr liðinu og þjálfarinn velur þá sem eru bestir hverju sinni. Það er hollt fyrir alla. Ég þurfti líka að kúpla mig út og hugsa aðeins um sjálfan mig. Það var hollt fyrir mig og liðið að ég færi aðeins út,“ segir Björgvin Páll en hann lagði allt á borðið í bók sinni, Án filters, sem kom út fyrir jólin. Hann er því mættur endurnærður. „Þetta hjálpaði mér mikið og bókin kom eftir að ég brotlenti á síðasta móti. Allt ferlið gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni. Ég er með þykkari skráp núna. Ég er á stað þar sem mér líður betur á vellinum og það er skemmtilegra. Ég er að njóta mín miklu meira.“ Björgvin hefur alltaf verið einn af sterkari karakterum liðsins og maður tekur eftir því að það er meira gaman hjá honum núna eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta er allt bara ástríða og gleði. Ég er mikil tilfinningavera og næ að halda ró minni. Ég er að halda orkunni í skefjum og er ekki að eyða henni í rugl. Tomas Svensson markmannsþjálfari gerir vel í að halda mér á jörðinni og Gunni líka,“ segir markvörðurinn en þeir sem efuðust um að það hafi verið rétt að taka Björgvin með á mótið hafa fengið að éta hatt sinn. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur og gaman að sjá Viktor Gísla standa sig svona vel. Það gefur mér mikið. Hann er yndisleg manneskja og við bökkum hvorn annan vel upp.“ Markvörðurinn ákvað líka fyrir jól að koma heim næsta sumar og það virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á hann. „Ég varð betri markmaður síðast heima og ég á án gríns tíu plús ár eftir ef skrokkurinn leyfir og mér líður að það verði þannig. Mér líður betur andlega á vellinum sem og utan vallar og ég fæ alls konar pepp sem gefur mér góða orku.“ Eftir tapið gegn Slóveníu náðu strákarnir að hlaða rafhlöðurnar og komu mjög kröftugir í leikinn gegn Portúgal. „Tapleikirnir voru ekki lélegir en í Slóvenaleiknum held ég að við höfum farið að efast um hvað við erum ógeðslega góðir. Er við erum andlega rétt stilltir þá erum við virkilega góðir. Við erum að stilla strengina og ef liðið væri í svona einn og hálfan mánuð þá værum við helvíti góðir í restina,“ segir Björgvin léttur. Klippa: Árið sem breytti Björgvini Páli EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson brotnaði niður á síðasta stórmóti og gekk í gegnum mikið síðasta árið. Hann hefur komið sterkari til baka á EM þar sem hann hefur verið frábær. „Ég held að það hafi verið hollt fyrir mig að detta út úr liðinu og þjálfarinn velur þá sem eru bestir hverju sinni. Það er hollt fyrir alla. Ég þurfti líka að kúpla mig út og hugsa aðeins um sjálfan mig. Það var hollt fyrir mig og liðið að ég færi aðeins út,“ segir Björgvin Páll en hann lagði allt á borðið í bók sinni, Án filters, sem kom út fyrir jólin. Hann er því mættur endurnærður. „Þetta hjálpaði mér mikið og bókin kom eftir að ég brotlenti á síðasta móti. Allt ferlið gerði mig að sterkari manneskju og handboltamanni. Ég er með þykkari skráp núna. Ég er á stað þar sem mér líður betur á vellinum og það er skemmtilegra. Ég er að njóta mín miklu meira.“ Björgvin hefur alltaf verið einn af sterkari karakterum liðsins og maður tekur eftir því að það er meira gaman hjá honum núna eftir allt sem á undan er gengið. „Þetta er allt bara ástríða og gleði. Ég er mikil tilfinningavera og næ að halda ró minni. Ég er að halda orkunni í skefjum og er ekki að eyða henni í rugl. Tomas Svensson markmannsþjálfari gerir vel í að halda mér á jörðinni og Gunni líka,“ segir markvörðurinn en þeir sem efuðust um að það hafi verið rétt að taka Björgvin með á mótið hafa fengið að éta hatt sinn. „Þetta hefur gengið vel hjá okkur og gaman að sjá Viktor Gísla standa sig svona vel. Það gefur mér mikið. Hann er yndisleg manneskja og við bökkum hvorn annan vel upp.“ Markvörðurinn ákvað líka fyrir jól að koma heim næsta sumar og það virðist einnig hafa haft jákvæð áhrif á hann. „Ég varð betri markmaður síðast heima og ég á án gríns tíu plús ár eftir ef skrokkurinn leyfir og mér líður að það verði þannig. Mér líður betur andlega á vellinum sem og utan vallar og ég fæ alls konar pepp sem gefur mér góða orku.“ Eftir tapið gegn Slóveníu náðu strákarnir að hlaða rafhlöðurnar og komu mjög kröftugir í leikinn gegn Portúgal. „Tapleikirnir voru ekki lélegir en í Slóvenaleiknum held ég að við höfum farið að efast um hvað við erum ógeðslega góðir. Er við erum andlega rétt stilltir þá erum við virkilega góðir. Við erum að stilla strengina og ef liðið væri í svona einn og hálfan mánuð þá værum við helvíti góðir í restina,“ segir Björgvin léttur. Klippa: Árið sem breytti Björgvini Páli
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00 Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30 Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira
Guðjón Valur: Metin kitla egóið en þetta er liðsíþrótt Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson skrifar söguna í hverjum leik á EM enda markahæsti leikmaður mótsins frá upphafi og einnig markahæsti handboltamaður sögunnar. 20. janúar 2020 20:00
Janus Daði: Meira stressaður á bekknum en inn á vellinum Leikstjórnandinn Janus Daði Smárason hefur slegið í gegn á EM enda spilað frábærlega fyrir liðið. Hann var ekki með á HM í fyrra en hefur heldur betur tekið stökk upp á við á þessu móti. 20. janúar 2020 14:30
Viktor Gísli með bestu vítamarkvörsluna á EM Markvörðurinn ungi og efnilegi hefur varið helming þeirra víta sem hann hefur fengið á sig á Evrópumótinu í handbolta. 20. janúar 2020 23:00