Erlent

Ellefu starfs­menn sí­berískrar sögunar­verk­smiðju létu lífið í bruna

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi í Prichulymsky.
Frá vettvangi í Prichulymsky. Getty

Líkamsleifar ellefu manna hafa fundist í húsnæði sem varð eldi að bráð í grennd við sögunarverksmiðju í Síberíu í Rússlandi.

Talsmenn yfirvalda segja eldinn hafa komið upp í bænum Prichulymsky í Tomsk-héraði.

Talið er að tíu hinna látnu hafi verið úsbeskir ríkisborgarar.

Í húsnæðinu á að hafa verið svefnaðstaða fyrir starfsmenn einkarekinnar sögunarverksmiðju.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×