Búist við baráttu við upphaf réttarhaldanna gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2020 09:45 Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að sakfella Trump og vísa Trump úr embætti. Vísir/AP Réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot hans munu hefjast í dag. Fyrst munu öldungadeildarþingmenn, sem eiga að þjóna sem nokkurs konar óhlutdrægir kviðdómendur, greiða atkvæði um reglur réttarhaldanna. Búist er við mikilli baráttu um þær reglur en Repúblikanar hafa gefið í skyn að þeir vilji stutt réttarhöld og að engin vitni verði kölluð til. Það vilja Demókratar ekki. Þeir vilja vitni og að kallað verði eftir frekari gögnum en ríkisstjórn Trump hefur meinað fjölda embættismanna sem komu að Úkraínumálinu svokallaða að bera vitni. Sömuleiðis kom ríkisstjórnin í veg fyrir að hinar ýmsu stofnanir afhentu gögn til fulltrúadeildarinnar, þar sem meint brot Trump voru rannsökuð. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að sakfella Trump og vísa Trump úr embætti. Réttarhöldin hefjast klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Tillaga Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, sem stendur til að greiða atkvæði um í dag, frestar þó ákvörðun um vitni og gögn og fjallar eingöngu um opnunarræður Demókrata og lögmanna Trump. Samkvæmt tillögunni fær hvor hlið tvo daga í opnunarræður sínar. Að opnunarræðunum loknum munu þingmenn fá sextán klukkustundir til að spyrja báðar hliðar spurninga og ræða málið sín á milli í fjóra tíma. Að því loknu stendur til að greiða atkvæði um hvort kalla eigi vitni til. John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, stýrir réttarhöldunum. Donald Trump, er staddur í Davos í Sviss.AP/Evan Vucci Engir símar og bara frí á sunnudögum Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar fá þingmenn einungis frí á sunnudögum á meðan réttarhöldin standa yfir og eru símar alfarið bannaðir í þingsalnum. Þar að auki mega þingmenn ekki tala í salnum á meðan réttarhöldin standa yfir. Það er nokkuð víst að nokkrir þingmenn séu óánægðari en aðrir með það að sitja fastir í þingsalnum. Elizabeth Warren, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Michael Bennet eru öll í forsetaframboði og stutt er í að forval Demókrataflokksins hefjist formlega í Iowa og New Hampshire. Sjónvarpað verður úr þingsalnum á meðan réttarhöldin eiga sér stað en meirihluti þingmanna getur ákveðið að stöðva útsendinguna um ótilgreindan tíma, til að ræða vendingar sín á milli. Þingmennirnir sjálfir ákveða svo hvenær útsendingin má hefjast á nýjan leik. Demókratar hafa ekki tekið tillögum McConnell fagnandi og segja ljóst að hann ætli sér að standa í vegi þess að kalla fleiri til fleiri vitni. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir tillögurnar vera smánarlegar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Honum er sömuleiðis gert að hafa staðið í vegi rannsóknar fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Sjá einnig: Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Hvíta húsið sleppti takinu á neyðaraðstoðinni eftir að kvörtun uppljóstrara vegna símtals Trump og Zelensky var lögð fram. Vitnisburður embættismanna á síðustu vikum hefur varpað ljósi á að Trump skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, hefur sagt að hann vilji stutt réttarhöld og að aðgerðir hans varðandi réttarhöldin verði í samræmi við vilja verjenda Trump.AP/Matt Rourke Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
Réttarhöldin yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir meint embættisbrot hans munu hefjast í dag. Fyrst munu öldungadeildarþingmenn, sem eiga að þjóna sem nokkurs konar óhlutdrægir kviðdómendur, greiða atkvæði um reglur réttarhaldanna. Búist er við mikilli baráttu um þær reglur en Repúblikanar hafa gefið í skyn að þeir vilji stutt réttarhöld og að engin vitni verði kölluð til. Það vilja Demókratar ekki. Þeir vilja vitni og að kallað verði eftir frekari gögnum en ríkisstjórn Trump hefur meinað fjölda embættismanna sem komu að Úkraínumálinu svokallaða að bera vitni. Sömuleiðis kom ríkisstjórnin í veg fyrir að hinar ýmsu stofnanir afhentu gögn til fulltrúadeildarinnar, þar sem meint brot Trump voru rannsökuð. Repúblikanar eru í meirihluta í öldungadeildinni (53-47). Tvo þriðju þingmanna þarf til að sakfella Trump og vísa Trump úr embætti. Réttarhöldin hefjast klukkan 13 að staðartíma í Washington-borg, eða klukkan 18 á Íslandi. Tillaga Mitch McConnell, forseta öldungadeildarinnar, sem stendur til að greiða atkvæði um í dag, frestar þó ákvörðun um vitni og gögn og fjallar eingöngu um opnunarræður Demókrata og lögmanna Trump. Samkvæmt tillögunni fær hvor hlið tvo daga í opnunarræður sínar. Að opnunarræðunum loknum munu þingmenn fá sextán klukkustundir til að spyrja báðar hliðar spurninga og ræða málið sín á milli í fjóra tíma. Að því loknu stendur til að greiða atkvæði um hvort kalla eigi vitni til. John Roberts, forseti Hæstaréttar Bandaríkjanna, stýrir réttarhöldunum. Donald Trump, er staddur í Davos í Sviss.AP/Evan Vucci Engir símar og bara frí á sunnudögum Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar fá þingmenn einungis frí á sunnudögum á meðan réttarhöldin standa yfir og eru símar alfarið bannaðir í þingsalnum. Þar að auki mega þingmenn ekki tala í salnum á meðan réttarhöldin standa yfir. Það er nokkuð víst að nokkrir þingmenn séu óánægðari en aðrir með það að sitja fastir í þingsalnum. Elizabeth Warren, Bernie Sanders, Amy Klobuchar og Michael Bennet eru öll í forsetaframboði og stutt er í að forval Demókrataflokksins hefjist formlega í Iowa og New Hampshire. Sjónvarpað verður úr þingsalnum á meðan réttarhöldin eiga sér stað en meirihluti þingmanna getur ákveðið að stöðva útsendinguna um ótilgreindan tíma, til að ræða vendingar sín á milli. Þingmennirnir sjálfir ákveða svo hvenær útsendingin má hefjast á nýjan leik. Demókratar hafa ekki tekið tillögum McConnell fagnandi og segja ljóst að hann ætli sér að standa í vegi þess að kalla fleiri til fleiri vitni. Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeildinni, segir tillögurnar vera smánarlegar. Trump er gert að hafa beitt utanríkisstefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu með því markmiði að þvinga Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu til að tilkynna upphaf tveggja rannsókna sem myndu nýtast Trump í kosningunum á næsta ári. Sú viðleitni hafi staðið yfir um mánaða skeið og hafi verið stýrt af Rudy Giuliani, einkalögmanni Trump. Honum er sömuleiðis gert að hafa staðið í vegi rannsóknar fulltrúadeildarinnar. Sjá einnig: Trump formlega ákærður fyrir embættisbrot Demókratar segja Trump hafa ógnað bæði heilindum kosninga í Bandaríkjunum og þjóðaröryggi en rannsókn hefur nú staðið yfir frá því að í ljós kom að Trump hafði haldið aftur af neyðaraðstoð til Úkraínu. Sjá einnig: Brutu lög með frystingu neyðaraðstoðar til Úkraínu Hvíta húsið sleppti takinu á neyðaraðstoðinni eftir að kvörtun uppljóstrara vegna símtals Trump og Zelensky var lögð fram. Vitnisburður embættismanna á síðustu vikum hefur varpað ljósi á að Trump skipaði embættismönnum að vinna með Rudy Guiliani, einkalögmanni hans, varðandi málefni Úkraínu og þvinguðu þeir forsvarsmenn ríkisins til að lýsa því yfir opinberlega að Úkraínumenn ætluðu sér að rannsaka pólitískan andstæðing forsetann og aðra rannsókn sem grafa átti undan Rússarannsókninni svokölluðu og Landsnefnd Demókrataflokksins. Mitch McConnell, forseti öldungadeildarinnar, hefur sagt að hann vilji stutt réttarhöld og að aðgerðir hans varðandi réttarhöldin verði í samræmi við vilja verjenda Trump.AP/Matt Rourke Lítið til í ásökunum Trump Forsetinn og bandamenn hans hafa sakað Joe Biden um spillingu vegna þess að hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að reka saksóknara á sama tíma og Hunter, sonur hans, sat í stjórn olíufyrirtækisins Burisma Holdings. Það eigi Biden að hafa gert til að stöðva rannsókn sem beindist að Burisma, samkvæmt kenningu Trump-liða og vill forsetinn að Úkraínumenn rannsaki það. Ekkert hefur þó komið fram sem bendir til þess að Biden-feðgarnir hafi gert nokkuð ólöglega eða að rannsókn hafi yfir höfuð staðið yfir á Burisma á þeim tíma sem þáverandi varaforsetinn reyndi að koma saksóknara frá. Sú viðleitni var hluti af alþjóðlegum þrýstingi þar sem vestræn ríki töldu saksóknarann ljón í vegi þess að uppræta langvarandi spillingu í Úkraínu. Sjá einnig: Repúblikanar vildu einnig láta reka saksóknarann úkraínska Hin rannsóknin tengist samsæriskenningu um tölvupóstþjón landsnefndar Demókrataflokksins sem rússneskir hakkarar brutust inn í fyrir forsetakosningarnar 2016 og láku vandræðalegum póstum í gegnum Wikileaks. Trump hefur lengi verið gramur vegna niðurstöðu bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk stjórnvöld hafi háð upplýsingastríð og framið tölvuinnbrot til að hjálpa honum til sigurs. Trump og bandamenn hans hafa því haldið þeirri hugmynd á lofti um að það hafi í reynd verið úkraínskir útsendarar sem frömdu innbrotið í tölvupóstþjón demókrata og að þeir hafi bókstaflega falið áþreifanlegan tölvupóstþjón í Úkraínu. Markmiðið hafi verið að koma sök á Rússa. Það er, eins og áður hefur komið fram, þvert á öll sönnunargögn og niðurstöður öryggisstofnanna í bandaríkjunum og sérfræðinga. Þessu hafa Trump-liðar og þar með taldir nokkrir þingmenn, haldið áfram að dreifa. Þrátt fyrir að embættismenn og forsvarsmenn öryggisstofnanna hafi varað þá við því að ásakanirnar gegn Úkraínu séu runnar undan rifjum þeirra sömu Rússa og gerðu árásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir 16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45 Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52 Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Sjá meira
16.241 fölsk eða villandi staðhæfing á þremur árum Nærri því fimmtungi allra ósanninda sinna varpar Trump fram á Twitter og þar að auki er hann mjög líklegur til að endurtaka lygar ítrekað. Allt í allt hefur hann sagt 400 lygar oftar en þrisvar sinnum. 20. janúar 2020 14:45
Hellti sér yfir hershöfðingjaráðið: „Þið eruð ekkert nema aular og börn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gagnrýndi hershöfðingja sína harðlega skömmu eftir að hann tók við embætti og kallaði þá meðal annars aula og "tapara“. 18. janúar 2020 07:00
Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35
Segja framferði Trump „verstu martröð“ stofnenda Bandaríkjanna Demókratar og Hvíta húsið lögðu fram lögfræðiálit sín vegna kærunnar á hendur Donald Trump forseta í gær. 19. janúar 2020 07:52
Sendi ákærur á hendur Trump formlega til meðferðar hjá öldungadeildinni Nú kemur til kasta öldungadeildarinnar, sem stjórnað er af Repúblikönum, að ákveða hvort forsetinn verði sakfelldur og honum vikið úr embætti. 16. janúar 2020 07:04