Saka heimsþekktan blaðamann um aðild að hlerunum Kjartan Kjartansson skrifar 21. janúar 2020 18:39 Glenn Greenwald er með brasilískan ríkisborgararétt. Vefmiðill hans, The Intercept, birti eldfimar uppljóstranir um fyrrverandi dómara og dómsmálaráðherra landsins í fyrra. Vísir/EPA Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013. Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Saksóknarar í Brasilíu hafa sakað Glenn Greenwald, bandarískan blaðamann, um að aðstoða tölvuþrjóta sem brutust inn í farsíma dómsmálaráðherra landsins þegar hann var dómari í máli fyrrverandi forseta Brasilíu. Vefmiðill Greenwald birti fréttir upp úr farsímagögnunum sem bentu til þess að dómarinn hefði unnið með saksóknurum á bak við tjöldin. Uppljóstranir The Intercept um Sergio Moro, dómsmálráðherra, ollu verulegum usla í fyrra. Moro var dómari í spillingarmáli gegn Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu. Skilaboð sem Moro og saksóknararnir í máli Lula sendu sín á milli sýndu að Moro ráðlagði þeim um hvernig þeir ættu að reka málið. Lula var dæmdur í fangelsi og var bannað að bjóða sig fram til forseta árið 2018. Þrátt fyrir háværar kröfur um að Moro segði af sér vegna uppljóstrananna situr hann enn sem dómsmálaráðherra. Greenwald er sakaður um að tengjast hópi sex manna sem er ákærður fyrir að brjótast inn í síma nokkurra brasilískra embættismanna, fjársvik og peningaþvætti, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Sjálfur hefur hann haldið því fram að gögnunum hafi verið lekið til The Intercept eftir að þeim var stolið. „Við látum ekki ógna okkur með þessum gerræðislegu tilraunum til þess að þagga niður í blaðamönnum,“ sagði Greenwald í yfirlýsingu þar sem hann sakaði ríkisstjórn Jairs Bolsonaro, forseta, um að virða ekki fjölmiðlafrelsi. Saksóknararnir eru sagðir byggja á hljóðupptöku sem fannst á fartölvu eins meintu tölvuþrjótanna. Á henni eigi Greenwald að heyrast ráðleggja honum að eyða öllum skilaboðum sem tengdust The Intercept á þeim tíma sem hakkararnir voru enn að safna farsímagögnunum. Ekki þykir ljóst hvort að hægt sé að ákæra Greenwald fyrir aðild að innbrotunum. Hann hefur ekki verið til rannsóknar og dómstóll lagði lögbann við því að hann yrði rannsakaður í fyrra. Þegar alríkislögregla Brasilíu rannsakaði sömu gögn og saksóknararnir byggja nú á í fyrra taldi hún að Greenwald hefði engin lög brotið. Greenwald er einna þekktastur fyrir umfjöllun sína um viðamiklar njósnir bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar sem byggði á leyniskjölum sem uppljóstrarinn Edward Snowden lak árið 2013.
Brasilía Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03 Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Fjögur handtekin í Brasilíu eftir að brotist var inn í síma ráðherra Fjögur hafa verið handtekin í Brasilíu grunuð um að hafa brotist inn í farsíma dómsmálaráðherrans Sergio Moro, traustum samstarfsmanni forsetans Jair Bolsonaro. 24. júlí 2019 23:03
Krefjast afsagnar dómsmálaráðherrans vegna uppljóstrana Dómsmálaráðherrann var dómarinn sem dæmdi Lula da Silva, fyrrverandi forseta Brasilíu, í fangelsi. Skilaboð sem var lekið sýna óviðeigandi samskipti hans við saksóknara í málinu. 11. júní 2019 23:30