Anne-Elisabeth nú skráð myrt daginn sem hún hvarf Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. janúar 2020 13:08 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október árið 2018. Norska lögreglan Hvarf Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar árið 2018, telst nú óupplýst morðmál. Anne-Elisabeth hefur því verið skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. NRK hefur eftir Tommy Brøske, lögreglustjóra sem farið hefur með rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth, að ekki sé hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Eðlilegast sé þó að skrá dagsetninguna 31. október 2018, daginn sem talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Tölur yfir morðtíðni fyrir árið 2019 í Noregi voru birtar í vikunni. Þá var einnig birtur nýr listi af 34 óupplýstum, norskum morðmálum frá árinu 1991. Nýjasta málið á síðarnefnda listanum er hvarf Anne-Elisabeth, sem rannsakað hefur verið í rúmt ár. Haft er eftir Svein Holden, lögmanni Hagen-fjölskyldunnar, í frétt NRK að þessi nýja skráning málsins sé í takt við fyrri yfirlýsingar lögreglu. Þetta komi honum því ekki á óvart. Síðast í janúar réðst norska lögreglan í frekari leit að Anne-Elisabeth, bæði á láði og legi. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari, þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn. Nokkuð langt er síðan lögregla byrjaði að ganga út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt, þrátt fyrir skilaboð meintra mannræningja þess efnis að hún sé á lífi. Þá hefur lögregla einnig gefið það út að mannránið hafi verið sviðsett til þess að hylma yfir slóð morðingjanna. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Hvarf Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs sem hvarf af heimili sínu í Lørenskógi í nágrenni Óslóar árið 2018, telst nú óupplýst morðmál. Anne-Elisabeth hefur því verið skráð myrt daginn sem hún hvarf í kerfum lögreglu. NRK hefur eftir Tommy Brøske, lögreglustjóra sem farið hefur með rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth, að ekki sé hægt að tímasetja nákvæmlega hvenær Anne-Elisabeth hafi verið myrt. Eðlilegast sé þó að skrá dagsetninguna 31. október 2018, daginn sem talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt. Tölur yfir morðtíðni fyrir árið 2019 í Noregi voru birtar í vikunni. Þá var einnig birtur nýr listi af 34 óupplýstum, norskum morðmálum frá árinu 1991. Nýjasta málið á síðarnefnda listanum er hvarf Anne-Elisabeth, sem rannsakað hefur verið í rúmt ár. Haft er eftir Svein Holden, lögmanni Hagen-fjölskyldunnar, í frétt NRK að þessi nýja skráning málsins sé í takt við fyrri yfirlýsingar lögreglu. Þetta komi honum því ekki á óvart. Síðast í janúar réðst norska lögreglan í frekari leit að Anne-Elisabeth, bæði á láði og legi. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari, þrátt fyrir umfangsmikla rannsókn. Nokkuð langt er síðan lögregla byrjaði að ganga út frá því að Anne-Elisabeth hafi verið myrt, þrátt fyrir skilaboð meintra mannræningja þess efnis að hún sé á lífi. Þá hefur lögregla einnig gefið það út að mannránið hafi verið sviðsett til þess að hylma yfir slóð morðingjanna.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. 17. desember 2019 23:55
Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36