Málflutningur í réttarhöldunum yfir Trump hafinn Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 20:00 Adam Schiff, formaður saksóknarateymis fulltrúadeildarinnar, áður en réttarhöldin hófust í dag. Myndatökur eru bannaðar í þingsalnum. Vísir/EPA Flutningsmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrjuðu að flytja mál sitt gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta sem þeir saka um embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð fyrir eða ný gögn lögð fram. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar og oddviti saksóknara hennar, hóf mál sitt á að fullyrða að framferðið Trump hafi verið nákvæmlega það sem stofnendur Bandaríkjanna og höfundar stjórnarskrárinnar óttuðust. Fulltrúadeildin sakar Trump um að hafa misnotað vald sitt þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og að hindra rannsókn þingsins á því. Saksóknarar fulltrúadeildarinnar hafa sólarhring yfir þrjá daga til að flytja mál sitt en þá fá verjendur forsetans jafnlangan tíma til varna. Verjendurnir krefjast tafarlausrar sýknu eða frávísunar á kærunni. Lýsti Schiff því að saksóknararnir ætluðu að greina frá „spilltri áætlun“ Trump forseta, síðan hvernig höfundar stjórnarskrárinnar sáu fyrir sér kæru vegna embættisbrota og að lokum útskýra hvers vegna gjörðir Trump forseta kalli á að víkja beri honum úr embætti. „Hann bað erlenda ríkisstjórn persónulega um að rannsaka mótherja sinn. Þessar staðreyndir eru ekki umdeildar,“ fullyrti Schiff. „Við erum með öll gögnin. Þeir eru ekki með gögnin“ Hvorki liggur fyrir hvort að vitni verði leidd fyrir öldungadeildina né hvort að ný gögn verði lögð fram eins og demókratar hafa krafist. Repúblikanar, sem hafa meirihluta þingsæta í öldungadeildinni, felldu tillögur þess efnis á fyrsta degi réttarhaldanna þegar fjallað var um reglur þeirra í gær. Trump forseti, sem er staddur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss, neri demókrötum því um nasir að þeir hafi ekki fengið gögn frá Hvíta húsinu sem þeir sóttust eftir. Hvíta húsið hafnaði kröfum þingsins um gögnin og hefur virt stefnur þess efnis að vettugi. „Við erum með öll gögnin. Þeir hafa ekki gögnin,“ sagði Trump sem leiddi til þess að demókratar sökuðu hann um að stæra sig af því að hafa hindrað rannsókn fulltrúadeildarinnar sem er önnur ástæða þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Gerðu þeir að því skóna að með ummælunum hefði Trump lagt fram sannanir fyrir því að hann hefði gerst sekur um að hindra rannsóknina. Vildi að Úkraínumenn gerðu honum persónulegan greiða Trump er kærður fyrir að misnota vald sitt í samskiptum hans og fulltrúa hans við úkraínsk stjórnvöld í fyrra. Þrýsti forsetinn á Úkraínumennina að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan keppinaut Trump í forsetakosningunum á þessu ári, og stoðlausa samsæriskenningu um kosningarnar árið 2016. Þessu hefur Trump ítrekað hafnað algerlega, jafnvel eftir að Hvíta húsið birti sjálft minnisblað um símtal forsetans við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, þar sem Trump gekk ítrekað eftir rannsóknunum sem hefðu gangast honum pólitískt heima fyrir. Trump hefur lýst símtalinu sem „fullkomnu“. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á samskiptunum hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelenskíj. Í kjölfarið kom fjöldi núverandi og fyrrverandi embættismanna ríkisstjórnar Trump fyrir fulltrúadeildina og báru vitni um að Trump og Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður hans, hefðu haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til að knýja þau til að rannsaka Biden og samsæriskenninguna. Hvíta húsið kom í veg fyrir að nokkrir embættismenn bæru vitni og að gögn sem málið varðar væru afhent. Á meðal þeirra sem hafa ekki borið vitni er John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem er talinn hafa verið ósáttur við athafnir Giuliani og bandamanna forsetans í Úkraínu. Öldungadeildin ætlar að greiða atkvæði síðar um hvort að vitni á borð við Bolton verði kölluð til en repúblikanar eru taldir ætla að forðast það í lengstu lög. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. 22. janúar 2020 00:01 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Flutningsmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings byrjuðu að flytja mál sitt gegn Donald Trump Bandaríkjaforseta sem þeir saka um embættisbrot í öldungadeild Bandaríkjaþings í dag. Ekkert samkomulag liggur enn fyrir á milli flokkanna um hvort vitni verði kölluð fyrir eða ný gögn lögð fram. Adam Schiff, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúadeildarinnar og oddviti saksóknara hennar, hóf mál sitt á að fullyrða að framferðið Trump hafi verið nákvæmlega það sem stofnendur Bandaríkjanna og höfundar stjórnarskrárinnar óttuðust. Fulltrúadeildin sakar Trump um að hafa misnotað vald sitt þegar hann þrýsti á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans og að hindra rannsókn þingsins á því. Saksóknarar fulltrúadeildarinnar hafa sólarhring yfir þrjá daga til að flytja mál sitt en þá fá verjendur forsetans jafnlangan tíma til varna. Verjendurnir krefjast tafarlausrar sýknu eða frávísunar á kærunni. Lýsti Schiff því að saksóknararnir ætluðu að greina frá „spilltri áætlun“ Trump forseta, síðan hvernig höfundar stjórnarskrárinnar sáu fyrir sér kæru vegna embættisbrota og að lokum útskýra hvers vegna gjörðir Trump forseta kalli á að víkja beri honum úr embætti. „Hann bað erlenda ríkisstjórn persónulega um að rannsaka mótherja sinn. Þessar staðreyndir eru ekki umdeildar,“ fullyrti Schiff. „Við erum með öll gögnin. Þeir eru ekki með gögnin“ Hvorki liggur fyrir hvort að vitni verði leidd fyrir öldungadeildina né hvort að ný gögn verði lögð fram eins og demókratar hafa krafist. Repúblikanar, sem hafa meirihluta þingsæta í öldungadeildinni, felldu tillögur þess efnis á fyrsta degi réttarhaldanna þegar fjallað var um reglur þeirra í gær. Trump forseti, sem er staddur á efnahagsráðstefnunni í Davos í Sviss, neri demókrötum því um nasir að þeir hafi ekki fengið gögn frá Hvíta húsinu sem þeir sóttust eftir. Hvíta húsið hafnaði kröfum þingsins um gögnin og hefur virt stefnur þess efnis að vettugi. „Við erum með öll gögnin. Þeir hafa ekki gögnin,“ sagði Trump sem leiddi til þess að demókratar sökuðu hann um að stæra sig af því að hafa hindrað rannsókn fulltrúadeildarinnar sem er önnur ástæða þess að Trump var kærður fyrir embættisbrot. Gerðu þeir að því skóna að með ummælunum hefði Trump lagt fram sannanir fyrir því að hann hefði gerst sekur um að hindra rannsóknina. Vildi að Úkraínumenn gerðu honum persónulegan greiða Trump er kærður fyrir að misnota vald sitt í samskiptum hans og fulltrúa hans við úkraínsk stjórnvöld í fyrra. Þrýsti forsetinn á Úkraínumennina að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegan keppinaut Trump í forsetakosningunum á þessu ári, og stoðlausa samsæriskenningu um kosningarnar árið 2016. Þessu hefur Trump ítrekað hafnað algerlega, jafnvel eftir að Hvíta húsið birti sjálft minnisblað um símtal forsetans við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, þar sem Trump gekk ítrekað eftir rannsóknunum sem hefðu gangast honum pólitískt heima fyrir. Trump hefur lýst símtalinu sem „fullkomnu“. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á samskiptunum hófst eftir að uppljóstrari innan bandarísku leyniþjónustunnar lagði fram formlega kvörtun vegna símtals Trump og Zelenskíj. Í kjölfarið kom fjöldi núverandi og fyrrverandi embættismanna ríkisstjórnar Trump fyrir fulltrúadeildina og báru vitni um að Trump og Rudy Giuliani, persónulegur lögmaður hans, hefðu haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu sem úkraínsk stjórnvöld sóttust eftir til að knýja þau til að rannsaka Biden og samsæriskenninguna. Hvíta húsið kom í veg fyrir að nokkrir embættismenn bæru vitni og að gögn sem málið varðar væru afhent. Á meðal þeirra sem hafa ekki borið vitni er John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem er talinn hafa verið ósáttur við athafnir Giuliani og bandamanna forsetans í Úkraínu. Öldungadeildin ætlar að greiða atkvæði síðar um hvort að vitni á borð við Bolton verði kölluð til en repúblikanar eru taldir ætla að forðast það í lengstu lög.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14 Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35 Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. 22. janúar 2020 00:01 Mest lesið Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Reynir tapar minningargreinamáli aftur Innlent Fleiri fréttir Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Sjá meira
Samþykktu reglur McConnell eftir flokkslínum Þingið mun koma saman á nýjan leik í kvöld en umræðurnar sem voru að klárast stóðu yfir í þrettán klukkustundir. 22. janúar 2020 07:14
Lögmenn forsetans krefjast tafarlausrar sýknu Lögfræðiteymi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem fer með málsvörn hans í réttarhöldum Bandaríkjaþings á hendur forsetanum vegna meintra embættisbrota, hefur krafist þess að forsetinn verði sýknaður með hraði. 20. janúar 2020 23:35
Réttarhöld Bandaríkjaþings yfir Trump hafin Réttarhöld öldungadeildar Bandaríkjaþings yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta hófust í kvöld. Þingmenn hafa í kvöld tekist á um reglur réttarhaldanna og hvort þingið eigi að krefja Hvíta húsið um gögn í málinu sem það hefur fram að þessu neitað að afhenda. 22. janúar 2020 00:01