„Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 19:57 Weinstein var umkringdur fylgdarliði við komuna í dómshúsið á Manhattan í dag. Vísir/Getty Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. Ákæruliðir á hendur Weinstein eru fimm, en hann er meðal annars ákærður fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi. Meintir brotaþolar Weinstein í málinu eru tveir, en yfir 80 konur hafa á síðustu árum stigið fram og sakað framleiðandann ýmist um nauðgun, kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Meghan Hast, saksóknari í málinu, hóf málflutning sinn í dag. „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari,“ sagði Hast meðal annars. Gert er ráð fyrir því að verjendur Weinstein muni bera fyrir sig að öll samskipti milli framleiðandans og brotaþola hafi verið með fullu samþykki allra aðila, og að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað. Weinstein mætti í dómshúsið á Manhattan fyrr í dag, varinn fylgdarliði sínu. Þegar einn fréttamannanna sem biðu hans við komuna spurði hvort hann ætti von á réttlátri málsmeðferð var svar hans einfalt: „Að sjálfsögðu.“ Þrátt fyrir að konurnar sem stigið hafa fram og sakað Weinstein um að hafa brotið gegn sér hlaupi á tugum hafa fáar ásakanir á hendur honum ratað fyrir dómstóla. Í síðustu viku lagði dómari í málinu mögulegum kviðdómendum skýrar línur, og ítrekaði að þeir yrðu að komast að niðurstöðu út frá sönnunargögnum málsins, og þeir mættu ekki byggja niðurstöðuna á skoðun sinni á #MeToo-hreyfingunni. Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Málflutningur í máli bandaríska kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein hófst í New York í dag. Ákæruliðir á hendur Weinstein eru fimm, en hann er meðal annars ákærður fyrir nauðgun og kynferðislegt ofbeldi. Meintir brotaþolar Weinstein í málinu eru tveir, en yfir 80 konur hafa á síðustu árum stigið fram og sakað framleiðandann ýmist um nauðgun, kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Meghan Hast, saksóknari í málinu, hóf málflutning sinn í dag. „Maðurinn sem situr hér er ekki bara stórlax í Hollywood, hann er nauðgari,“ sagði Hast meðal annars. Gert er ráð fyrir því að verjendur Weinstein muni bera fyrir sig að öll samskipti milli framleiðandans og brotaþola hafi verið með fullu samþykki allra aðila, og að ekkert ólöglegt hafi átt sér stað. Weinstein mætti í dómshúsið á Manhattan fyrr í dag, varinn fylgdarliði sínu. Þegar einn fréttamannanna sem biðu hans við komuna spurði hvort hann ætti von á réttlátri málsmeðferð var svar hans einfalt: „Að sjálfsögðu.“ Þrátt fyrir að konurnar sem stigið hafa fram og sakað Weinstein um að hafa brotið gegn sér hlaupi á tugum hafa fáar ásakanir á hendur honum ratað fyrir dómstóla. Í síðustu viku lagði dómari í málinu mögulegum kviðdómendum skýrar línur, og ítrekaði að þeir yrðu að komast að niðurstöðu út frá sönnunargögnum málsins, og þeir mættu ekki byggja niðurstöðuna á skoðun sinni á #MeToo-hreyfingunni.
Bandaríkin MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira