Aldarfjórðungur síðan Cantona sparkaði í stuðningsmanninn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. janúar 2020 08:00 Kung-fu spark Cantonas. vísir/getty Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag. Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Í dag, 25. janúar, eru 25 ár síðan Eric Cantona, þá leikmaður Manchester United, sparkaði í stuðningsmann Crystal Palace, Matthew Simmons, leik í ensku úrvalsdeildinni. Atvikið er eitt það frægasta í enskri fótboltasögu. Cantona fékk rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks fyrir að sparka í Richard Shaw, varnarmann Palace, sem hafði dekkað hann stíft allan leikinn. Þegar Cantona var á leið til búningsherbergja á Selhurst Park sá áðurnefndur Simmons ástæðu til að hlaupa niður um nokkrar sætaraðir til að hrópa ókvæðisorð að Frakkanum. Cantona gengur af velli á Selhurst Park.vísir/getty Cantona tók þá annað æðiskast og sparkaði í bringuna á Simmons með kung-fu tilþrifum. Hann lét svo hnefana tala áður hann var dreginn í burtu. Atvikið dró eðlilega dilk á eftir sér. United setti Cantona í bann út tímabilið og enska knattspyrnusambandið lengdi það í átta mánuði, eða til 30. september 1995. FIFA staðfesti svo bannið þannig að Cantona mátti hvergi spila fótbolta næstu átta mánuðina. Cantona var einnig kærður fyrir líkamsáras og dæmdur til tveggja vikna fangelsisvistar. Hann þurfti þó ekki að sitja inni en gengdi samfélagsþjónustu. Mávar, togari og sardínur.vísir/getty Á blaðamannafundi mitt í öllu írafárinu lét Cantona fræg ummæli falla. „Þegar mávarnir elta togarann er það vegna þess að þeir halda að sardínum verði hent í sjóinn. Þakka ykkur kærlega fyrir,“ sagði Cantona, gekk út. Allir viðstaddir voru eitt spurningarmerki í framan. Án Cantonas lenti United í 2. sæti í deild og bikar tímabilið 1994-95. Eftir bannið var mikið rætt og ritað um framtíð Cantona og litlu munaði að hann yfirgæfi United. En Sir Alex Ferguson talaði hann til og Cantona sneri aftur í leik gegn Liverpool 1. október 1995. Hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 2-2 jafntefli. Cantona fagnar marki sínu í endurkomuleiknum gegn Liverpool.vísir/getty Cantona átti hvað stærstan þátt í því að United varð tvöfaldur meistari tímabilið 1995-96. Endurkoman var fullkomnuð þegar hann skoraði sigurmark United gegn Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. United varð aftur Englandsmeistari vorið 1997 en þá ákvað Cantona að leggja skóna á hilluna, aðeins þrítugur að aldri, og einbeita sér að kvikmyndaleik. Cantona lék með United í fimm ár. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum Englandsmeistari og tvisvar sinnum bikarmeistari. Eina tímabilið sem United varð ekki Englandsmeistari var þegar Cantona sat í skammarkróknum. Kóngurinn Cantona er í guðatölu hjá stuðningsmönnum United sem syngja um hann enn þann dag í dag.
Bretland England Enski boltinn Tímamót Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Fleiri fréttir Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira