Erlent

Níu létust í þyrlu­slysinu: „Full­kom­lega ó­við­eig­andi“ að frétta af and­láti ást­vinar á TMZ

Sylvía Hall skrifar
Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins.
Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins. Skjáskot

Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld.

Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.

Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu

Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn.

Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty

Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest.

Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. 

Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd.


Tengdar fréttir

Neymar minntist Kobe

Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins.

Kobe Bryant lést í þyrluslysi

Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×