Fjölgar um sex í rannsóknarteymi héraðssaksóknara í kjölfar Samherjamálsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2020 15:13 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari verður komin með sex nýja rannsakendur í teymi sitt í haust. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar. Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur auglýst sex stöður rannsakenda á rannsóknarsviði embættisins lausar til umsóknar. Rannsóknarsvið fer með rannsóknir á sviði fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota. Ráðið verður í þrjár stöður frá og með 1. apríl næstkomandi og þrjár til viðbótar eigi síðar en 1. september í haust. Auglýsingin kemur í kjölfar tillögu Ólafs Þórs Haukssonar héraðssaksóknara um að fjölga starfsmönnum embættisins um sex vegna Samherjamálsins. Í minnisblaði Ólafs Þórs til dómsmálaráðuneytisins, sem Ríkisútvarpið fjallaði um í nóvember, kom fram að um lágmarksfjölgun væri að ráða. Tillagan kom í kjölfar þess að Ríkisstjórnin ákvað á vikulegum fundi sínum þann 19. nóvember í kjölfar Samherjamálsins að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. „Þá verður hugað sérstaklega að fjármögnun rannsóknar héraðssaksóknara í tengslum við rannsókn embættisins á Samherjamálinu,“ sagði í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar. Að neðan má sjá kröfur til umsækjenda. Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins/diplómanámi í lögreglufræðum eða lokið BS/BA háskólagráðu í hagfræði, viðskiptafræði eða öðru sambærilegu háskólanámi. Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg. Menntun og/eða reynsla við rannsókn eða saksókn sakamála, eða af störfum með fjármálagögn og greiningu slíkra gagna er æskileg. Reynsla af rannsóknum fjármuna-, efnahags- og skattalagabrota er kostur. Framúrskarandi greiningarhæfni, frumkvæði, sjálfstæði og metnaður í starfi. Hæfni í mannlegum samskiptum, jákvætt viðmót og samvinnufærni. Nákvæmni og ögun í vinnubrögðum. Mjög góð tölvukunnátta er nauðsynleg, sérstaklega í excel. Þekking og reynsla af upplýsinga- og málaskrárkerfum lögreglu og ákæruvalds er kostur. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu sem rituðu máli er áskilin. Með umsókninni skulu fylgja eftirfarandi upplýsingar eftir því sem við á: Reynsla af störfum sem nýtist í framangreint starf. Upplýsingar um almenna og sérstaka starfshæfni. Upplýsingar sem lúta að andlegu atgervi, áræði, mannlegum samskiptum og sjálfstæði. Upplýsingar um tvo núverandi eða fyrrverandi samstarfsmenn/yfirmenn sem veitt geta upplýsingar um störf, samstarfshæfni og aðra hæfni umsækjanda. Aðrar upplýsingar sem varpað geta ljósi á faglega eiginleika og færni umsækjanda sem máli skipta fyrir starfið. Með vísan til 28. gr. a. lögreglulaga nr. 90/1996 má engan ráða til starfa hjá lögreglu sem hefur hlotið fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá og málaskrám lögreglu. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Konur jafnt sem karlar eru hvött til þess að sækja um en umsóknarfrestur er til 12. febrúar.
Lögreglumál Samherjaskjölin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent