Sportpakkinn: Þórsarar fóru á flug eftir skellinn í Njarðvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 15:45 Hansel Atencia var stigahæstur í liði Þórs gegn KR með 31 stig. vísir/bára Þór Ak. vann KR, 102-100, fyrir norðan í Domino's deild karla í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Þegar Þór tapaði fyrir Njarðvík með 61 stigs mun um miðjan nóvember var útlitið dökkt. Þór skoraði aðeins tvö stig í lokafjórðungnum og var búið að tapa öllum sjö leikjunum í deildinni. Í næsta leik á eftir var Þór í dauðafæri að vinna Stjörnuna. Þegar 3. leikhlutinn var hálfnaður var munurinn orðinn 18 stig. Stjarnan vann muninn upp og krækti í sigurinn, vann með þriggja stiga mun, 104-101. Í sjö leikjum síðan hefur Þór unnið fimm leiki og aðeins tapað tveimur. Frá því að sigurhrina Þórs hófst státar aðeins Stjarnan af betri árangur. Svona breytist margt á skömmum tíma. Þór og KR áttu að spila 19. desember en veðurguðirnir höfðu ekki áhuga á því að sjá leikinn og það var ekki fyrr en í gær að liðin gátu spilað. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu körfuna og KR komst í 3-0. En þessi karfa gaf KR-ingum falskar vonir. Þórsarar voru í stuði og þegar 1. leikhluta lauk voru KR-ingar búnir að skora 14 stig gegn 30 stigum heimamanna. Íslandsmeistararnir minnkuðu muninn en Þór svaraði með góðum kafla og náði Jamal Palmer skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 66-42, Þór í vil. Meistararnir fengu á sig 66 stig í fyrri hálfleik. Þór skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks og þá munaði 26 stigum á liðunum. Þá tóku KR-ingar við sér og hægt og bítandi nöguðu þeir af forystu Þórsara. Fjörtíu sinnum skutu KR-ingar fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu 15 sinnum. Meistararnir minnkuðu muninn í sjö stig þegar fjórar mínútur voru eftir af 3. leikhluta. Þór tók þá við sér og fyrir lokafjórðunginn munaði 13 stigum á liðunum. KR mætti aðeins með átta leikmenn norður, það tók sinn toll að saxa á forystuna og aftur náði Þór góðum spretti. Júlíus Orri Ágústsson jók muninn í 13 stig, 93-78, þegar átta mínútur voru eftir. Jakob Örn Sigurðarson minnkaði muninn í fimm stig þegar tvær mínútur og 21 sekúnda var eftir. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR, skoraði 26 stig og hitti úr sjö af 17 þriggja stiga skotum sínum. Hann skoraði eina körfu úr vítateignum og minnkaði þá muninn í þrjú stig og tæpar tvær mínútur eftir. Baráttan var mikil á lokakaflanum, Terrence Motley tókst ekki að skora en náði frákastinu á ævintýralegan hátt. Í kjölfarið fékk Mantas Virbalas fínt færi en honum tókst ekki að skora en Þórsarar héldu boltanum, 82 sekúndur eftir og munurinn þrjú stig. Matthías Orri stal boltanum, KR-ingar fóru í sókn og Brynjar Þór skaut fyrir utan þriggja stiga línuna en tókst ekki að skora. Þór náði boltanum og hélt honum lengi. Hansel Atencia reyndi skot sem geigaði. Hann var stigahæstur hjá Þór, skoraði 31 stig. Jamal Palmer kom næstur með 21 Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig þegar 33 sekúndur voru eftir. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleik en endaði með 17 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar. KR-vörnin gaf fá færi á sér og Atencia átti í vandræðum með að finna samherja, skaut boltanum í átt að körfunni og Mantas náði að krækja í boltann og slá hann á hinn 18 ára Júlíus Orra. KR-ingar brutu á honum og Júlíus Orri fór á vítalínuna 13 sekúndum fyrir leikslok. Honum brást bogalistin í fyrra skotinu en skoraði úr því seinna. Hann skoraði 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Tveggja stiga munur og nægur tími fyrir KR að jafna eða að tryggja sigurinn. KR tók leikhlé og Ingi Þór Steinþórsson teiknaði upp lokasóknina. Þórsarar vörðust og gáfu KR-ingum ekki tækifæri á að komast í gott skotfæri, neyðarskot Brynjars Þórs í lokin fór af körfuhringnum og Þór fagnaði sætum sigri, 102-100. Þór er með 10 stig eins og Grindavík og Valur, aðeins einum sigri á eftir Þór í Þorlákshöfn sem er í 8. sæti. Tindastóll, Njarðvík, KR og Haukar eru öll með 18 stig. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Þór vann meistarana Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Þór og KR heiðruðu minningu Kobe Bryant | Myndband Þór og KR mætast nú í frestuðum leik í Dominos-deild karla en leikið er norðan heiða. 27. janúar 2020 20:13 Þórsliðið væri í 2. sæti ef Domino´s deildin hefði byrjað 27. nóvember Þórsarar fögnuðu enn einum sigurinn í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið vann Íslandsmeistara KR fyrir norðan. Þetta var fimmti sigur norðanliðsins í síðustu sjö deildarleikjum. 28. janúar 2020 15:00 KR fékk á sig 66 stig í fyrri hálfleik og tapaði fyrir norðan Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrir Þór Akureyri, 102-100, er liðin mættust fyrir norðan í margfrestuðum leik. 27. janúar 2020 20:54 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Þór Ak. vann KR, 102-100, fyrir norðan í Domino's deild karla í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Þegar Þór tapaði fyrir Njarðvík með 61 stigs mun um miðjan nóvember var útlitið dökkt. Þór skoraði aðeins tvö stig í lokafjórðungnum og var búið að tapa öllum sjö leikjunum í deildinni. Í næsta leik á eftir var Þór í dauðafæri að vinna Stjörnuna. Þegar 3. leikhlutinn var hálfnaður var munurinn orðinn 18 stig. Stjarnan vann muninn upp og krækti í sigurinn, vann með þriggja stiga mun, 104-101. Í sjö leikjum síðan hefur Þór unnið fimm leiki og aðeins tapað tveimur. Frá því að sigurhrina Þórs hófst státar aðeins Stjarnan af betri árangur. Svona breytist margt á skömmum tíma. Þór og KR áttu að spila 19. desember en veðurguðirnir höfðu ekki áhuga á því að sjá leikinn og það var ekki fyrr en í gær að liðin gátu spilað. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu körfuna og KR komst í 3-0. En þessi karfa gaf KR-ingum falskar vonir. Þórsarar voru í stuði og þegar 1. leikhluta lauk voru KR-ingar búnir að skora 14 stig gegn 30 stigum heimamanna. Íslandsmeistararnir minnkuðu muninn en Þór svaraði með góðum kafla og náði Jamal Palmer skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 66-42, Þór í vil. Meistararnir fengu á sig 66 stig í fyrri hálfleik. Þór skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks og þá munaði 26 stigum á liðunum. Þá tóku KR-ingar við sér og hægt og bítandi nöguðu þeir af forystu Þórsara. Fjörtíu sinnum skutu KR-ingar fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu 15 sinnum. Meistararnir minnkuðu muninn í sjö stig þegar fjórar mínútur voru eftir af 3. leikhluta. Þór tók þá við sér og fyrir lokafjórðunginn munaði 13 stigum á liðunum. KR mætti aðeins með átta leikmenn norður, það tók sinn toll að saxa á forystuna og aftur náði Þór góðum spretti. Júlíus Orri Ágústsson jók muninn í 13 stig, 93-78, þegar átta mínútur voru eftir. Jakob Örn Sigurðarson minnkaði muninn í fimm stig þegar tvær mínútur og 21 sekúnda var eftir. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR, skoraði 26 stig og hitti úr sjö af 17 þriggja stiga skotum sínum. Hann skoraði eina körfu úr vítateignum og minnkaði þá muninn í þrjú stig og tæpar tvær mínútur eftir. Baráttan var mikil á lokakaflanum, Terrence Motley tókst ekki að skora en náði frákastinu á ævintýralegan hátt. Í kjölfarið fékk Mantas Virbalas fínt færi en honum tókst ekki að skora en Þórsarar héldu boltanum, 82 sekúndur eftir og munurinn þrjú stig. Matthías Orri stal boltanum, KR-ingar fóru í sókn og Brynjar Þór skaut fyrir utan þriggja stiga línuna en tókst ekki að skora. Þór náði boltanum og hélt honum lengi. Hansel Atencia reyndi skot sem geigaði. Hann var stigahæstur hjá Þór, skoraði 31 stig. Jamal Palmer kom næstur með 21 Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig þegar 33 sekúndur voru eftir. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleik en endaði með 17 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar. KR-vörnin gaf fá færi á sér og Atencia átti í vandræðum með að finna samherja, skaut boltanum í átt að körfunni og Mantas náði að krækja í boltann og slá hann á hinn 18 ára Júlíus Orra. KR-ingar brutu á honum og Júlíus Orri fór á vítalínuna 13 sekúndum fyrir leikslok. Honum brást bogalistin í fyrra skotinu en skoraði úr því seinna. Hann skoraði 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Tveggja stiga munur og nægur tími fyrir KR að jafna eða að tryggja sigurinn. KR tók leikhlé og Ingi Þór Steinþórsson teiknaði upp lokasóknina. Þórsarar vörðust og gáfu KR-ingum ekki tækifæri á að komast í gott skotfæri, neyðarskot Brynjars Þórs í lokin fór af körfuhringnum og Þór fagnaði sætum sigri, 102-100. Þór er með 10 stig eins og Grindavík og Valur, aðeins einum sigri á eftir Þór í Þorlákshöfn sem er í 8. sæti. Tindastóll, Njarðvík, KR og Haukar eru öll með 18 stig. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Þór vann meistarana
Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Þór og KR heiðruðu minningu Kobe Bryant | Myndband Þór og KR mætast nú í frestuðum leik í Dominos-deild karla en leikið er norðan heiða. 27. janúar 2020 20:13 Þórsliðið væri í 2. sæti ef Domino´s deildin hefði byrjað 27. nóvember Þórsarar fögnuðu enn einum sigurinn í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið vann Íslandsmeistara KR fyrir norðan. Þetta var fimmti sigur norðanliðsins í síðustu sjö deildarleikjum. 28. janúar 2020 15:00 KR fékk á sig 66 stig í fyrri hálfleik og tapaði fyrir norðan Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrir Þór Akureyri, 102-100, er liðin mættust fyrir norðan í margfrestuðum leik. 27. janúar 2020 20:54 Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Sjá meira
Þór og KR heiðruðu minningu Kobe Bryant | Myndband Þór og KR mætast nú í frestuðum leik í Dominos-deild karla en leikið er norðan heiða. 27. janúar 2020 20:13
Þórsliðið væri í 2. sæti ef Domino´s deildin hefði byrjað 27. nóvember Þórsarar fögnuðu enn einum sigurinn í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið vann Íslandsmeistara KR fyrir norðan. Þetta var fimmti sigur norðanliðsins í síðustu sjö deildarleikjum. 28. janúar 2020 15:00
KR fékk á sig 66 stig í fyrri hálfleik og tapaði fyrir norðan Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrir Þór Akureyri, 102-100, er liðin mættust fyrir norðan í margfrestuðum leik. 27. janúar 2020 20:54