Sportpakkinn: Þórsarar fóru á flug eftir skellinn í Njarðvík Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. janúar 2020 15:45 Hansel Atencia var stigahæstur í liði Þórs gegn KR með 31 stig. vísir/bára Þór Ak. vann KR, 102-100, fyrir norðan í Domino's deild karla í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Þegar Þór tapaði fyrir Njarðvík með 61 stigs mun um miðjan nóvember var útlitið dökkt. Þór skoraði aðeins tvö stig í lokafjórðungnum og var búið að tapa öllum sjö leikjunum í deildinni. Í næsta leik á eftir var Þór í dauðafæri að vinna Stjörnuna. Þegar 3. leikhlutinn var hálfnaður var munurinn orðinn 18 stig. Stjarnan vann muninn upp og krækti í sigurinn, vann með þriggja stiga mun, 104-101. Í sjö leikjum síðan hefur Þór unnið fimm leiki og aðeins tapað tveimur. Frá því að sigurhrina Þórs hófst státar aðeins Stjarnan af betri árangur. Svona breytist margt á skömmum tíma. Þór og KR áttu að spila 19. desember en veðurguðirnir höfðu ekki áhuga á því að sjá leikinn og það var ekki fyrr en í gær að liðin gátu spilað. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu körfuna og KR komst í 3-0. En þessi karfa gaf KR-ingum falskar vonir. Þórsarar voru í stuði og þegar 1. leikhluta lauk voru KR-ingar búnir að skora 14 stig gegn 30 stigum heimamanna. Íslandsmeistararnir minnkuðu muninn en Þór svaraði með góðum kafla og náði Jamal Palmer skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 66-42, Þór í vil. Meistararnir fengu á sig 66 stig í fyrri hálfleik. Þór skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks og þá munaði 26 stigum á liðunum. Þá tóku KR-ingar við sér og hægt og bítandi nöguðu þeir af forystu Þórsara. Fjörtíu sinnum skutu KR-ingar fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu 15 sinnum. Meistararnir minnkuðu muninn í sjö stig þegar fjórar mínútur voru eftir af 3. leikhluta. Þór tók þá við sér og fyrir lokafjórðunginn munaði 13 stigum á liðunum. KR mætti aðeins með átta leikmenn norður, það tók sinn toll að saxa á forystuna og aftur náði Þór góðum spretti. Júlíus Orri Ágústsson jók muninn í 13 stig, 93-78, þegar átta mínútur voru eftir. Jakob Örn Sigurðarson minnkaði muninn í fimm stig þegar tvær mínútur og 21 sekúnda var eftir. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR, skoraði 26 stig og hitti úr sjö af 17 þriggja stiga skotum sínum. Hann skoraði eina körfu úr vítateignum og minnkaði þá muninn í þrjú stig og tæpar tvær mínútur eftir. Baráttan var mikil á lokakaflanum, Terrence Motley tókst ekki að skora en náði frákastinu á ævintýralegan hátt. Í kjölfarið fékk Mantas Virbalas fínt færi en honum tókst ekki að skora en Þórsarar héldu boltanum, 82 sekúndur eftir og munurinn þrjú stig. Matthías Orri stal boltanum, KR-ingar fóru í sókn og Brynjar Þór skaut fyrir utan þriggja stiga línuna en tókst ekki að skora. Þór náði boltanum og hélt honum lengi. Hansel Atencia reyndi skot sem geigaði. Hann var stigahæstur hjá Þór, skoraði 31 stig. Jamal Palmer kom næstur með 21 Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig þegar 33 sekúndur voru eftir. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleik en endaði með 17 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar. KR-vörnin gaf fá færi á sér og Atencia átti í vandræðum með að finna samherja, skaut boltanum í átt að körfunni og Mantas náði að krækja í boltann og slá hann á hinn 18 ára Júlíus Orra. KR-ingar brutu á honum og Júlíus Orri fór á vítalínuna 13 sekúndum fyrir leikslok. Honum brást bogalistin í fyrra skotinu en skoraði úr því seinna. Hann skoraði 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Tveggja stiga munur og nægur tími fyrir KR að jafna eða að tryggja sigurinn. KR tók leikhlé og Ingi Þór Steinþórsson teiknaði upp lokasóknina. Þórsarar vörðust og gáfu KR-ingum ekki tækifæri á að komast í gott skotfæri, neyðarskot Brynjars Þórs í lokin fór af körfuhringnum og Þór fagnaði sætum sigri, 102-100. Þór er með 10 stig eins og Grindavík og Valur, aðeins einum sigri á eftir Þór í Þorlákshöfn sem er í 8. sæti. Tindastóll, Njarðvík, KR og Haukar eru öll með 18 stig. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Þór vann meistarana Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Þór og KR heiðruðu minningu Kobe Bryant | Myndband Þór og KR mætast nú í frestuðum leik í Dominos-deild karla en leikið er norðan heiða. 27. janúar 2020 20:13 Þórsliðið væri í 2. sæti ef Domino´s deildin hefði byrjað 27. nóvember Þórsarar fögnuðu enn einum sigurinn í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið vann Íslandsmeistara KR fyrir norðan. Þetta var fimmti sigur norðanliðsins í síðustu sjö deildarleikjum. 28. janúar 2020 15:00 KR fékk á sig 66 stig í fyrri hálfleik og tapaði fyrir norðan Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrir Þór Akureyri, 102-100, er liðin mættust fyrir norðan í margfrestuðum leik. 27. janúar 2020 20:54 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Þór Ak. vann KR, 102-100, fyrir norðan í Domino's deild karla í gær. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Þegar Þór tapaði fyrir Njarðvík með 61 stigs mun um miðjan nóvember var útlitið dökkt. Þór skoraði aðeins tvö stig í lokafjórðungnum og var búið að tapa öllum sjö leikjunum í deildinni. Í næsta leik á eftir var Þór í dauðafæri að vinna Stjörnuna. Þegar 3. leikhlutinn var hálfnaður var munurinn orðinn 18 stig. Stjarnan vann muninn upp og krækti í sigurinn, vann með þriggja stiga mun, 104-101. Í sjö leikjum síðan hefur Þór unnið fimm leiki og aðeins tapað tveimur. Frá því að sigurhrina Þórs hófst státar aðeins Stjarnan af betri árangur. Svona breytist margt á skömmum tíma. Þór og KR áttu að spila 19. desember en veðurguðirnir höfðu ekki áhuga á því að sjá leikinn og það var ekki fyrr en í gær að liðin gátu spilað. Brynjar Þór Björnsson skoraði fyrstu körfuna og KR komst í 3-0. En þessi karfa gaf KR-ingum falskar vonir. Þórsarar voru í stuði og þegar 1. leikhluta lauk voru KR-ingar búnir að skora 14 stig gegn 30 stigum heimamanna. Íslandsmeistararnir minnkuðu muninn en Þór svaraði með góðum kafla og náði Jamal Palmer skoraði síðustu körfu fyrri hálfleiks. Staðan að honum loknum var 66-42, Þór í vil. Meistararnir fengu á sig 66 stig í fyrri hálfleik. Þór skoraði fyrstu körfu seinni hálfleiks og þá munaði 26 stigum á liðunum. Þá tóku KR-ingar við sér og hægt og bítandi nöguðu þeir af forystu Þórsara. Fjörtíu sinnum skutu KR-ingar fyrir utan þriggja stiga línuna og hittu 15 sinnum. Meistararnir minnkuðu muninn í sjö stig þegar fjórar mínútur voru eftir af 3. leikhluta. Þór tók þá við sér og fyrir lokafjórðunginn munaði 13 stigum á liðunum. KR mætti aðeins með átta leikmenn norður, það tók sinn toll að saxa á forystuna og aftur náði Þór góðum spretti. Júlíus Orri Ágústsson jók muninn í 13 stig, 93-78, þegar átta mínútur voru eftir. Jakob Örn Sigurðarson minnkaði muninn í fimm stig þegar tvær mínútur og 21 sekúnda var eftir. Brynjar Þór Björnsson var stigahæstur hjá KR, skoraði 26 stig og hitti úr sjö af 17 þriggja stiga skotum sínum. Hann skoraði eina körfu úr vítateignum og minnkaði þá muninn í þrjú stig og tæpar tvær mínútur eftir. Baráttan var mikil á lokakaflanum, Terrence Motley tókst ekki að skora en náði frákastinu á ævintýralegan hátt. Í kjölfarið fékk Mantas Virbalas fínt færi en honum tókst ekki að skora en Þórsarar héldu boltanum, 82 sekúndur eftir og munurinn þrjú stig. Matthías Orri stal boltanum, KR-ingar fóru í sókn og Brynjar Þór skaut fyrir utan þriggja stiga línuna en tókst ekki að skora. Þór náði boltanum og hélt honum lengi. Hansel Atencia reyndi skot sem geigaði. Hann var stigahæstur hjá Þór, skoraði 31 stig. Jamal Palmer kom næstur með 21 Michael Craion minnkaði muninn í eitt stig þegar 33 sekúndur voru eftir. Hann skoraði aðeins fjögur stig í fyrri hálfleik en endaði með 17 stig, 13 fráköst og sjö stoðsendingar. KR-vörnin gaf fá færi á sér og Atencia átti í vandræðum með að finna samherja, skaut boltanum í átt að körfunni og Mantas náði að krækja í boltann og slá hann á hinn 18 ára Júlíus Orra. KR-ingar brutu á honum og Júlíus Orri fór á vítalínuna 13 sekúndum fyrir leikslok. Honum brást bogalistin í fyrra skotinu en skoraði úr því seinna. Hann skoraði 13 stig, gaf fimm stoðsendingar og tók fjögur fráköst. Tveggja stiga munur og nægur tími fyrir KR að jafna eða að tryggja sigurinn. KR tók leikhlé og Ingi Þór Steinþórsson teiknaði upp lokasóknina. Þórsarar vörðust og gáfu KR-ingum ekki tækifæri á að komast í gott skotfæri, neyðarskot Brynjars Þórs í lokin fór af körfuhringnum og Þór fagnaði sætum sigri, 102-100. Þór er með 10 stig eins og Grindavík og Valur, aðeins einum sigri á eftir Þór í Þorlákshöfn sem er í 8. sæti. Tindastóll, Njarðvík, KR og Haukar eru öll með 18 stig. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Þór vann meistarana
Dominos-deild karla Sportpakkinn Tengdar fréttir Þór og KR heiðruðu minningu Kobe Bryant | Myndband Þór og KR mætast nú í frestuðum leik í Dominos-deild karla en leikið er norðan heiða. 27. janúar 2020 20:13 Þórsliðið væri í 2. sæti ef Domino´s deildin hefði byrjað 27. nóvember Þórsarar fögnuðu enn einum sigurinn í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið vann Íslandsmeistara KR fyrir norðan. Þetta var fimmti sigur norðanliðsins í síðustu sjö deildarleikjum. 28. janúar 2020 15:00 KR fékk á sig 66 stig í fyrri hálfleik og tapaði fyrir norðan Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrir Þór Akureyri, 102-100, er liðin mættust fyrir norðan í margfrestuðum leik. 27. janúar 2020 20:54 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Þór og KR heiðruðu minningu Kobe Bryant | Myndband Þór og KR mætast nú í frestuðum leik í Dominos-deild karla en leikið er norðan heiða. 27. janúar 2020 20:13
Þórsliðið væri í 2. sæti ef Domino´s deildin hefði byrjað 27. nóvember Þórsarar fögnuðu enn einum sigurinn í gærkvöldi þegar Akureyrarliðið vann Íslandsmeistara KR fyrir norðan. Þetta var fimmti sigur norðanliðsins í síðustu sjö deildarleikjum. 28. janúar 2020 15:00
KR fékk á sig 66 stig í fyrri hálfleik og tapaði fyrir norðan Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrir Þór Akureyri, 102-100, er liðin mættust fyrir norðan í margfrestuðum leik. 27. janúar 2020 20:54
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum