737 MAX: „Hönnuð af trúðum undir stjórn apa“ Gunnar Reynir Valþórsson og Samúel Karl Ólason skrifa 10. janúar 2020 08:56 Þingmaðurinn Peter DeFazio, sem stýrir samgöngunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir samskiptin sýna að fyrirtækið virðist hafa markvisst komið sér undan eftirlit og gagnrýni á sama tíma og starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að hringja viðvörunarbjöllum innanhúss. AP/Elaine Thompson Starfsmenn Boeing voru ekki ánægðir með hönnun 737 MAX flugvélanna og börðust gegn því að flugmenn yrðu skilyrtir í sérstaka flughermaþjálfun vegna flugvélanna. Þetta kemur fram í skilaboðum á milli starfsmanna fyrirtækisins sem Boeing opinberaði í gær. Skilaboðin varpa ljósi á óánægju þeirra með hönnunina á 737-Max vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar frá því í mars. Var það gert eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum en starfsmenn Boeing reyndu að blekkja eftirlitsaðila varðandi flugvélarnar. Í skjali frá því í apríl 2017 ræða tveir starfsmenn Boeing ítarlega um gallana í vélinni og segir annar þeirra að svo virðist sem flugvélin hafi verið „hönnuð af trúðum, sem lotið hafi stjórn apa,“ eins og starfsmaðurinn orðar það. Þá virðast gögnin benda til þess að Boeing hafi barist gegn því að flugmenn fengju eitthvað meira en grunnþjálfun í flughermi til að takast á við vandkvæði við stjórn vélarinnar eins og eftirlitsaðilar höfðu kallað eftir. Sjá einnig: Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Annað skjal sýnir að einn starfsmaður sagði vini sínum að hann myndi aldrei leyfa fjölskyldu sinni að ferðast með 737 MAX og spurði hvort hinn myndi gera það. „Nei,“ var svarið. „Þessi samskipti endurspegla ekki fyrirtækið sem við erum og þurfum að vera, og þau eru alfarið óásættanleg,“ segir í yfirlýsingu frá Boeing, sem vinnur enn að endurbótum á flugvélunum sem um ræðir. Þar segir einnig að forsvarsmenn fyrirtækisins séu sannfærðir um að flugvélarnar virki. Þá segjast þeir vera að íhuga að refsa einhverjum starfsmanna sinna vegna skilaboðanna. Samkvæmt Seattle Times sagði einn af yfirmönnum Boeing að um smáan hóp starfsmanna væri að ræða og flestir þeirra hefðu komið að þróun flughermisins vegna 737 MAX. Þingmaðurinn Peter DeFazio, sem stýrir samgöngunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir samskiptin sýna að fyrirtækið virðist hafa markvisst komið sér undan eftirlit og gagnrýni á sama tíma og starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að hringja viðvörunarbjöllum innanhúss. Sögðu flugmenn Lion Air ekki þurfa aukna þjálfun Þó nöfn þeirra starfsmanna sem sendu skilaboðin hafi verið máð, hafa blaðamenn Seattle Times borið kennsl á tvo þeirra. Patrik Gustavsson og Mark Forkner unnu báðir að þróun flughermis vegna 737 MAX en samskipti þeirra á milli, frá 2017, þykja sérstaklega óhugnanleg þar sem þeir töluðu um beiðni forsvarsmanna indóníska flugfélagsins Lion Air um flugherma fyrir flugmenn þeirra. 189 dóu þegar 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak í Jakarta. Þegar beiðni barst um flugherma kölluðu flugmennirnir tveir frá Boeing starfsmenn Lion Air heimska og sögðu þá ekki þurfa á flughermi að halda. Systurflugfélag Lion Air væri þegar að nota 737 MAX án vandræða. Forkner sendi svo tölvupóst til einhvers í Jakarta í Indónesíu, þar sem finna má höfuðstöðvar Lion Air. „Það er algjörlega engin ástæða til að krefja flugmenn ykkar um að ljúka þjálfun í flughermi til að fljúga MAX. Boeing skilur ekki hvað græðist á því.“ Tók hann fram að flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Kína og Malasíu krefðust ekki þess að flugmenn fengju sérstaka flughermisþjálfun vegna 737 MAX flugvélanna. Forkner hafði sömuleiðis sent póst á flugmálayfirvöld Indlands, sem voru þá að krefja Lion Air um aukna þjálfun flugmanna, og tíundaði hann öll þau ríki og flugfélög sem höfðu ekki talið nauðsynlegt að taka upp flughermaþjálfun. Í einum tölvupósti til samstarfsaðila sagði Forkner að markmiðið með því hafi verið að láta Indverjana „finnast þeir heimskir fyrir að krefjast aukinnar þjálfunar“. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Starfsmenn Boeing voru ekki ánægðir með hönnun 737 MAX flugvélanna og börðust gegn því að flugmenn yrðu skilyrtir í sérstaka flughermaþjálfun vegna flugvélanna. Þetta kemur fram í skilaboðum á milli starfsmanna fyrirtækisins sem Boeing opinberaði í gær. Skilaboðin varpa ljósi á óánægju þeirra með hönnunina á 737-Max vélunum sem nú hafa verið kyrrsettar frá því í mars. Var það gert eftir að 346 manns dóu í tveimur flugslysum en starfsmenn Boeing reyndu að blekkja eftirlitsaðila varðandi flugvélarnar. Í skjali frá því í apríl 2017 ræða tveir starfsmenn Boeing ítarlega um gallana í vélinni og segir annar þeirra að svo virðist sem flugvélin hafi verið „hönnuð af trúðum, sem lotið hafi stjórn apa,“ eins og starfsmaðurinn orðar það. Þá virðast gögnin benda til þess að Boeing hafi barist gegn því að flugmenn fengju eitthvað meira en grunnþjálfun í flughermi til að takast á við vandkvæði við stjórn vélarinnar eins og eftirlitsaðilar höfðu kallað eftir. Sjá einnig: Samspil margra þátta leiddi til Lion Air slyssins Annað skjal sýnir að einn starfsmaður sagði vini sínum að hann myndi aldrei leyfa fjölskyldu sinni að ferðast með 737 MAX og spurði hvort hinn myndi gera það. „Nei,“ var svarið. „Þessi samskipti endurspegla ekki fyrirtækið sem við erum og þurfum að vera, og þau eru alfarið óásættanleg,“ segir í yfirlýsingu frá Boeing, sem vinnur enn að endurbótum á flugvélunum sem um ræðir. Þar segir einnig að forsvarsmenn fyrirtækisins séu sannfærðir um að flugvélarnar virki. Þá segjast þeir vera að íhuga að refsa einhverjum starfsmanna sinna vegna skilaboðanna. Samkvæmt Seattle Times sagði einn af yfirmönnum Boeing að um smáan hóp starfsmanna væri að ræða og flestir þeirra hefðu komið að þróun flughermisins vegna 737 MAX. Þingmaðurinn Peter DeFazio, sem stýrir samgöngunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, segir samskiptin sýna að fyrirtækið virðist hafa markvisst komið sér undan eftirlit og gagnrýni á sama tíma og starfsmenn fyrirtækisins hafi verið að hringja viðvörunarbjöllum innanhúss. Sögðu flugmenn Lion Air ekki þurfa aukna þjálfun Þó nöfn þeirra starfsmanna sem sendu skilaboðin hafi verið máð, hafa blaðamenn Seattle Times borið kennsl á tvo þeirra. Patrik Gustavsson og Mark Forkner unnu báðir að þróun flughermis vegna 737 MAX en samskipti þeirra á milli, frá 2017, þykja sérstaklega óhugnanleg þar sem þeir töluðu um beiðni forsvarsmanna indóníska flugfélagsins Lion Air um flugherma fyrir flugmenn þeirra. 189 dóu þegar 737 MAX flugvél Lion Air brotlenti skömmu eftir flugtak í Jakarta. Þegar beiðni barst um flugherma kölluðu flugmennirnir tveir frá Boeing starfsmenn Lion Air heimska og sögðu þá ekki þurfa á flughermi að halda. Systurflugfélag Lion Air væri þegar að nota 737 MAX án vandræða. Forkner sendi svo tölvupóst til einhvers í Jakarta í Indónesíu, þar sem finna má höfuðstöðvar Lion Air. „Það er algjörlega engin ástæða til að krefja flugmenn ykkar um að ljúka þjálfun í flughermi til að fljúga MAX. Boeing skilur ekki hvað græðist á því.“ Tók hann fram að flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, Evrópu, Kanada, Kína og Malasíu krefðust ekki þess að flugmenn fengju sérstaka flughermisþjálfun vegna 737 MAX flugvélanna. Forkner hafði sömuleiðis sent póst á flugmálayfirvöld Indlands, sem voru þá að krefja Lion Air um aukna þjálfun flugmanna, og tíundaði hann öll þau ríki og flugfélög sem höfðu ekki talið nauðsynlegt að taka upp flughermaþjálfun. Í einum tölvupósti til samstarfsaðila sagði Forkner að markmiðið með því hafi verið að láta Indverjana „finnast þeir heimskir fyrir að krefjast aukinnar þjálfunar“.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Akademias tekur yfir rekstur Avia Viðskipti innlent Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira