Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 19:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá til Reykjavíkur og á hún að lenda um klukkan átta. Vísir/Vilhelm Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur og á hún að lenda nú um áttaleytið. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hinna slösuðu eru. Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að ákveða hvert framhaldið hjá öðrum farþegum verði. Til greina kemur að hópurinn fari aftur til Reykjavíkur, haldi áfram til Akureyrar eða verði lengur á Blönduósi. Í rútunni var hópur háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Allir farþegar rútunnar voru fluttir í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Blönduósi. Áverkar annarra sem lentu í slysinu voru metnir af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi. Hjálmar segir ástandið á hópnum þokkalegt miðað við aðstæður. Um sé að ræða háorkuslys þar sem fólk er í miklu sjokki eftir á og gæti þurft að leita sér aðstoðar. Hann segir fólk eiga kost á aðstoð vegna slyssins, sama hvort það sé þegar í stað eða á næstu dögum. Að sögn Hjálmars gengur vinna á vettvangi samkvæmt áætlun en erfiðar aðstæður voru á vettvangi. Þjóðveginum var lokað í kjölfar slyssins, sem var um klukkan fimm í dag, og var hann opnaður á ný um klukkan sjö í kvöld. Húnavatnshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur og á hún að lenda nú um áttaleytið. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsl hinna slösuðu eru. Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir unnið að því að ákveða hvert framhaldið hjá öðrum farþegum verði. Til greina kemur að hópurinn fari aftur til Reykjavíkur, haldi áfram til Akureyrar eða verði lengur á Blönduósi. Í rútunni var hópur háskólanema á leið í skíðaferð til Akureyrar.Sjá einnig: Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Allir farþegar rútunnar voru fluttir í fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Blönduósi. Áverkar annarra sem lentu í slysinu voru metnir af starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi. Hjálmar segir ástandið á hópnum þokkalegt miðað við aðstæður. Um sé að ræða háorkuslys þar sem fólk er í miklu sjokki eftir á og gæti þurft að leita sér aðstoðar. Hann segir fólk eiga kost á aðstoð vegna slyssins, sama hvort það sé þegar í stað eða á næstu dögum. Að sögn Hjálmars gengur vinna á vettvangi samkvæmt áætlun en erfiðar aðstæður voru á vettvangi. Þjóðveginum var lokað í kjölfar slyssins, sem var um klukkan fimm í dag, og var hann opnaður á ný um klukkan sjö í kvöld.
Húnavatnshreppur Landhelgisgæslan Samgönguslys Tengdar fréttir Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Alvarlegt rútuslys nærri Blönduósi Lögreglan á Norðurlandi vestra sinnir nú alvarlegu umferðarslysi sem varð í umdæmi lögreglunnar á fimmta tímanum í dag. Um meiriháttar útkall er að ræða og er verið að senda allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 17:14
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42