Jón Gerald þarf að greiða þrotabúinu tæpar tólf milljónir Sylvía Hall skrifar 10. janúar 2020 23:07 Frá Landsrétti. Vísir/Vilhelm Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað. Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness að rifta skuli þremur greiðslum sem lágvöruverslunin Kostur greiddi Nordica Inc. eftir kröfu um gjaldþrotaskipti. Upphæðin nemur tæplega 12 milljónum króna. Krafa um gjaldþrotaskipti barst héraðsdómi Reykjaness þann 20. desember árið 2017 en fyrsta greiðsla var innt af hendi þann 10. janúar árið 2018 og þær seinni þann tveimur dögum síðar. Jón Gerald Sullenberger, aðaleigandi Kosts, var jafnframt eigandi Nordica Inc. ásamt eiginkonu sinni.Sjá einnig: Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Við skýrslutöku hjá skiptastjóra voru greiðslurnar bornar undir Jón Gerald. Sagði hann þær vera vegna gámasendinga þar sem Kostur hefði keypt vörur í gegnum Nordica Inc. og þær hafi síðan verið fluttar til Íslands. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að þegar litið væri til gagna málsins hafi verið ljóst að félagið hafi verið ógjaldfært þegar umræddar greiðslur voru inntar af hendi og Jóni Gerald og Nordica hafi mátt vera það ljóst. Þá segir í héraðsdómi að óvissa um rekstrarhæfi félagsins hafi komið fram í ársreikningum árið 2016. Staðan gæti haft þær afleiðingar í för með sér að félagið gæti ekki selt eignir sínar og greitt skuldir við eðlileg rekstrarskilyrði. Ári síðar kom í ljós að félagið gat ekki greitt aðflutningsgjöld. Félagið hafi gengist undir greiðsluáætlun um mánaðarlegar afborganir hjá tollstjóra vegna þess. Lýstum kröfum í búið nam 253,3 milljónum króna og forgangskröfur 21,4 milljónir. Félagið hafi átt óverulegar eignir þegar greiðslurnar voru inntar af hendi og skertu því greiðslurnar greiðslugetu félagsins verulega. Þegar litið væri til stöðu félagsins og getu til þess að greiða forgangskröfur gætu greiðslurnar ekki talist venjulegar. Þá var ekki talið að Jón Gerald og Nordica Inc. hefðu sýnt fram á það að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að krafa um gjaldþrotaskipti væri komin fram. Var þeim gert að greiða þrotabúinu 11.715.503 krónur sem höfðu verið greiddar til Nordica Inc. sem og málskostnað.
Dómsmál Gjaldþrot Tengdar fréttir „Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45 Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00 Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00 Mest lesið Fermingarmyndin ekki til útflutnings Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Geta breytt sér í kúreka eða kappaksturshetju með gervigreind Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Sjá meira
„Það er búið að gráta mikið, þetta er búið að vera gríðarlega erfitt“ 37 missa vinnuna þegar versluninni Kosti verður lokað. 2. desember 2017 18:45
Kostur tekinn til gjaldþrotaskipta Matvöruverslunin Kostur, sem hætti rekstri í desember síðastliðnum, hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður á LEX, var skipaður skiptastjóri í þrotabúinu í síðustu viku. 22. febrúar 2018 11:00
Krefst riftunar á milljóna greiðslum til Jóns Geralds Greiðslurnar voru inntar af hendi í seinni hluta desember og fyrri hluta janúar, eftir að rekstri Kosts var hætt, en matvöruverslunin var tekin til gjaldþrotaskipta í febrúar. 27. júní 2018 06:00