Hjúkrunarfræðinemi í ferðinni segir læknanemana hafa unnið mikla hetjudáð Sylvía Hall skrifar 11. janúar 2020 13:59 María er á fjórða ári í hjúkrunarfræði og var í annarri rútu sem var í samfloti með þeirri sem valt í gær. Skjáskot/Facebook María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“ Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
María Kristjánsdóttir hjúkrunarfræðinemi segir það hafa verið lán í óláni að þeir hjúkrunarnemar sem voru í rútunni með þeirri sem valt nærri bænum Öxl í gær séu margir hverjir að vinna á bráðamóttökunni. Hún segir læknanemanna sem lentu í slysinu hafa sýnt mikla hetjudáð þegar þeir fóru strax að vinna í því að koma sér og öðrum úr rútunni og meta áverka þeirra sem slösuðust. „Það vill svo til að við erum mörg að vinna á bráðamóttökunni sem erum í þessari ferð. Við stukkum strax út og um leið og við sjáum að rútan er á hvolfi tökum við harðasprett til þeirra. Þetta leit ekki vel út,“ segir María í samtali við Vísi. Rútan sem María var í hafði verið á leið í sömu ferð til Akureyrar en keyrt á undan hinni. Þau höfðu sjálf lent í hálkublett á sama vegarkafla en sáu svo þegar aftari rútan endaði á hvolfi utan vegar. María, sem er sjálf á fjórða ári í hjúkrunarfræði, segir reynsluna frá bráðamóttökunni hafa reynst vel í þessum aðstæðum.Sjá einnig: Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ „Það sem maður hefur frá bráðamóttökunni er að maður hefur ákveðna þjálfun í að bregðast við svona aðstæðum án þess að „panikka“ og maður veit hvað er mikilvægt að gera fyrst. Maður þarf að passa að tryggja vettvang og að maður sé ekki að skapa fleiri vandamál, að maður sé ekki að setja sjálfan sig í hættu og búa til fleiri vandamál.“ María segir fólk hafa verið í talsverðu áfalli eftir slysið og verið lengi að átta sig á því hvað hafði gerst. Þegar um bílveltu sé að ræða er reiknar fólk yfirleitt með því að talsvert sé um slys á fólki. Hún segir það hafa skipt sköpum að allir í rútunum notuðu bílbelti. Miðað við aðkomuna að slysinu er ljóst að mun verr hefði farið ef farþegar hefðu ekki notað bílbeltin og slys á fólki hefðu getað verið þeim mun alvarlegri. Eftir reynslu sína á bráðamóttökunni segir hún að bráðamóttakan hefði ekki getað tekið við fólki ef fleiri hefðu slasast alvarlega. „Mér finnst mikilvægt að taka það fram vegna umræðu um ástandið á spítalanum. Bráðamóttakan hefði engan veginn getað tekið á móti fólki ef verr hefði farið. Það hefði verið mjög slæmt.“
Húnavatnshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31 Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42 Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Vindhviðurnar á slysstað „eins og fallbyssukúlur“ Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir vinnu vegna rútuslyssins sem varð við bæinn Öxl skammt frá Blönduósi hafa gengið eins vel og mögulegt var. 11. janúar 2020 11:31
Á fimmta tug háskólanema í rútunni sem valt Slysið varð á fimmta tímanum í dag og var allt tiltækt lið sjúkrabíla og lögreglu sent á vettvang auk slökkviliðsbíla. 10. janúar 2020 18:42
Þrír fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti þrjá farþega rútunnar sem valt við bæinn Öxl nærri Blönduósi til Reykjavíkur. 10. janúar 2020 19:44