Erlent

Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry

Eiður Þór Árnason skrifar
Meghan og Elísabet drottning meðan allt lék í lyndi.
Meghan og Elísabet drottning meðan allt lék í lyndi. Vísir/Getty

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru á meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar í Sandringham á morgun til að ræða framtíðarhlutverk hjónanna.

Fregnirnar koma í kjölfar þess að í vikunni tilkynntu Harry og Meghan óvænt um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. Reiknað er með því að Markle, sem er nú stödd í Kandada, taki þátt í fundinum í gegnum síma.

Sjá einnig: Drottningin leitar lausna á máli Harry og Meghan

Jonny Dymond, fréttaritari breska ríkisútvarpsins BBC, segir að vonast sé til þess með fundinum verði tekið næsta skref í átt að því að skilgreina upp á nýtt samband hjónanna við konungsfjölskylduna. Fram hefur komið að drottningin vænti þess að niðurstaða fáist í málið á næstu dögum.

Fréttaritari BBC segir að erfiðar hindranir séu framundan í þeim viðræðum en að einna erfiðast verði fyrir þau að koma sér saman um fjárhagslega stöðu þeirra gagnvart fjölskyldunni. Í tilkynningu hjónanna á miðvikudag kom fram að þau myndu vinna að því að verða fjárhagslega sjálfstæð.

Sjá einnig:Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“

Slúðurblaðið The Sun kvaðst í vikunni hafa heimildir fyrir því innan úr Buckingham-höll að Elísabet II Englandsdrottning, væri í miklu uppnámi vegna málsins og að faðir Harry, Karl, og bróðir hans, Vilhjálmur, væru afar reiðir hjónunum.

Greint hefur verið frá því að Harry og Meghan hafi hvorki ráðfært sig við né látið neinn innan konungsfjölskyldunnar vita af ákvörðun sinni áður en þau tilkynntu um hana í færslu á Instagram-síðu sinni.


Tengdar fréttir

Megxit skekur Bretland: „Meghan fær það sem hún vill“

Fjallað er um ákvörðun hertogahjónanna af Sussex, þeirra Harry og Meghan, um að draga sig í hlé frá bresku konungsfjölskyldunni, hætta að sinna embættisskyldum og verða fjárhagslega sjálfstæð á forsíðum allra stærstu dagblaða Bretlands í dag.

Meghan farin aftur til Kanada

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×