Dönsku miðlarnir skrifuðu um frelsarann sem lét ekki sjá sig og litla bróður sem þurfi að hjálpa Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2020 08:00 Niklas Landin, markvörður Dana, svekktur. vísir/epa Danir eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta og má sjá það glögglega í fjölmiðlum þar í landi. Danmörk tapaði eins og kunnugt er fyrir Íslandi í fyrsta leiknum og ekki margar jákvæðar forsíður að sjá hjá dönskum fjölmiðlum. Þær voru enn verri ef eitthvað var er Danmörk gerði jafntefli við Ungverjaland í gærkvöldi og þarf þar að leiðandi að treysta á Ísland í lokaumferðinni. „Vandræðalegt, vandræðalegt, vandræðalegt,“ skrifar BT á síðu sinni og segir að gærkvöldið hafi verið nærri því að vera katastrófa fyrir danskan handbolta. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 Miðillinn heldur áfram að velja þá þrjá hluti sem þeir lærðu af leiknum. Velta þeir upp af hverju leikmenn liðsins hafi verið svo stressaðir.Einkunnargjöf BT eftir leikinn er ekki há og einn besti leikmaður í heimi, Mikkel Hansen, fær heldur að finna fyrir því. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 „Hvert fórstu Mikkel? Við leituðum að frelsaranum þegar Danmörk var í vandræðum en hann lét bara aldrei sjá sig,“ skrifaði í umsögninni um Mikkel. Það var ekki bara BT sem var með áhyggjur af danska landsliðinu á sínum miðli því Jan Jensen, fréttamaður á Ekstra Bladet, skrifar pistil eftir leik gærkvöldsins. Í pistlinum fpyr Jan hvar neistinn frá HM í janúar 2019 sé. Hann segist sakna danska handboltalandsliðsins því liðið sem spili í Malmö sé ekki það lið sem hann þekkir. Drama helt til sidst: Danmark lever efter uafgjort:https://t.co/QRzeerHjDM— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 13, 2020 TV2Sport ræddi við leikmenn liðsins eftir leikinn og margir þeirra áttu ekki orð yfir því hversu slök frammistaðan hafi verið. Mads Mensah sagði að hann væri að sofna því þeir spiluðu svo hægt, og bætti við að þetta væri einfaldlega allt of lélegt. Undir það tók landsliðsfyrirliðinn Niklas Landin.Politiken skefur ekkert af hlutunum í grein sinni. Þar segir að Ísland þurfi að hjálpa stóra bróður. Aðeins sigur Íslands á Ungverjum gefur Dönum möguleika á því að komast áfram. Danski handboltinn EM 2020 í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Danir eru í sárum eftir hörmulega byrjun heims- og Ólympíumeistaranna á Evrópumótinu í handbolta og má sjá það glögglega í fjölmiðlum þar í landi. Danmörk tapaði eins og kunnugt er fyrir Íslandi í fyrsta leiknum og ekki margar jákvæðar forsíður að sjá hjá dönskum fjölmiðlum. Þær voru enn verri ef eitthvað var er Danmörk gerði jafntefli við Ungverjaland í gærkvöldi og þarf þar að leiðandi að treysta á Ísland í lokaumferðinni. „Vandræðalegt, vandræðalegt, vandræðalegt,“ skrifar BT á síðu sinni og segir að gærkvöldið hafi verið nærri því að vera katastrófa fyrir danskan handbolta. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 Miðillinn heldur áfram að velja þá þrjá hluti sem þeir lærðu af leiknum. Velta þeir upp af hverju leikmenn liðsins hafi verið svo stressaðir.Einkunnargjöf BT eftir leikinn er ekki há og einn besti leikmaður í heimi, Mikkel Hansen, fær heldur að finna fyrir því. Se B.T.s karakterer: Danmarks største stjerner slagtethttps://t.co/fZ1KYCHTtppic.twitter.com/yWnEtiEafq— B.T. Sport (@BTSporten) January 13, 2020 „Hvert fórstu Mikkel? Við leituðum að frelsaranum þegar Danmörk var í vandræðum en hann lét bara aldrei sjá sig,“ skrifaði í umsögninni um Mikkel. Það var ekki bara BT sem var með áhyggjur af danska landsliðinu á sínum miðli því Jan Jensen, fréttamaður á Ekstra Bladet, skrifar pistil eftir leik gærkvöldsins. Í pistlinum fpyr Jan hvar neistinn frá HM í janúar 2019 sé. Hann segist sakna danska handboltalandsliðsins því liðið sem spili í Malmö sé ekki það lið sem hann þekkir. Drama helt til sidst: Danmark lever efter uafgjort:https://t.co/QRzeerHjDM— Ekstra Bladet Breaking (@ebbreaking) January 13, 2020 TV2Sport ræddi við leikmenn liðsins eftir leikinn og margir þeirra áttu ekki orð yfir því hversu slök frammistaðan hafi verið. Mads Mensah sagði að hann væri að sofna því þeir spiluðu svo hægt, og bætti við að þetta væri einfaldlega allt of lélegt. Undir það tók landsliðsfyrirliðinn Niklas Landin.Politiken skefur ekkert af hlutunum í grein sinni. Þar segir að Ísland þurfi að hjálpa stóra bróður. Aðeins sigur Íslands á Ungverjum gefur Dönum möguleika á því að komast áfram.
Danski handboltinn EM 2020 í handbolta Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða