Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. janúar 2020 06:00 Veðurviðvaranir á hádegi í dag. Veðurstofan Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar. Samgöngur Veður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira
Færðin spilltist á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. Til að mynda hefur Holtavörðuheiði verið lokuð í nótt vegna óveðurs, rétt eins og sunnanvert Snæfellsnes, Mosfellsheiði og Nesjavallaleið. Ekki er gert ráð fyrir að hvassviðrið á landinu, sem endurspeglast í gulum- og appelsínugulum viðvörunum, gangi niður fyrr en síðdegis í dag. Þrátt fyrir hálku og hliðarvind hefur ekki verið talið tilefni til að loka Hellisheiði eða Þrengslum. Báðir vegir eru því opnir; rétt eins og aðrar stærri umferðaræðar í kringum borgina. Ökumenn á suðvesturhorninu ættu þó að vera vakandi fyrir hálkublettum. Vegir um Vesfirði eru nær alfarið lokaðir sem stendur; Súðavíkurhlíð, Steingrímsfjarðarheiði, Þröskuldar, Vestfjarðarvegur, Flateyrarvegur, milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar - allt ófært vegna óveðurs og snjóa. Svipaða sögu er að segja af Norðurlandi. Lokað er um Vatnsskarð, ófært er á milli Blönduós og Hvammstanga, ekki þykir öruggt að aka á Siglufjarðar- og Ólafsfjarðarvegum vegna snjóflóðahættu, Öxnadalsheiði er lokuð og Víkurskarðið ófært. Færðin á suðvesturhorninu klukkan 6.Vegagerðin. Staðan virðist vera nokkuð skárri á Norðurlandi eystra. Hringvegurinn virðist greiðfær en ófært er um Dettifossveg vestri, Hólafjallaleið og Hólaskarð, auk þess sem Loðmundarfjarðarvegur og Mjóafjarðarvegur eru ófærir. Hringveginum um Austfirði hefur ekki heldur verið lokað. Þó hálendisvegir séu flestir ófærir er lítið um lokanir á þessum slóðum. Vegurinn um Öxi og Þordalsheiðarvegur eru þó sagðir ófærir. Þjóðvegur 1 á suðausturhorninu, frá Kirkjubæjarklaustri að Jökulsárlóni, er þó lokaður vegna óveðurs. Þar hafa vindhviður náð 50 metrum á sekúndu, ekki síst í Öræfum, og er þar ekkert ferðaveður þessa stundina. Hringvegurinn milli Seljalandsfoss og Víkur í Mýrdal er einnig lokaður enda bálhvasst, sérstaklega undir Eyjafjöllum. Þaðan er þæfingur að Selfossi en ekki svo mikill að tilefni hefur verið talið til að loka veginum. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsvæðum Vegagerðarinnar og Veðurstofunnar.
Samgöngur Veður Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Sjá meira