Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 10:02 Valur S. Valgeirsson er formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Mynd/Einar Ómarsson Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar. Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar.
Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42